Morgunblaðið - 06.05.2007, Side 66

Morgunblaðið - 06.05.2007, Side 66
66 SUNNUDAGUR 6. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN AÐ undanförnu hefur staða Garðyrkjuskóla ríkisins á Reykjum í landi Ölfuss við Hveragerði verið í lausu lofti og í rauninni hefur verið að fjara undan skól- anum vegna vangaveltna um að flytja hann að Hvanneyri, en yfirstjórn skól- ans heyrir nú undir Landbúnaðarhá- skólann á Hvanneyri. Allur ferill þessa máls hefur verið feimnismál á vegum landbúnaðarráðuneytisins, en nú verð- ur ekki lengur unað við óvissuna. Allar hugmyndir um að flytja Garðyrkju- skólann frá Reykjum við Hveragerði eru aðför að skólanum, aðför að metnaði Suðurlands, aðför að þeirri grunnreynslu og -þekkingu sem Garð- yrkjuskólinn býr yfir. Garðyrkjuskólinn er skóli á framhaldsskólastigi með fjórar brautir; blómaskreyt- ingar, garðyrkjuframleiðslu, skrúðgarðyrkju og skógrækt. Líklega á skólinn ekkert erindi í samflot með Landbúnaðarháskólanum og alls ekki ef það á að rífa ræturnar upp við Hveragerði og flytja þær hreppaflutningum á Hvanneyri og hugsanlega út og suður. Það er alveg ljóst að við Suðurkjördæmingar munum ekki una slíkri valdbeitingu og lítillækkun á móðurskipi garðyrkjumenntunarinnar og ef vor ágæti landbúnaðarráðherra ætlar að láta þau mistök eiga sér stað að tapa sjónum á mikilvægi Garðyrkju- skólans í Suðurkjördæmi, þá er ekkert annað að gera en snúa vörn í sókn og berjast fyrir rétti skólans og möguleikum við bestu aðstæður eða stofna nýjan skóla sem færi þá í samkeppni við áform sem því mið- ur verður að kalla valdbeitingu. Nýjan Garðyrkju- skóla, sem þyrfti að geta tekið á móti að minnsta kosti 40–50 nemendum á ári í brautirnar fjórar, má til að mynda tengja Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi. Það er vænlegur og metnaðarfullur möguleiki. Ef menn vilja stríð um þetta þá tökum við baráttumenn Suðurkjördæmis þann slag og látum hvergi deigan síga. Það magnaða er að það eru nógir peningar til í pottinum fyrir Garðyrkjuskólann á Reykjum. Bara heimalandið sem skólinn á er um 66 hektarar og verð- mæti helmings þess, sem skólinn getur vel verið án þótt hugsað sé til framtíðar, er um það bil 500 millj- óna virði og að auki eru hundruð hektara sem eru a.m.k. milljarða virði. Ef það er ætlun landbún- aðarráðherra að selja land Garðyrkjuskólans á Reykj- um og byggja upp á Hvanneyri húsakost sem þar vantar með peningum frá Reykjum þá er það aðferð sem mun kosta mikil og óvægin viðbrögð. Myndarleg endurbygging Garðyrkjuskólans á Reykjum við Hveragerði myndi kosta um 200–300 milljónir króna með kennslustofum og endurbótum, en rekstrarkostn- aðinn má áætla hefðbundinn eins og undanfarin ár. Ef úttektaraðilar Landbúnaðarháskólans hafa reiknað það til hagkvæmni að flytja skólann þá er það eitt- hvað sem byggist á geðþóttaákvörðun en ekki rökum. Nú verður vinur vor, Guðni Ágústsson landbún- aðarráðherra, að svara strax. Hvaða leik er hann með í spilunum? Það þýðir ekkert að bera einhverja nefnd fyrir sig. Það er ótrúverðugt að ætla að kynna nið- urstöðuna um miðjan maí að loknum kosningum og sú tímasetning er ekki traust fyrir stöðu Suðurlands sem miðstöð garðyrkjunámsins í framtíðinni. Sunnlend- ingar eiga kröfu á að vita strax hvað landbún- aðarráðherra ætlar að gera í þessum efnum. Varnar- og sóknarhugur Sunnlendinga er klár, bæjarstjórnar Hveragerðis og væntanlega Ölfuss einnig, Fjölbrauta- skóla Suðurlands og allra félaganna í Græna geir- anum, regnhlífarsamtakanna um skólann á Reykjum, Félags skrúðgarðyrkjumeistara, FIT, félags iðn- og tæknigreina, Sambands garðyrkjubænda en innan sambandsins eru félög garðplöntuframleiðenda, blómaframleiðenda, grænmetisframleiðenda og kart- öflubænda. Að auki eru síðan Félag landslags- arkitekta, FILA, Samgus, Samtök garðyrkju- og um- hverfisstjóra sveitarfélaga, Félag blómaskreyta og Félag eigenda blómaverslana. Ruggum ekki bátnum í þessum efnum, tökum af skarið til varnar Garðyrkjuskólanum á Reykjum og svaraðu nú strax, kæri Guðni, taktu efann og óvissuna af dagskrá. Verjum Garðyrkjuskóla ríkisins af fullu afli á Reykjum Eftir Árna Johnsen Höfundur er stjórmálamaður, blaða- og tónlistarmaður. ÉG HEF verið ríkisstarfsmaður í 18 ár. Tekjur mínar hafa líklega fjórfaldast á þessum tíma en kaup- mátturinn ekki því Geir Haarde vill æ meira af tekjum mínum til sín. Af hverju hefur skatt- byrði á Íslandi auk- ist meira en bæði í EB og OECD? Áður greiddi ég 20 krónur í skatt af hundr- aðkallinum en nú greiði ég 30. Ég er þó tiltölulega vel settur því ef ég hefði lægri tekjur væri aukning skattbyrðarinnar enn meiri. Það geta öryrkjar og lífeyrisþegar borið um. Persónuafsláttur hefur ekki hækkað með hækkandi launum og því er fólk með 75 þúsund krónu tekjur skattlagt. Það er óréttlátt að auka skatt- byrði fólks þegar tekjur þess hækka og það er siðlaust að auka skatt- byrði fólks með lágar tekjur eins og Geir og Jón hafa gert. Fáránleiki þessarar aðferðafræði verður síðan að himinhrópandi óréttlæti ef fólk á rétt á greiðslum frá almannatrygg- ingum og tekjutenging greiðslurétt- inda kemur til sögunnar. Þetta væri mér ekki svo sárt ef skatturinn minn nýttist til að jafna kjör lágtekjufólks, barnafólks, ör- yrkja og aldraðra, en það gerist bara alls ekki. Kjör þessa fólks hafa versnað í samanburði við okkur hin sem ekki höfum þörf fyrir kjara- jöfnun. Geir og Jón hafa stýrt þann- ig að góðærið hefur ekki skilað sér réttlátlega til allra. Mogginn hefur margbent á það. Hvað eru Geir og Jón að gera við peningana mína? Borga skuldir, segja þeir. Hvaða skuldir eru það? Það eru milljarðar á milljarða ofan sem undantekningalítið hafa verið notaðir í óarðbær verkefni sem engu hafa skilað öðru en því að von- svikið fólk flykkist á mölina, eða hrópar á álver. Byggðastefna stjórnarflokkanna hefur stuðlað að stöðugum fólksflótta frá sveitum, fjörðum og útnesjum til höfuðborg- arsvæðisins. Meira að segja álver stoppar ekki þá þróun. Dauð hönd ríkisafskipta hefur sóað sköttum okkar í endalaus vonleysisverkefni. 1.100 ára gamlar starfsgreinar eru orðnar stafkerlingar þjóðarbúsins. Sjávarútvegur sokkinn í lánafen og kemst ekki af án einokunar og skattfriðinda og bændur eru á laun- um hjá ríkinu og hafa ekki efni á að borga skatt. Það er beint samhengi milli afskipta stjórnmálamanna og meinsemdanna í íslensku atvinnu- lífi. Afleiðingar þessarar stefnulausu óráðsíu eru verðbólga, okurvextir, okurverð í verslunum, okurleiga, 2.300 börn og fjöldi einstæðra mæðra, aldraðra og öryrkja í fá- tækt, engir peningar til að vernda tennur barna, byggja hjúkr- unarheimili fyrir aldraða og hús- næði fyrir geðfatlaða eða eyða bið- listum á barna- og unglingageðdeild og fjölda annarra stofnana. Í mesta góðæri sögunnar hafa orðið til lengstu biðlistar allra tíma. Skatt- peningum og meira til var varið í óarðbær verkefni og þess vegna fer skatturinn okkar í afborganir óráð- síuskulda í stað þess að standa und- ir velferð. Þetta er ekki vitn- isburður um góða efnahagsstjórn heldur vonda. Þegar Davíð og Halldór voru spurðir 1999 og 2003 hversvegna þeir hefðu ekki efnt kosningalof- orðin sín sögðu þeir nákvæmlega það sama og Geir og Jón segja í dag. „Fyrst þurftum við að búa til fullt af peningum til að geta gert allt það góða sem við nú ætlum að gera“ og ef þeir komast til valda nú munu þeir segja nákvæmlega það sama að fjórum árum liðnum. Vandinn í velferðarmálunum verður ekki leystur af öðrum en jafnaðarmönnum, Samfylkingunni, forysta núverandi stjórnarflokka hefur sýnt svo ekki verður um villst að hún er alls ekki fær um að skapa velferð fyrir alla. Stoppum þessa stjórn áður en biðlistarnir verða óviðráðanlegir. Kjósum velferðarstjórn í stað óráðsíu Eftir Stefán Benediktsson Höfundur er arkitekt og í borg- arstjórnarflokki Samfylking- arinnar í Reykjavík. HÁAHLÍÐ - REYKJAVÍK Sérlega fallegt og gott 250 fm einbýli á þessum frábæra og eftirsótta stað í Hlíðunum. Húsið sem byggt var 1954 var allt tekið í gegn 1991 og hefur verið í góðri umsjón alla tíð. Frábært útsýni. Falleg lóð. Stækkunarmöguleiki um 150 fm. Sjá myndir á www. gardatorg.is Áhugasamir hafi samband við Þórhall hjá Garðatorgi í síma 896-8232. www.heimili.is Finnbogi Hilmarsson, Einar Guðmundsson og Bogi Pétursson löggiltir fasteignasalar Opið hús í dag milli kl. 15.00 og 16.00 HRAUNBÆR 92 Opið mán.- fös. frá kl. 9-17 Sími 530 6500 Góð 4ra herbergja íbúð á annarri hæð í góðu fjölbýli. Parketlagt eldhús með snyrtilegri innréttingu með flísum á milli skápa. Tvö barnaherbergi með parketi á gólfum. Parket- lagt hjónaherbergi með góðum fataskápum. Endurnýjað baðherbergi sem er flísalagt í hólf og gólf. Rúmgóð parketlögð stofa með útgengi út á svalir í vestur. Húsið er klætt að utan með steni og er í góðu viðhaldi Stutt er í skóla, leikskóla, verslanir og aðra þjónustu. Þóra og Björn taka vel á móti gestum. Verið Velkomin! SÍMI 5 900 800 Ólafur B. Blöndal, löggiltur fasteignasali. OPIÐ HÚS Í DAG ÞORLÁKSGEISLI 92 - ENDARAÐHÚS KL. 15 –16 Vel skipulagt endaraðhús á 2 hæðum með innbyggðum bílskúr alls 176,5 fm. Á efri hæð er forstofa, baðherb., stofa/borðstofa, eldhús og bílskúr. Neðri hæð: Gangur, baðherb., 10 fm þvotta- herb. sem er ekki í fm-tölu, 4 svefnherb. eitt m/fataherbergi. Útgengi í garð úr svefnherb. Verð: 48.900.000.- Sveinn Eyland S. 6-900-820 frá Fasteign.is verður á staðnum. SÍMI 5 900 800 Ólafur B. Blöndal, löggiltur fasteignasali. VERSLUNARHÚSNÆÐI & GJAFAVÖRUVERSLUNIN „AF HJARTANS LIST“ ER TIL SÖLU Verslun með þekktar gjafavörur og góð um- boð t.d frá Ítalíu, Tyrk- landi, USA og víðar. Um er að ræða mikla og skemmtilega breidd vöru- vals og eru bæði ódýrar og skemmtilegar vöruteg- undir frá ilmkertum upp í mjög vandaðar ljósakrón- ur og myndir frá Ítalíu. Ágætis vörulager. Verslunarhúsnæðið er alls 240 fm og skiptist í: Verslunarrými, lager, skrifstofu, kaffiaðstöðu og salerni. Góð bílastæði. Húsnæði sem býður upp á möguleika og góður rekstrargrundvöllur á verslun. Verð 45.000.000.- Upplýsingar veitir Sveinn Eyland gsm 6-900-820 hjá Fasteign.is.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.