Morgunblaðið - 06.05.2007, Qupperneq 73

Morgunblaðið - 06.05.2007, Qupperneq 73
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. MAÍ 2007 73 KIRKJUBREKKA 22 glæsileg raðhús og parhús á einni til tveim hæðum á Álftanesi Hraunhamar – Bæjarhrauni 10 – Hafnarfirði – Sími 520 7500 – www.hraunhamar.is Sumarbústaður við Skorradalsvatn Glæsilegur 60 fm sumarbústaður við Dagverðarnes á frábærum út- sýnisstað niður við Skorradals- vatn. Bústaðurinn skiptist í for- stofu, 3 herbergi, stofu, eldhús og baðherbergi. Stór verönd umlykur húsið á alla vegu með göngustíg- um og lýsingu. Lóðin skógi vaxin og vísar mót suðri. Góð aðstaða fyrir sportbát og bryggja fylgir. Verð 24,9 millj. Sumarbústaður við Vatnsendahlíð, Skorradal, rétt við golfvöll. 52 fm sumarbústaður við Vatns- endahlíð í Skorradal með frábæru útsýni yfir vatn og fjöll. Bústaður- inn er byggður árið 1989, vel skipulagður með 3 herbergi, rúm- góðir stofu með arinofni, eldhús tengt stofu og baðherbergi með sturtu. Frábært útsýni yfir vatn og fjöll. Nýr leigusamningur til 20 ára. Golfvöllur í um 5 mín. akst- ursfjarlægð. Verð 18,9 millj. Sumarbústaðir við Svínavatn Til sölu þrjú heilsárshús við Svína- vatn - Öldubyggð. Húsin afhend- ast fullbúin með verönd, skjól- veggjum og heitum potti. Allur frá- gangur er mjög vandaður. Eignar- lóð. Möguleg skipti á íbúð. Nán- ari uppl. á skrifstofu. FASTEIGNA- MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/. Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali. Guðmundur Th. Jónsson, lögg. fasteignasali Á DÖGUNUM undirritaði utan- ríkisráðherra fyrir Íslands hönd samninga við Dani og Norðmenn um samstarf á sviði öryggis-, varnar- og björgunarmála í Norður-Atlantshafi og við Ísland á frið- artímum. Samstarf þessara vinaþjóða er mikið fagnaðarefni enda er það frum- skylda ríkisvaldsins að tryggja öryggi borgaranna. Það vekur hins vegar óneitanlega mikla furðu að í kjölfar þess að slíkt samkomulag næst skuli formaður og frambjóðendur Vinstri grænna stíga fram og finna þessu samstarfi allt til foráttu, ekki síst þegar litið er til þess hvaða hagsmuni þessu samstarfi er ætlað að verja. Áskorun um samstarf Sjálfur hef ég í störfum mínum á þessu kjörtímabili lagt mikla áherslu á samstarf Íslands í öryggis-, varnar- og björgunarmálum við grannríki okkar. Sem formaður Íslandsdeildar Þingmannaráðstefnunnar um Norð- urskautsmál hafði ég forystu um áskorun ráðsins til ríkisstjórna aðild- arríkjanna, Bandaríkjanna, Rúss- lands, Kanada, Norðurlandaþjóð- anna og Evrópusambandsins, um að starfa saman að eftirlits- og björg- unarmálum í Norður-Atlantshafi. Brottför Bandaríkjahers Tildrög þess að ég lagði til að slíkri áskorun yrði beint að ríkisstjórnum landanna við Norður-Atlantshaf voru brottför Bandaríkjahers af Mið- nesheiði. Þó svo að herstöðva- andstæðingar hafi fagnað brottför bandaríska hersins frá Keflavík þá snerist viðvera þeirra ekki einvörð- ungu um varnarviðbúnað á Íslandi, heldur höfðu Bandaríkjamenn einnig með höndum mikinn öryggis- og björgunarviðbúnað á hinu mikla haf- svæði í kringum landið. Ég hef bent á það í ræðu og riti að þrátt fyrir að rík- isstjórn Íslands áformaði að bæta herskipi, herþyrlum og öðrum búnaði við þann sem fyrir var hjá Landhelg- isgæslunni myndu Íslendingar einir aldrei geta sinnt því hlutverki sem Bandaríkjamenn hafa sinnt á síðustu áratugum. Þannig væri ljóst að rík- isstjórn Íslands myndi ekki geta tryggt allan þann tæknibúnað sem Bandaríkjamenn höfðu yfir að ráða vegna eftirlits- og björgunarmála í Norður-Atlantshafi. Þannig væri ljóst að Íslendingar gætu ekki lagt til eldsneytisflugvélar til notkunar við þessi störf, svo dæmi sé tekið. 300 mannslífum bjargað á 35 árum Bandaríkjamenn hafa á síðustu áratugum sinnt eftirlits- og björg- unarhlutverki sínu á þessu gríð- arstóra hafsvæði með miklum sóma. Sem dæmi má nefna að þær aðgerðir sem þeir hafa átt aðild að hafa bjarg- að um 300 mannslífum á síðastliðnum 35 árum. Það þarf því enginn, í ljósi þeirrar staðreyndar, að velkjast í vafa um mikilvægi öflugs eftirlits- og björgunarstarfs á hafsvæðinu í kring- um landið enda verkefnið risavaxið. Auknar siglingar um Norður-Atlantshaf Á komandi árum og áratugum verður heldur ekki séð að umfang eft- irlits- og björgunarstarfs í Norður- Atlantshafi muni dragast saman. Þvert á móti eru líkur á því að sigl- ingaleiðin norður fyrir Rússland muni opnast, sem þýðir mjög aukna skipaumferð í norðurhöfum og um- hverfis Ísland enda mun sigl- ingaleiðin milli Asíu og Norður- Evrópu þá styttast um helming. Í kjölfar þess mun umfang eftirlits- og björgunarstarfs á svæðinu aukast gríðarlega. Hagsmunir sæfarenda og umhverfis Það er ljóst að við Íslendingar munum ekki einir hafa hagsmuni af því að eftirlits- og björgunarviðbún- aður sé á Norður-Atlantshafi, heldur allar þjóðir umhverfis okkur. Og hagsmunir þessara þjóða lúta ekki einungis að því að hafa eftirlit með mannslífum og tryggja björgun þeirra, heldur einnig að því að vera í stakk búnir til að bregðast við hugs- anlegum mengunarslysum sem kunna að eiga sér stað á hafi úti, ekki síst þegar umferð skipa mun aukast á næstu árum. Þar er fiskveiðiþjóð eins og Ísland, sem á svo mikið undir nýt- ingu auðlinda hafsins, síður en svo undantekning. Í ljósi þess sem hér hefur verið rakið, og þeirra miklu hagsmuna sem í húfi eru fyrir Ísland, hef ég lagt áherslu á samstarf sem er sambæri- legt því sem nú hefur verið kynnt við Dani og Norðmenn. Á sama hátt og ég tel að slíkt samkomulag hafi náðst, furða ég mig á því hvers vegna fána- berar Vinstri grænna eru því and- snúnir. Varnir, öryggi og björgunarmál Eftir Sigurð Kára Kristjánsson Höfundur er þingmaður Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.