Morgunblaðið - 06.05.2007, Qupperneq 71
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. MAÍ 2007 71
UMRÆÐAN
ÞAÐ hefur runnið upp fyrir mér
að við erum slagorðaþjóð. Skoð-
anir okkar, hugmyndir og tal
stjórnast af slagorðum héðan og
þaðan. Stjórnmálaflokkarnir kepp-
ast nú við að birta slagorð sem
eiga að lýsa innræti
og stefnu flokks-
manna. Best er ef
setningar eru stutt-
ar, hnitmiðaðar og
festast í minni. Við
erum líka hrifin af
stuðlum og orða-
leikjum.
Hins vegar eru flest þessara
slagorða dægurflugur kosninga-
baráttu og gleymast fljótlega eftir
að úrslit liggja fyrir. Innihaldið
auk þess frekar keimlíkt hjá öllum
flokkum. Allir vilja aukið jafnrétti
og betri kjör öllum til handa.
Framsetningin er jákvæð, skyn-
samleg og geislar af öryggi.
Stundum gengur einn flokkur ör-
lítið lengra en hinir og ég skil
ekkert hvað varð af loforði fram-
sóknarmanna um „eiturlyfjalaust
Ísland árið 2000“. Hver var svo
sem á móti því?
Það eru samt ekki þessi slagorð
sem virka. Kosningaloforð eru
heldur ekki alvöru loforð heldur
lýsa hugmyndum stjórnmála-
manna um fullkomna veröld. Sem
hún er auðvitað ekki og við skul-
um átta okkur á því að fram-
kvæmd loforðanna kostar peninga
sem ekki er til nóg af. Þá er það
útrætt. Alvöru slagorðin eru
dramatísk og bera með sér ótta.
Ég trúi auðvitað ekki að sjálfstæð-
ismenn ætli að bæta kjör aldraðra
eða beita sér fyrir minni mengun.
Þeir hafa á síðustu 16 árum
margsannað hið gagnstæða. Al-
vöru slagorð þeirra segja að allt
muni hrynja ef skipt verði um
stjórn. Hér verði efnahagslegt
hrun og gríðarlegt atvinnuleysi.
Vinstri menn vilja ekki framtíð og
Frjálslyndir hata útlendinga. Ef
ég vil ekki virkja þá vil ég ekki
velmegun og ef ég kýs ekki álver
dæmi ég landsmenn til fátæktar
og einangrunar. Ef ég vil að allir
borgi sína skatta rek ég fyr-
irtækin úr landi, þar á meðal
bankana og hverjum á ég þá að
borga yfirdráttinn? Þetta er meg-
ináróður Sjálfstæðisflokks og með
Jóni Sigurðssyni hefur þetta líka
orðið lending Framsóknarflokks-
ins. Stefna þessara flokka er svo
grunn og ótrúverðug eftir langa
setu við stjórnvölinn að formenn
þeirra og fylgjendur þora ekki
annað en að grípa til hræðsluáróð-
urs. Bush gerir það og gengur vel.
Göbbels var sennilega einn mesti
áróðursmeistari síðari tíma og
kom Hitler í forsæti þýsku þjóð-
arinnar. Hræðsluáróður virkar.
Kannski væri réttast að kanna
stefnu flokkanna og skoða hvað
þeir hafa gert síðustu árin en hver
nennir því? Kjósum Sjálfstæð-
isflokkinn og sá sem á mest dót
þegar hann deyr vinnur.
Slagorðapólitík
Eftir Eydísi Hörn Hermannsdóttur
Höfundur er kennari.
FASTEIGNA
MARKAÐURINN
ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17.
Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/
Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali.
Njálsgata 83
3ja herb. risíbúð
Opið hús í dag frá kl. 14-16
Góð 72 fm 3ja herb. risíbúð í fjórbýlishúsi í miðborginni. Íbúðin skiptist í gang,
eldhús með nýlegu parketi á gólfi, samliggjandi borð- og setustofu, eitt svefn-
herbergi og endurnýjað baðherbergi, flísalagt í gólf og veggi. Upprunalegar lakk-
aðar hurðir í íbúðnni. Góð íbúð miðsvæðis. Laus fljótlega. Hagstætt lán get-
ur fylgt. Verð 17,9 millj.
Íbúðin verður til sýnis í dag, sunnudag, frá kl. 14-16
Verið velkomin.
Eskihlíð 16
3ja herb. íbúð með aukaherb. í risi
Opið hús í dag frá kl. 13-17.
Góð 102 fm 3ja herb. íbúð á 2. hæð, íbúð 0201, auk sér herbergis í risi og tveg-
gja sér geymslna í kjallara, samtals 119,9 fm. Íbúðin skiptist í forstofu/holk,
rúmgóða stofu, eldhús með ljósum viðarinnréttingum, 2 góð herbergi og flísalagt
baðherbergi. Svalir til suðvesturs. Góð íbúð í þessum eftirsótta stað.
Verð 25,0 millj.
Íbúðin verður til sýnis í dag, sunnudag, frá kl. 13-17.
Íbúð merkt 0201
Verið velkomin.
Rjúpnasalir 8 - Kópavogi
3ja - 4ra herb. íbúð á jarðhæð
Opið hús í dag frá kl. 13-15
Falleg og vel skipulögð 92 fm íbúð á jarðhæð, íbúð merkt 0101, í nýlegu þrigg-
ja hæða fjölbýli. Íbúðin skiptist í forstofu, hol/gang, stofu með útg. á
suðurverönd með skjólveggjum, opið eldhús, geymsla/vinnuherb., 2 herbergi
með skápum, þvottaherb. og baðherb. sem er flísalagt í gólf og veggi. Vandaðar
innréttingar frá HTH. Niðurlímt eikarparket og náttúrusteinn á gólfum.
Íbúðin verður til sýnis í dag, sunnudag, frá kl. 13-15.
Íbúð merkt 0101.
Verið velkomin.
Köllunarklettsvegur
Nýtt og vandað stálgrindarhús
FASTEIGNA-
MARKAÐURINN
ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17.
Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/.
Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali.
Guðmundur Th. Jónsson, lögg. fasteignasali
Nánari upplýsingar
veittar á skrifstofu.
Nýtt og vandað stálgrindarhús
samtals 2.417 fm að stærð.
Húseignin skiptist þannig:
1.792,6 fm lagerhúsnæði með
fimm innkeyrsludyrum og allt
að 11 metra lofthæð og 624,3
fm skrifstofuhúsnæði á tveimur
til þremur hæðum. Mikil
áhersla hefur verið lögð á
smekkvísi í allri hönnun og frá-
gangi. Fullfrágengin lóð með
sérlega smekklegri útilýsingu.
Hiti er í gámaplani og stórum
hluta lóðar.
Vel staðsett eign í hjarta vöruinnflutnings, útflutnings
og dreifingar þar sem útsýni gerist vart betra.
Um er að ræða fallega 2ja herbergja
63 fm íbúð á 3. hæð í lyftuhúsi
ásamt stæði í bílageymslu. Fallegar
innréttingar. Þetta er íbúð á eftirsótt-
um stað og er með suðursvölum. Í
húsinu er húsvörður. Verð 20,8 millj.
Jóhanna Margrét tekur vel á móti
ykkur. Bjalla 32.
KLAPPARSTÍGUR 3 - RVK
OPIÐ HÚSI Í DAG SUNNUDAG
6. MAÍ Á MILLI KL. 14 OG 16
www.valholl.is
www.nybyggingar.is
Opið virka daga frá kl. 9.00-17.30.
Ingólfur G. Gissurarson, lögg. fast.
Til sölu
• Um er að ræða 375,8 fm iðnaðarhúsnæði staðsett á mjög góðum stað
á Höfðanum.
• Húsnæðið er ekki fullbúið og er aðeins einangrað og með steyptri
plötu að hluta. Mjög gott útipláss er við húsið. Stærð lóðar er 3318 fm.
Byggingaréttur á lóðinni er samtals 2300 fm.
• Um að ræða áberandi og sýnilega hornlóð.
Óskað er eftir tilboði í eignina.
Sími 588 4477
Allar nánari upplýsingar veitir Magnús Gunnarsson
í símum 822 8242 og 588 4477
OPIÐ HÚS Í DAG
SUNNUDAG KL. 14:00 – 14:30
GRANDAVEGUR 5 - REYKJAVÍK
Falleg og björt 3ja - 4ra her-
bergja íbúð á jarðhæð u.þ.b.
108 fm ásamt 25 fm bílskúr.
Lítið og vandað fjölbýli byggt
af Óskari og Braga byggingar-
félagi. Parket og vandaðar inn-
réttingar. Góð verönd til suð-
urs. Allt sér, m.a. geymsla og
þvottahús. Góður bílskúr með
geymslulofti og sjálfvirkum
opnara. Verð: 31.900.000,-
Júlíus Jóhannsson, sölufulltrúi, tekur á móti fólki
GSM: 823 2600 • julius@storborg.is
Sími 534 8300 • Kirkjustétt 4 • 113 Reykjavík • www.storborg.is • storborg@storborg.is
smáauglýsingar
mbl.is