Morgunblaðið - 06.05.2007, Síða 70
70 SUNNUDAGUR 6. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
SJÁLFSTÆÐISMENN í
Reykjavík máluðu fálkann í merki
flokksins grænan. Með því og rán-
dýrum auglýsingum reyna þeir að
telja fólki trú um að þeir séu um-
hverfissinnar. Þetta
minnir á ráðamenn
Sovétríkjanna sál-
ugu sem lögðu mik-
ið á sig til að villa á
sér heimildir. Á síð-
asta landsfundi
Sjálfstæðisflokksins
var mynd af mjög svo grænni ís-
lenskri náttúru. Hún var ekki örum
skorin en flokkurinn ber þó ábyrgð
á mestu náttúruspjöllum sem unnin
hafa verið hérlendis. Já, óskamm-
feilnin er alger.
Sjálfstæðismenn í Reykjavík
þykjast vera grænir og bjóða íbú-
um borgarinnar að vera grænir af
fúsum og frjálsum vilja eins og for-
maður umhverfisráðs orðar það.
Þeir hvetja borgarbúa til að nota
reiðhjól sem samgöngutæki. Ég hef
hjólað og gengið í vinnuna í 20 ár.
Á veturna er mjög erfitt að hjóla í
vinnuna því menn sinna því ekki að
ryðja snjó af gangstígum. Ég er
nýfluttur í Norðlingaholt og hef
beðið einn af oddvitum sjálfstæð-
ismanna í Reykjavík að koma þess-
um snjóruðningsmálum í lag en án
árangurs. Ég hef því neyðst til þess
að fara á bíl í vinnuna alltof oft í
vetur. Vorsólin bræddi svo snjóinn
af stígnum sem liggur héðan úr
Norðlingaholtinu og áleiðis niður
Elliðaárdal. Það er auðvitað um-
hverfisvænt að láta sólina sjá um
hálkueyðingu. Ég hef þó ekki séð
auglýsingu frá borginni um að
stefnan sé að láta sólina sjá um
þetta.
Þessi sami malbikaði stígur var
grafinn í sundur fyrir meira en
hálfu ári vegna framkvæmda. Mold
var svo mokað ofan í sárið og þann-
ig er þetta búið að vera í hálft ár.
Nú segja sjálfstæðismenn í stórum
auglýsingum að þeir ætli að hugsa
jafnvel um hjólreiðastíga og götur
borgarinnar. Trúi því hver sem vill.
Og þeir ætla að breikka og hita upp
hjólastíginn meðfram Ægisíðunni
þar sem aldrei kemur vetur. Þetta
er tóm sýndarmennska. Það er
orkusóun að hita upp hjólastíga,
nóg að ryðja og sandbera. Því þarf
að sinna, ekki bara niðri í bæ.
Þegar ég hef hjólað í vinnuna í
vetur hefði ég stundum þurft að
nota rykgrímu vegna ryksins sem
nagladekk bíla framleiða. Samt er
ég á ferð í úthverfi. Sjálfstæð-
isflokkurinn ætlar ekki að stemma
stigu við þessari tilgangslausu
notkun nagladekkja í Reykjavík.
Þar á allt að vera af fúsum og
frjálsum vilja. Þeir sem sitja í bíl-
unum sínum og valda menguninni
verða ekki fyrir henni. Það gera
þeir sem eru gangandi, hjólandi eða
að bíða eftir strætó. Rykmengunin í
Reykjavík er alvarleg heilsufarsvá
og sjálfstæðismenn gera ekkert
bitastætt í málinu.
Þeir ætla að umbuna þeim sem
nota sparneytna bíla.Það er gott en
á sama tíma hafa samflokksmenn
þeirra í ríkisstjórninni ákveðið að
hafa lægri innflutningsgjöld á
eyðslufrekum amerískum pallbílum
en á smábílum. Nú á að gefa frítt í
strætó. Hvaða strætó? Eitt af
fyrstu verkum Græna fálkans í
borginni var að fella niður leið 5
sem þjónaði Árbæjarhverfi. Þá var
því borið við að reksturinn væri of
dýr. Nú má gefa frítt í strætó. Auð-
velt að hafa frítt í strætó sem búið
er að leggja niður.
Börnin mín hafa alla tíð notað
strætó til að fara í skóla niðri í bæ.
Eftir að við fluttum hingað í Norð-
lingaholtið er þetta orðið snúið.
Héðan fer enginn vagn eftir Miklu-
brautinni niður í miðbæ. Sonur
minn, sem er í MH, þarf því að
skipta um vagn á leiðinni en skipt-
ingarnar bregðast stundum. Marg-
ar óskir um bætta þjónustu skila
engu og því miður virðist þurfa bíl
undir piltinn. Það er undarleg staða
hjá manni sem hefur sýnt þá
ábyrgð í umhverfismálum í 20 ár að
hjóla eða ganga í vinnu.
Sjálfstæðismenn í Reykjavík
hvetja fólk til vorhreinsunar á lóð-
um sínum. Ég hef þurft að hreinsa
lóðina mína í allan vetur. Þetta er
hundaskítur sem kemur frá lausa-
gönguhundum og byggingaúrgang-
ur sem fýkur um allt hverfið frá
verktökum sem hér eru að byggja
og ganga sóðalega um. Allt af fús-
um og frjálsum vilja eins og sjálf-
stæðismenn vilja hafa það. Við
Búðatorg er trjálundur sem ætti að
vera einn fallegasti staðurinn í
Norðlingaholti en er eins og sorp-
haugur af því að Græni fálkinn í
Reykjavík sér enga ástæðu til að
hreinsa til þarna.
Heiðmerkurvegur frá Suður-
landsvegi að Elliðavatni er mal-
arvegur. Hann er á kafla ætlaður
akandi, hjólandi, gangandi og ríð-
andi. Rykið er allt að kæfa þarna
en ekkert fæst gert til lagfæringa.
Því er haldið fram að ekki megi
setja bundið slitlag á veginn vegna
vatnsverndar. Það er rangt. Í
nefndaráliti frá 2002 um vatnsvernd
á þessu svæði er talið óhætt að
malbika eða steypa veginn en lagst
gegn olíumöl. Aðskilja þarf umferð
bíla og hesta frá gangandi og hjól-
andi og fyrirbyggja þessa ryk-
mengun þótt ekki væri með öðru en
að bleyta veginn öðru hverju.
Liðsmenn Græna fálkans í
Reykjavík ættu að hugsa sitt ráð í
umhverfismálum. Það er ekki nóg
að mála fálkann grænan og eyða
stórfé í auglýsingar til að blekkja
borgarbúa. Verkin þurfa að tala.
Ég vona að hinn ungi borgarfulltrúi
sjálfstæðismanna, sem ég hafði
samband við varðandi sum þessara
mála, sé ekki svo djúpt sokkinn í
valdastólana að hann fái sig hvergi
hrært.
Græni fálkinn í Reykjavík
Eftir Björn Guðmundsson
Höfundur er efnafræðingur og
framhaldsskólakennari og íbúi
í Norðlingaholti.
OPIÐ HÚS Í DAG MILLI KL. 14 OG 15
FJÖLNISVEGUR 18
Berg fasteignasala, Háaleitisbraut 58
Sími 588 5530 • Netfang: berg@berg.is
Pétur Pétursson lögg. fasteignasali
Um er að ræða 135 fm íbúð á tveimur hæðum auk 22,5 fm bílskúrs við
eina virðulegustu og fallegustu götu Reykjavíkur. Íbúðin skiptist í fjögur
svefnherbergi, stofu, baðherbergi og gott eldhús. Eigninni
fylgir vel gróinn sérgarður.
Sigríður og Halla taka á móti gestum.
Dvergahraun 18 - Miðengi - Grímsnesi
Sölusýning í dag kl. 15:00 - 16:00
28.900.000
Fallegt og vandað 102 fm 4. herb. heilsárshús á steyptum grunni með gólf-
hita. 6.700 fm kjarri vaxin eignarlóð til móts við Kerið. 140 fm verönd í kring-
um húsið. Húsið er tilbúið til afhendingar strax. Möguleiki að taka íbúð uppí!
Akstursleið:
Fyrsta beygja til vinstri eftir að komið er framhjá Kerinu í Grímsnesi merkt
Miðengi – Ekið þaðan eftir merkjum Draumahúsa.
Upplýsingar gefur Ólafur í síma 824 6703
*NÝTT Á SKRÁ* Vorum að fá mjög glæsilegt
201,6 fm raðhús á tveimur hæðum við Eiðismýri á
Seltjarnarnesi. Þetta er fallegt raðhús byggt árið
1992, staðsett innst í botnlanga á góðum stað.
Stofa, eldhús, svefnherbergi og
baðherbergi á efri hæð, 3 svefn-
herbergi, baðherbergi og þvot-
tahús á neðri hæð. Þetta er eign
sem vert er að skoða.
Eiðismýri - Seltjarnarnesi
OPIÐ HÚS Í DAG MILLI KL. 17-18
Einar Páll Kjærnested
löggiltur fasteignasali.
Sími 586 8080 • Fax 586 8081
www.fastmos.is
SÍMI 5 900 800
Ólafur B. Blöndal, löggiltur fasteignasali.
OPIÐ HÚS Í DAG
EINBÝLI VIÐ ELLIÐAVATN
GRUNDARHVARF 15
EINSTÖK EIGN Nýlegt einlyft
einbýlishús 106 fm ásamt
38,3 fm bílskúr (hefur verið
breytt í hesthús f/6 hesta með
sérgerði).Húsið er með kjallara
og stendur á 1,930 fm mjög
fallegri lóð sem gefur óendan-
lega mikla og skemmtilega
möguleika á bæði stækkun
íbúðarhúss, byggingu sér hesthúss og fl. því lóðin er þannig í
laginu með mjög góðu aðgengi og fallegu útsýni.
ÓSKAÐ ER EFTIR TILBOÐI Í EIGNINA
ÓLAFUR B BLÖNDAL HJÁ FASTEIGN.IS SÝNIR EIGNINA
Í DAG Á MILLI KL. 14 OG 15
OPIÐ HÚS SOGAVEGI 112
Þverholti 14 | 101 Reykjavík | Sími 595 9000 | Fax 595 9001 | www.holl.is | holl@holl.is
Í dag sunnudag frá kl 15 - 17 sýnum við fjórar lúxus
þriggja herbergja íbúðir við Sogaveginn. Einstakt tækifæri. Glæsilegar 93,3
fm og 98,1 fm íbúðir. Glæsilega innréttingar. Tilbúnar til afhendingar strax.
Tvö bílastæði fylgja hverri íbúð.
tákn um traust
Ítarlegri upplýsingar liggja fyrir
á skrifstofu Hóls, Þverholt 14.
Upplýsingar gefur Stefán Bjarni í síma 694 4388
smáauglýsingar
mbl.is
Fréttir
í tölvupósti
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn