Morgunblaðið - 06.05.2007, Qupperneq 77
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. MAÍ 2007 77
Vönduð og persónuleg þjónusta
Inger Steinsson,
útfararstjóri,
s. 691 0919
Sími 551 7080
Bárugötu 4, 101 Reykjavík.
Ólafur Örn
útfararstjóri,
s. 896 6544
Inger Rós
útfararþj.,
s. 691 0919
Útfararþjónustan ehf.
Stofnað 1990
Símar: 567 9110 & 893 8638
www.utfarir.is • runar@utfarir.is
Alhliða útfararþjónusta
Rúnar
Geirmundsson
Sigurður
Rúnarsson
Elís
Rúnarsson
Þorbergur
Þórðarson
✝
Sonur okkar og bróðir,
PÉTUR BIERING JÓNSSON,
Vættaborgum 82,
Reykjavík,
lést fimmtudaginn 3. maí.
Þóra Biering, Jón Snorrason,
Sveinn Biering Jónsson,
Henrik Biering Jónsson.
✝
Ástkær faðir minn, tengdafaðir og afi okkar,
BJÖRN ÞÓRÐUR RUNÓLFSSON,
frá Hofsstöðum,
Skagafirði,
lést á Heilbrigðisstofnuninni Sauðárkróki miðviku-
daginn 2. maí.
Jarðsungið verður frá Hofsstaðakirkju laugardag-
inn 12. maí kl. 14.00.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á
Hofsstaðakirkju.
Guðbjörg Björnsdóttir, Jón V. Gíslason,
Berglind Eygló Jónsdóttir og Björn Þórður Jónsson.
✝
Bróðir minn,
HAUKUR ÞORVALDSSON,
Freyjugötu 47,
Reykjavík,
andaðist á heimili sínu sunnudaginn 22. apríl.
Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Hafsteinn Þorvaldsson.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
UNNUR S. MALMQUIST,
lést á Landspítalanum við Hringbraut föstudaginn
4. maí.
Ulla Knudsen,
Hilmar Knudsen, Ólöf Kjaran,
Sigurður Bergsteinsson, Bryndís Kondrup,
Bóas Bergsteinsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝ Kolbrún Jó-hannsdóttir
fæddist á Garðsá í
Öngulsstaðahreppi
3. ágúst 1933. Hún
lést á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu á
Akureyri 16. apríl
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Katrín Jóhanns-
dóttir húsmóðir, f. á
Garðsá í Önguls-
staðahreppi, 3. júlí
1898 og Jóhann Frí-
mannsson bóndi, f. í
Gullbrekku í Saurbæjarhreppi,
31. október 1894. Kolbrún var
fjórða í röð sex systkina, hin eru:
1) Hörður, f. 13. apríl 1929, kona
hans er Sigríður M. Hreiðars-
dóttir, f. 2. október 1944. Dætur
þeirra eru stúlka, f. 1965, d. 1965,
Ragnheiður María, f. 1968, Katr-
ín, f. 1972 og Kolbrún, f. 1972. 2)
Þóra, f. 24. júlí 1930. 3) Hrafnhild-
ur, f. 18. desember 1931, maður
hennar er Tryggvi Benediktsson,
f. 29. mars 1921, d. 3. apríl 1993.
Börn þeirra eru Helga, f. 1955,
Ólöf, f. 1956, Katrín, f. 1959, Ing-
unn, f. 1960, Jóhann, f. 1963, Arn-
heiður, f. 1967 og Hulda, f. 1973,
d. 1974. 4) Guðný, f.
15. janúar 1937.
Börn hennar og
Stefáns Sveinsson-
ar, f. 19. mars 1935
eru María, f. 1966,
d. 1995, Stefán
Gunnlaugur, f. 1970
og Sveinn Seldal, f.
1975, 5) Anna Mar-
grét, f. 29. mars
1939, maður hennar
er Sveinbjörn Gunn-
laugsson, f. 26. des-
ember 1930. Synir
þeirra eru Gunn-
laugur, f. 1964 og Ingvar, f. 1969.
Kolbrún gekk í Gagnfræða-
skóla Akureyrar 1947 og lauk
gagnfræðaprófi frá Mennta-
skólanum á Akureyri 1950. Hún
vann ýmsa kaupavinnu og verk-
smiðjuvinnu 1950–1955. Lengsta
hluta starfsævi sinnar, frá 1956–
1998 var hún talsímavörður hjá
Landssíma Íslands, að undan-
skildum árunum 1961-1962, þeg-
ar hún vann í Noregi við garð-
yrkju, á saumaverkstæði í Dan-
mörku, og í New York sem
au-pair.
Útför Kolbrúnar var gerð í
kyrrþey 27. apríl.
Elsku besta Kolla frænka okkar er
látin 73 ára að aldri. Fékk hvíldina
eftir að hafa barist hetjulega við einn
versta óvin okkar allra, krabbamein.
Við erum sorgmæddar en um leið
svo óendanlega þakklátar fyrir að
hafa átt svona góða föðursystur sem
alltaf nennti að dröslast með okkur
systur út um hvippinn og hvappinn,
hvort sem var í sund, á skíði, í
Kjarnaskóg, á áramótabrennur eða í
berjamó.
Hún kunni ekkert að elda, sagði
hún, en gerði bestur pizzur í heimi
niðri í kjallaranum í Löngumýri og
við vitum að hún var meistari í hafra-
grautnum. Sagði líka að sér þættu
heimilisstörf ekkert skemmtileg en
samt var alltaf allt í röð og reglu,
hreint og strokið.
Við systur erum búnar að láta
hugann reika síðustu sólarhringa um
allt sem við gerðum með Kollu
frænku eða hjá Kollu og Þóru í Mýr-
inni. Allt í einu kemur Sven Ingvars
upp í hugann. Hver man ekki eftir
þeim sænska sjarmör? Kolla átti
plöturnar hans Sven Ingvars og ekk-
ert var skemmtilegra en að koma í
kjallarann til Kollu og setja Svenna á
fóninn og prófa hálsfestarnar hennar
sem lágu í skálinni inni í svefnher-
bergi. Þá var sko fjör. Myndaalbúm-
in hennar höfðu að geyma ótrúleg-
ustu ævintýri þar sem Kolla
ferðaðist um heimsins lönd og höf.
Þar birtist Kolla umvafin spænskum
senjorum, stórglæsileg á sprangi á
grænu bikini eða ríðandi á asna.
Þó Kolla hafi aldrei átt sín eigin
börn, átti hún mörg börn. Við, systk-
inabörn hennar og börnin okkar, höf-
um notið þeirra forréttinda að vera
,,börnin“ hennar. Kolla hefur afrek-
að að ala upp tvær kynslóðir afburða
Lúdó-spilara. Alltaf nennti Kolla að
spila Lúdó.
Eins var hún snillingur með orð og
sagði skemmtilega frá. Bestar eru
sögurnar hennar af strákapörum
pabba sem hann hefur þagað yfir
þunnu hljóði. Krossgátur og mynda-
gátur fyrir ofurhuga leysti hún eins
og ekkert væri. Langskemmtilegast-
ar þótti henni bullgáturnar í Mogg-
anum. Alltaf laumaði hún orði og orði
að stelpunum sínum þegar þær voru
strand, þar sem þær náðu ekki að
vera hálfdrættingar á við hana í þeim
efnum.
Hún var flott kona, alltaf vel til
höfð, fylgdist vel með tækni og tísku
og ungleg fram að síðustu stundu.
Góð er sagan þegar Kolla fór og fékk
sér fyrsta debetkortið, rúmlega sex-
tug. Þar sem hún átti nú góða passa-
mynd heima þótti henni óþarfi að
splæsa í nýja myndatöku og ákvað að
láta þá gömlu duga. Þegar gjaldker-
inn tók við myndinni spurði hann
,,Áttu ekki einhverja nýrri?“ Undr-
andi leit Kolla á hann og sagði á móti:
,,Er þetta ekki bara nokkuð líkt
mér?“ Og þrjátíu ára gamla passa-
myndin fór í debetkortið og hefur
prýtt öll hennar kort síðan.
Kolla var ,,ofur“-kona, ofur GÓÐ
kona. Hún var glaðlynd, fjörug og
hafði notalega nærveru en var um
leið lítillát og hógvær. Við munum
ekki eftir að hún hafi hallmælt
nokkrum manni, það hefur hún lík-
lega frá henni ömmu okkar Katrínu
sem var með stærra hjarta en geng-
ur og gerist. Kolla erfði það svo
sannarlega. Kolla var nefnilega
„hjálparinn“ í fjölskyldunni. Ef ein-
hver átti erfitt eða þurfti á aðstoð að
halda, var hún alltaf reiðubúin, kom
óumbeðin og gekk í það sem gera
þurfti. Hafa fjölskyldan og vinir not-
ið góðs af örlæti hennar og góð-
mennsku sem aldrei verður fullþakk-
að. Hjörtu okkar eru full af gleði og
þakklæti yfir að hafa verið elskaðar
af svo fallegri og góðri konu.
Elsku besta frænka. Hvíl í friði.
Líttu nú eftir stelpunum þínum og
passaðu uppá okkur. Minning þín
mun lifa í hjörtum okkar um ókomna
tíð.
Takk fyrir allt elsku Kolla.
Ragnheiður, Katrín og
Kolbrún Harðardætur.
Kolbrún JóhannsdóttirDidda og aðstandenda áður en yfirlauk.
Didda verður sárt saknað af ung-
um sem öldnum. Hann var drengur
góður, gífurlega samviskusamur,
fórnfús og heiðarlegur. Þá fannst
bróður mínum einatt sælla að gefa
en þiggja. Eftirminnilegustu gjaf-
irnar frá honum voru kannski ekki
þær sem keyptar voru í verslunum
og pakkað í skrautumbúðir heldur
þær sem hann gaf í daglegri um-
gengni við fólk; hlý orð, traust hand-
tak, klapp á kollinn, athygli, kímni
og hugulsemi. Það voru stórkostleg-
ar gjafir.
Engan mann hef ég þekkt sem
var jafn fljótur að ná til ungra
barna. Hann kunni að spyrja þau
réttra spurninga, um nafn, aldur og
áhugamál. Það sem skipti þó mestu
máli var að hann mundi svörin þeg-
ar fundum hans og barna bar saman
aftur. Ekki skrýtið að börn hændust
að honum í þeim mæli sem raun bar
vitni. Það þurfti ekki nema stutt
kynni til að börn myndu eftir Didda,
jafnvel þau alyngstu. Dætur mínar
og barnabörn eru mér ljóslifandi
dæmi þessum eiginleika bróður
míns til staðfestingar.
Það þarf því ekki að koma á óvart
að íþróttafélög leituðu eftir starfs-
kröftum Didda. Hann var um skeið
knattspyrnuleiðbeinandi hjá Leikni
og gegndi einnig margvíslegum
störfum fyrir frjálsíþróttadeild ÍR.
Þessum og öðrum verkum sem
Diddi tók að sér innan íþróttahreyf-
ingarinnar sinnti hann af alkunnri
alúð þótt Valur væri honum samt
alltaf kærast allra íþróttafélaga..
Það voru forréttindi fyrir mig, tíu
árum yngri bróður, að njóta sem
barn og unglingur alls sem Diddi
hafði að gefa af gæsku sinni. Margs
er að minnast. Sjálfur rifjaði hann
gjarnan upp ökuferðirnar þar sem
hann var ökumaðurinn, ekki endi-
lega orðinn hár í loftinu, en náði þó
vel niður á pedalana með mig raul-
andi barnalög í aftursætinu. Ekki
liðu mörg ár þar til Sjöfn var orðin
farþegi í framsætinu, Didda til
ánægju og mér til aðstoðar við söng-
inn.
Enginn sem til þekkir efast um að
Diddi steig sitt stærsta gæfuspor í
lífinu þegar hann gekk að eiga
Sjöfn, konuna sem varð sem óað-
skiljanlegur hluti af honum sjálfum í
hálfa öld. Einlægara og traustara
samband hjóna er vart hægt að
hugsa sér.
Missir Sjafnar er því mikill. Þá
syrgja börn þeirra kærleiksríkan
föður og barnabörnin hjartkæran og
dáðan afa. Megi góður Guð veita
þeim öllum styrk í sorginni.
Sjálfur kveð ég bróður minn með
sárum söknuði en umfram allt með
þakklæti fyrir það sem hann var
mér og mínu fólki.
Guðlaugur Björgvinsson.
Okkar elskulegi Diddi frændi,
bróðir pabba, er dáinn. Hann var
einstaklega hlýr og áhugasamur um
okkur systurnar og fjölskyldur okk-
ar. Hvort sem það var um vinnuna,
íþróttir eða önnur áhugamál var
hann alltaf inni í öllu sem við tókum
okkur fyrir hendur. Hann var sér-
lega barngóður og fengum við Ásta
og Hildigunnur að njóta góðs af því
þegar Sjöfn og Diddi pössuðu okkur
á daginn í heilt ár. Við yngri syst-
urnar, Þórunn og Erna, sóttumst
eftir nærveru hans, því hjá Didda og
Sjöfn var alltaf tekið vel á móti okk-
ur og þar leið okkur vel. Diddi var
einstakur áhugamaður um íþróttir
enda mikill íþróttagarpur sjálfur á
yngri árum. Áhugi hans smitaði
okkur systurnar sem fórum að æfa
bæði frjálsar íþróttir og fótbolta.
Diddi dó aðfaranótt sunnudagsins
22.4. úr fylgikvillum lungnakrabba-
meins. Við vorum þakklátar fyrir að
hafa fengið að kveðja hann áður en
hann yfirgaf þetta líf. Okkur syst-
urnar langar að þakka Didda fyrir
frábærar stundir og erum þakklátar
fyrir að hafa átt svona yndislegan
frænda.
Elsku Sjöfn og fjölskylda, við
biðjum góðan Guð að styrkja ykkur
á þessum erfiðu tímum.
Ásta, Hildigunnur,
Þórunn og Erna
(Addý, Mímí, Lillý og Anný).
Morgunblaðið birtir minningar-
greinar alla útgáfudagana.
Skil | Greinarnar skal senda í
gegnum vefsíðu Morgunblaðsins:
mbl.is – smella á reitinn Senda
efni til Morgunblaðsins – þá birtist
valkosturinn Minningargreinar
ásamt frekari upplýsingum.
Skilafrestur | Ef birta á minning-
argrein á útfarardegi verður hún
að berast fyrir hádegi tveimur
virkum dögum fyrr (á föstudegi ef
útför er á mánudegi eða þriðju-
degi). Ef útför hefur farið fram
eða grein berst ekki innan hins til-
tekna skilafrests er ekki unnt að
lofa ákveðnum birtingardegi. Þar
sem pláss er takmarkað getur
birting dregist, enda þótt grein
berist áður en skilafrestur rennur
út.
Lengd | Minningargreinar séu
ekki lengri en 3.000 slög (stafir
með bilum - mælt í Tools/Word
Count). Ekki er unnt að senda
lengri grein. Hægt er að senda ör-
stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU,
5-15 línur, og votta þeim sem
kvaddur er virðingu sína án þess
að það sé gert með langri grein.
Ekki er unnt að tengja viðhengi
við síðuna.
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli, sem nánustu að-
standendur senda inn. Þar koma
fram upplýsingar um hvar og hve-
nær sá, sem fjallað er um, fæddist,
hvar og hvenær hann lést, um for-
eldra hans, systkini, maka og börn
og loks hvaðan útförin fer fram og
klukkan hvað athöfnin hefst. Ætl-
ast er til að þetta komi aðeins
fram í formálanum, sem er feit-
letraður, en ekki í minningargrein-
unum.
Undirskrift | Minningargreinahöf-
undar eru beðnir að hafa skírnar-
nöfn sín en ekki stuttnefni undir
greinunum.
Myndir | Ef mynd hefur birst í til-
kynningu er hún sjálfkrafa notuð
með minningargrein nema beðið
sé um annað. Ef nota á nýja mynd
er ráðlegt að senda hana á mynda-
móttöku: pix@mbl.is og láta um-
sjónarmenn minningargreina vita.
Minningargreinar