Morgunblaðið - 06.05.2007, Blaðsíða 81

Morgunblaðið - 06.05.2007, Blaðsíða 81
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. MAÍ 2007 81 MINNINGAR Einangrunarplast-takkamottur. Framleiðum einangrunarplast, takkamottur fyrir gólfhitann, fráveitu- brunna Ø 400, 600 og 1000 mm, vatnslásabrunna, vatnsgeyma, sand- föng, olíuskiljur, fituskiljur, rotþrær, vegatálmar. og sérsmíðum. Verslið beint við framleiðandann, þar er verð hagstætt. Einnig efni til fráveitulagna í jörð. Borgarplast, Seltjarnarnesi, sími 561 2211, Borgarplast, Mosfellsbæ, sími 437 1370. Heimasíða : www.borgarplast.is Verktakar - Undirverktakar. Get- um tekið minni verk eða undirverk- takar við stærri verk. Tímavinna eða tilboð. Topp verktakar ehf. www.toppverktakar.is. Upplýsingar í síma 860 9260. Hjólbarðar Til sölu orginal álfelgur undir Opel Vectra. Upplýsingar í síma 694 2326. Iðnaðarmenn Húsbílar Stangir fyrir markísu Stangir með gormum fyrir awning (markísu) fyrir ameríska bíla. Verð 30 þús. Upplýsingar í síma 897-4213. Glæsilegur húsbíll Chevrolet 1994, sjálfskiptur, dísel turbo 6,5 ekinn 49 þús km. Rafstöð, 2x 100 v sólarrafhlöður, 220v rafkerfi. Leðurinnréttingar, halagon lýsing. Einn sá flottasti. Sjón er sögu ríkari. Upplýsingar í síma 897-0490. Captains stólar 2 nýjir leður Captains stólar með snúning. Verð aðeins 160 þús. Upplýsingar í síma 897-0490. Byggingavörur www.vidur.is Harðviður til húsbygginga. Vatns- klæðning, panill, pallaefni, parket o.fl. o.fl. Gæði á góðu verði. Sjá nánar á vidur.is. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 660 0230 og 561 1122. Þjónustuauglýsingar 5691100 ✝ Inga Ragnhild-ur Ólafsdóttir fæddist í Reykjavík 4. nóvember 1914. Hún lést á líkn- ardeild Landakots- spítala 29. mars síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Ólafur Grímsson frá Reykjavík og Ingi- gerður Jónsdóttir frá Holtsmúla í Landsveit, er bjuggu búi sínu á bænum Reykjaborg við Múlaveg. Inga átti einn eldri bróður, Stefni, og einnig fjögur eldri hálfsystkin sammæðra; þau Láru Guðmundu og Einar Guð- mundsbörn og Benjamín og Guð- mund Gunnar Jónssyni. Inga eignaðist elstu dóttur sína, Hjördísi Ingu, f. 30.3. 1934, tvítug að aldri. Faðir hennar var Einar mótað var af gömlum venjum bændasamfélags. 15 ára gömul fór Inga í vist til Halldóru Ólafsdóttur og Alexanders Jóhannessonar skipstjóra að Grettisgötu 26, og var þar um tveggja ára skeið. Inga vann alla ævi mikið og lagði hart að sér til að sjá sér og sínum far- borða. Hún var ráðskona á vertíð í Höfnum á Reykjanesi tvo vetur, og tók þangað með sér Hjördísi dótt- ur sína, sem þá var á barnsaldri. Eitt sumar fór hún á síld á Siglu- firði, og víðar vann hún stuttan tíma, en lengstan starfsaldur átti hún í Myndlistar- og handíðaskól- anum, þar sem hún annaðist ræst- ingar í þrjá áratugi, uns hún lét af störfum sjötug að aldri. Inga reisti sér hús heima í Reykjaborg upp úr 1940, og bjó þar fram til ársins 1970 er hún fluttist að Sævið- arsundi 7, þar sem hún átti heima síðan, og hélt heimili með Óla Jóni, syni sínum. Inga fékk þess notið að vera heima fram á þetta ár, en fór á sjúkrahús nú í árs- byrjun, og átti þaðan ekki aft- urkvæmt, dvaldist á líknardeild Landakotsspítala til dauðadags. Útför Ingu var gerð í kyrrþey 10. apríl. Kjartan Ólafsson. Sex árum síðar fædd- ist henni sonurinn Óli Jón Nordquist, f. 31.7. 1940. Faðir hans var Marinó Halldór Nordquist Jónsson. Litlu síðar tók Inga upp sambúð við Sigurjón Jóhann- esson bifreiðastjóra og bjuggu þau saman uns hann lést árið 1961. Dóttir þeirra er Ólöf Ingibjörg, f. 19.3. 1951. Hjördís er búsett í Reykjavík, ekkja eftir Jón Hjartarson. Óli Jón er einnig bú- settur í Reykjavík, og Ólöf á heima í Kópavogi, gift Stefáni Mogensen, f. 10.10. 1949. Barnabörn Ingu eru við lát hennar sjö og lang- ömmubörnin eru fimmtán. Inga ólst upp við venjubundin sveitastörf og lærði verklag sem Elsku amma í Sævó, eins og ég kallaði þig, nú ertu komin í faðm pabba þíns sem þig var búið að dreyma svo mikið áður en þú sofn- aðir svefninum langa. Þið voruð eitt, sagðirðu svo oft og þið áttuð svo gott skap saman. Ég man eftir því þegar ég var lítil hvað það var gott að fá að koma upp í hjá þér á morgnanna, og þar sem ég var vöknuð fór lítið fyrir því að ég sofn- aði aftur, en þú áttir krukku í glugganum fyrir ofan rúmið með tölum, steinum, nælum og öðrum smáhlutum, þessa krukku opnaði ég alltaf og skoðaði í hana aftur og aft- ur. Þær urðu nokkrar ferðirnar á róló og það var svo gaman þegar þú sóttir mig, þá fórum við svo oft í mjólkurbúðina og þú keyptir oft súkkulaðikarl handa mér, ég man hvað þetta voru notalegar stundir. Það var svo merkilegt eins og ég gat stundum verið óþekk og stríðin þá man ég ekki eftir að þú hafir skammað mig, þú varst alltaf svo góð. Alltaf var ég velkomin að gista hjá þér um helgar, þá var horft á „koboy-myndir“ eins og þú kallaðir þær og ég svaf í stofusófanum eða í svefnstólnum góða og leið vel. Einhvern tímann fékk ég hjá þér uppskriftina af mömmukökunum sem þú gerðir alltaf fyrir jólin, en aldrei voru þær eins og hjá þér og svo bættist við eitt og eitt atriði með árunum. Ég var svo heppin fyrir tveimur árum að þú sýndir mér uppskriftina á blaði mér til mikillar ánægju, en útkoman varð samt ekki eins. Kjötsúpuna lærði ég þó með árunum en það tók þó- nokkrar heimsóknir og klukku- stundir að fylgjast með því og í dag tekur hún um fjóra tíma að verða til hjá mér og það var engin upp- skrift til, þetta er kjötsúpan þín, slurkar og dass af hinu og þessu í henni. Við spáðum oft í drauma saman og veltum því fyrir okkur hvað þeir þýddu, skoðum bækur og komumst að niðurstöðu sem oft stóðst. Og þá sagðir þú stundum „þetta kom svo- lítið sniðuglega út“. Eitt sem mér hlotnaðist í æsku sem er mér mjög dýrmætt er að hafa fengið að alast upp hjá þér, elsku amma mín, því það gerði mig að stórum hluta að þeirri mann- eskju sem ég er í dag og er ég mjög þakklát fyrir þann tíma sem við átt- um saman, allar samverustundirnar við borðið í eldhúsinu í Sæviðar- sundinu. Ég er sátt í hjarta mínu þótt þú sért farin því ég veit að þér líður vel og þinn tími var kominn. Ég mun varðveita allar minning- arnar um þig og baka pönnukökur á afmælisdeginum þínum 4. nóv- ember. Mér þótti svo vænt um þig, nú ert þú komin í faðm ástvina og góður Guð varðveitir þig og ljósið vísar þér leið í kyrrð og ró. Vort líf er svo ríkt af ljóssins þrá, að lokkar oss himins sólarbrá, og húmið hlýtur að dvína, er hrynjandi geislar skína. Vor sál er svo rík af trausti og trú, að trauðla mun bregðast huggun sú, þó ævin sem elding þjóti, guðs eilífð blasir oss móti. Vort hjarta er svo ríkt af hreinni ást, að hugir í gegnum dauðann sjást. – Vér hverfum og höldum víðar, en hittumst þó aftur – síðar. (Jóhannes úr Kötlum.) Ég mun alltaf elska þig. Þín Gerða. Elsku amma, ég vil þakka þér kærlega fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Þú hafðir mikil áhrif á líf mitt með jákvæði þínu og hlýlegu viðmóti, þótt ákveð- in hafir þú verið jafnframt. Sem krakki sótti ég mikið til þín í Sæviðarsund, enda fékk ég oftar en ekki að velja mér kvöldmat, eft- irrétt og vídeóspólu. Í dag skil ég ekkert í því hvernig þú hafðir þol- inmæði fyrir mér, strákpjakk sem ofgerði gestrisni þinni. Þegar ég var eldri hélt ég áfram að heim- sækja þig, en heimsóknirnar sner- ust þá um annað en viðgjörninginn. Ég hafði gaman af því að hlusta á þig tala um hvernig lífið var hér áð- ur fyrr og ég hugsa oft til þeirra vandamála sem þú stóðst frammi fyrir þegar ég stend frammi fyrir mínum. Það hefur gert mér gott. Fyrst þú komst yfir fjallið hlýt ég að klofa yfir þúfuna. Ég veit að lífið var þér ekki eins einfalt og þú lést skína í og því ekki hægt annað en að smitast af viðhorfum þínum. Ég reikna ekki með að einfaldar, og stundum hvassar lausnir þínar á vandamálum ættu upp á pallborðið hjá nútímafræðingum. Viðhorf okk- ar mótast af þeim uppákomum sem við stöndum frammi fyrir í lífinu og því skildi ég þín viðhorf mætavel. Ég á eftir að sakna þín mikið en mun aldrei gleyma þér. Ágúst. Inga Ragnhildur Ólafsdóttir Góður félagi og vinur, Gunnar Bier- ing læknir, er nú genginn á vit feðra sinna að loknu farsælu og fjölþættu lífsstarfi. Með honum er genginn eftirminnilegur og góður drengur, sem setti sterkan svip á samfélag sitt vegna hæfileika sinna og per- sónuleika. Sumarið 1952, áður en Gunnar hóf seinasta námsár sitt í lækna- deildinni, starfaði hann sem aðstoð- arlæknir við Sjúkrahús Ísafjarðar, eins og algengt var að læknanemar gerðu á þeim árum. Þá kynntist hann fyrri eiginkonu sinni, Eddu Ólafsdóttur, sem var æskuvinkona Huldu, konu minnar. Hún var þá að ljúka hjúkrunarnámi sínu og starfaði einnig við sjúkrahúsið. Hófust þá kynni okkar, sem fljót- lega leiddu til ævilangrar vináttu. Þau Edda og Gunnar gengu í Gunnar Hannes Biering ✝ Gunnar HannesBiering fæddist í Reykjavík 30. des- ember 1926. Hann lést á Landspít- alanum við Hring- braut þriðjudaginn 27. mars síðastlið- inn og var útför hans gerð frá Dóm- kirkjunni 3. apríl. hjónaband árið eftir og héldu síðan til framhaldsnáms í Bandaríkjunum. Þar lézt Edda í bílslysi í ársbyrjun 1957. Nokkru síðar kvænt- ist Gunnar frænku minni, Herdísi Jóns- dóttur, sem var bor- inn og barnfæddur Ísfirðingur. Tvö hjónabönd með ís- firzkum konum leiddu til þess, að hann batzt Ísafirði órjúfanlegum böndum og hélt tryggð sinni við Ísafjörð og Ísfirð- inga til æviloka. Þangað kom hann yfirleitt árlega og stundum oftar, ef þess var kostur. Sjálfur var Gunnar Biering bor- inn og barnfæddur Reykvíkingur. Hann ólst upp á miklu menningar- heimili í miðbæ Reykjavíkur og var stoltur af uppruna sínum og unni æskustöðvum sínum mjög. Hann var sjór af fróðleik um sögu Reykjavíkur, eins og margir þekkja, sem nutu leiðsagnar hans um gömlu Reykjavík eftir að hann gerðist leiðsögumaður. Hafði hann stundum orð á því, að hann yrði meiri Reykvíkingur eftir því sem árin færðust yfir hann. Að loknu framhaldsnámi í Bandaríkjunum 1958 hóf Gunnar störf við barnadeild Hringsins. Síð- an tók hann að sér uppbyggingu vökudeildar Barnaspítala Hrings- ins og var yfirlæknir þeirrar deild- ar til starfsloka 1996. Hann var alla tíð opinn fyrir fjölmörgu utan læknisfræðinnar og var ákveðinn í að sinna þessum áhugamálum sín- um, þegar tækifæri gæfist til. Og hann lét þennan draum sinn ræt- ast. Að loknu farsælu læknisstarfi settist hann á skólabekk á ný og lauk námi frá Leiðsögumannaskól- anum. Hann var frábær ferða- félagi, hvort sem leiðin lá um óbyggðir Hornstranda, fjöllin í ná- grenni Ísafjarðar eða stórborgir Evrópu. Hvarvetna var hann á heimavelli. Hafði hann ávallt kynnt sér rækilega áður þær slóðir, sem ætlunin var að ferðast um og skoða. Við hjónin minnumst margra ánægjulegra ferða með honum, bæði hérlendis og erlendis. Það kom okkur því ekki á óvart, að hann gerðist leiðsögumaður, þegar læknisstarfinu lauk. Hefi ég fyrir satt, að hann hafi notið ómældra vinsælda í því starfi og kemur ekki á óvart. Gunnar gekk þess ekki dulinn seinasta árið, að lífsgöngunni væri að ljúka og var sáttur mjög við lífs- hlaupið. Hann var alla tíð mikill hamingjuhrólfur og lauk lífsstarfi sínu með þeirri reisn, sem honum var einum lagin. Við Hulda þökk- um honum ljúfa og ánægjulega samfylgd og geymum minninguna um góðan dreng og einlægan vin. Blessuð sé minning hans. Jón Páll Halldórsson. Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birt- ist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðju- degi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins til- tekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar séu ekki lengri en 3.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.