Morgunblaðið - 06.05.2007, Síða 86

Morgunblaðið - 06.05.2007, Síða 86
86 SUNNUDAGUR 6. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Kalvin & Hobbes BLÓM ERU SVO VITLAUS EN NÚ HALDA ÞAU AÐ ÞAÐ SÉ RIGNING ÞAÐ ER SVO GAMAN AÐ RUGLA ÞAU SJÁÐU, ÞAÐ ER SÓL OG HEIÐUR HIMINN! Kalvin & Hobbes TILRAUNIN FÓR ÚRSKEIÐIS OG KALVIN HEFUR BREYST Í RISASTÓRA FLUGU FLUGAN SVEIMAR UM GLORSOLTIN, Í LEIT AÐ ROTNANDI HOLDI HVAÐA DÝRLEGI FNYKUR ER ÞETTA. FLUGAN FÆRIR SIG NÆR BRÁÐINNI ÉG ER GLOR- SOLTINN EKKI VERA ÓGEÐSLEGUR KALVIN. FARÐU BARA ÚT MEÐ RUSLIÐ EINS OG ÉG BAÐ ÞIG Kalvin & Hobbes KALVIN, ÉG SKRÁÐI ÞIG Í SUNDKENNSLU! ÉG VIL EKKI FARA Í SUND- KENNSLU! ÞAÐ ER OF SEINT AÐ KVARTA SKRÁÐIR ÞÚ LÍKA HOBBES? NEI, ÞAÐ MÁ EKKI BLEYTA HANN AF HVERJU EKKI! ÞVÍ ÉG ER LENGI AÐ ÞORNA OG Á MEÐAN LYKTA ÉG FURÐULEGA Litli Svalur © DUPUIS HELDURÐU AÐ HANN SÉ ENNÞÁ REIÐUR ÚT Í ÞIG SÍÐAN ÞÁ? HANN ER AÐ MINNSTA KOSTI ALVEG HÆTTUR AÐ TAKA Í HÖNDINA Á MÉR dagbók|velvakandi Kaldar kveðjur KALDHÆÐNI var að rétt fyrir sjálfan baráttudag verkalýðsins skyldi birtast frétt um að einn af oflaunakálfum banka- og pen- ingageirans hefði tekið pokann sinn. Ekki vanhaldinn að vísu því að milljarða hafði hann í farteskinu við starfslok. Almenningi hefur ver- ið talin trú um að þessir snillingar, sem bönkunum stýra, verði seint oflaunaðir, þvílíkur sé máttur þeirra. Þess vegna er það undarlegt og í hróplegri mótsögn að vart líður það misseri að ekki sé einhverjum þessara ofurlaunamanna beinlínis ofaukið og þeir látnir hætta störf- um. Þeir sem ábyrgir eru fyrir óhófs-laununum mættu gera sér grein fyrir því að hlutirnir geta snúist upp í andhverfu sína; há laun eru ekki lengur hvetjandi þegar menn hafa náð að sölsa undir sig milljarða-fúlgur á miðri ævi. Slíkir menn þiggja gjarnan starfslok löngu fyrr en eðlilegt er til að hafa rúman tíma til að njóta fengins fjár. Fjár sem með óbilgirni þeirra sem um slíkt semja, beggja vegna borðsins, er tekið úr sjóðum bank- anna, og þar með af eign hins al- menna hluthafa. Hvert er siðgæði þeirra sem semja um hlutabréfa- kaup bankastjóra á undirverði og alls kyns slík undirmál sem mis- muna og veikja tiltrú manna á bönkunum? Spyrja má um siðferðiskennd þeirra sem ábyrgð bera á græðgis- væðingunni svokölluðu, mannanna sem valdir eru að því að hinn al- menni borgari, sem margur lifir á launum undir viðurkenndum fram- færslukostnaði, hefur misst virð- inguna fyrir kerfinu. Þarna bera stjórnvöld einnig ábyrgð því að óréttlátt skattkerfi, sem mismunar mönnum stórlega varðandi launa- og fjármagnstekjur, veldur því að nótulaus viðskipti og svört vinna blómstrar sem aldrei fyrr. Þegn- arnir hafa síður samviskubit af slíku þegar ranglega er gefið; að lítið mál sé að hirða nokkra aura utan við lög og rétt þegar aðrir þiggja fúlgur fjár án fyrirhafnar. Sagnfræðingar eiga vonandi eftir að upplýsa síðar hverjir eru ábyrgir fyrir græðgisvæðingunni og þeim skemmdarverkum sem unnin hafa verið á íslensku samfélagi er það var fært til þess ójafnaðar sem nú ríkir. Sigurður Jónsson. Þrjú þúsund krónur kaffilítrinn ÉG vil vekja máls á dýru verði. Ég fór á Nasa í gærkvöldi og keypti mér kaffibolla. Hann kostaði 300 krónur. Þegar ég ætlaði að fá ábót var hún ekki í boði. Bolli sem tekur 10 cl kostar sem sagt 300 krónur. Sem þýðir að lítri af uppáhelltu kaffi kostar 3.000 krónur. Ég hefði frekar fengið mér bjór. Eða keypt mér vodka í ríkinu. Starfsfólk Nasa var auk þess með dónaskap og þvermóðsku sem ég líð ekki. Kaffidrykkjukona. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is FRÉTTIR PAUL Feldwick, sérfræðingur í skipulagningu auglýsingaher- ferða, mun halda fyrirlestur um auglýsingagerð – hvað hafi verið rangt við hana sl. 50 ár og hvernig hún eigi að vera – á námstefnu SAU og Birtinga- hússins. Fyrirlesturinn fer fram á Nordica Hotel þann 10. maí nk. milli kl. 9 og 12. Paul Feldwick vann hjá auglýs- ingastofunni Boase Massimi Pollitt frá 1974 til 1992 og síðan hjá DDB þangað til hann stofnaði eigið ráð- gjafarfyrirtæki á síðasta ári. Paul hefur því yfir 30 ára reynslu af skipulagningu auglýsingaherferða bæði á Bretlandi og á heimsvísu og hefur unnið til fjölda verðlauna. Ráðstefnan er fyrir forstjóra/ framkvæmdastjóra, fjármálastjóra og yfirmenn markaðsmála, starfs- fólk auglýsingastofa, birtingahúsa, markaðsrannsóknafyrirtækja og fjölmiðla. Verð fyrir SAU-félaga er kr. 15.900 svo framarlega, að gengið verði frá skráningu eigi síðar en 3. maí nk. Verð fyrir aðra er kr. 19.900. Ráðstefnugögn og léttar veiting- ar eru innifalin í verðinu. Skráning þátttakenda fer fram á sau.is en fjöldi þeirra verður takmarkaður við 100 vegna þess forms, sem er á námstefnunni. Málið er ekki hvað sagt er, heldur hvernig Paul Feldwick
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.