Morgunblaðið - 06.05.2007, Page 91

Morgunblaðið - 06.05.2007, Page 91
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. MAÍ 2007 91 Norræni menningarsjó∂urinn veitir sérstakan styrk til s ’yningar um norrænt efni me∂ fyrirsögninni Norræn s ’yning ársins. Eitt e∂a fleiri söfn saman á Nor∂urlöndum geta sótt um styrkinn. S ’yningin skuli haldin á tímabilinu 2008-2010. Styrkurinn getur numi∂ allt a∂ 3 milljónum DKK og rennur umsóknarfrestur út 1. október 2007. Sjá nánari upplýsingar á vefsló∂inni: www.nordiskkulturfond.org HVER Á HUGMYND AΔ BESTU SÝNINGU Á NORΔURLÖNDUM? Hljómsveitarstjóri ::: David Björkman Einleikari ::: Hélène Grimaud Hector Berlioz ::: Rómverskt karnival, forleikur Johannes Brahms ::: Píanókonsert nr. 2 Claude Debussy ::: Síðdegi skógarpúkans Maurice Ravel ::: La Valse FÖSTUDAGINN 11. MAÍ KL. 19.30 fl group er aðalstyrktaraðili sinfóníuhljómsveitar íslands SÍMI 545 2500 ::: WWW.SINFONIA.IS F ít o n /S ÍA F I0 2 1 2 6 5 . L jó s m y n d © J H e n ry F a ir /D G Hélène Grimaud er einn af eftirsóttustu píanóleikurum samtímans og leikur með þekktum hljómsveitum um heim allan undir stjórn færustu hljómsveitarstjóra. Leik hennar hefur verið lýst sem „hvatvísum, nautnalegum og tilfinninganæmum“. KVIKSÖGUKVÖLD verður haldið í Tjarnarbíói kl. 20 í kvöld, sunnu- dagskvöld. Þar verður sýnt úr heimildarmyndum og öðrum kvik- myndaverkum sem eru í vinnslu. Sagt verður frá gerð þeirra og næstu skrefum í framleiðslu auk þess sem fjórir valinkunnir kvik- myndaleikstjórar taka þátt í pall- borðsumræðu um verkin. Í pall- borðinu munu sitja þær Anna Th. Rögnvaldsdóttir, Ásdís Thorodd- sen, Elísabet Ronaldsdóttir og Helga Brekkan. Verkin sem sýnd verða eru Norðvestur eftir Einar Þór, Við- fangið litla a eftir Önnu Björk Einarsdóttur og Steinunni Gunn- laugsdóttur og Óshlíð eftir Sig- urjón Baldur Hafsteinsson. Kvöld- ið hefst hins vegar á mynd- og tónlistarverki Hallvarðar Ásgeirs- sonar og Tamar Singer „I’m too crowded“. Nánar um myndirnar Norðvestur eftir Einar Þór er heimildarmynd sem fjallar um lífið á Vestfjörðum síðustu þrjátíu ár og breytingar sem hafa orðið í byggðarlaginu, meðal annars vegna náttúruhamfara í Súðavík og á Flateyri. Stuðst er við 8 mm kvikmyndaefni heimamanna í myndinni. Einar Þór er kvik- myndagerðarmaður en eftir hann liggja m.a. myndirnar Þriðja nafn- ið og Leitarhundar (a Dogument- ary). Óshlíð eftir Sigurjón Baldur Hafsteinsson er „hryllingsverk“, en í myndinni er gerð tilraun til þess að fanga óhug sem slegið hefur fjölmarga sem hafa ekið um Óshlíðina. Óhugurinn ræðst af yf- irvofandi lífshættu sem liggur í dvala í sundursprungnu fjallinu fyrir ofan veginn. Sigurjón Baldur Hafsteinsson er mannfræðingur og hefur gert kvikmyndir á borð við Corpus Camera sem tilnefnd var til Edduverðlauna árið 1999 í flokki heimildarmynda. Viðfangið litla a eftir Önnu Björk Einarsdóttur og Steinunni Gunnlaugsdóttur er fyrsta mynd leikstjóranna og lýsir lífi og um- hverfi samtímamyndlistarkonu. Anna Björk Einarsdóttir nemur bókmenntafræði og Steinunn Gunnlaugsdóttir er myndlist- arnemi. Miðstöð kvikmynda Kviksaga er miðstöð kvikmynda og fræða og vettvangur þar sem fræði og kvikmyndir mætast, t.d. við gerð heimildarmynda, vídeó- listar, kennsluefnis eða sjónrænna rannsókna á menningu og sam- félagi. Kviksaga stuðlar einnig að samræðum og rannsóknum á kvik- myndaforminu og er grundvöllur fyrir áhugasama til að mætast, ræða og vinna saman. Á síðast- liðnu ári hefur Kviksaga efnt til sýninga ásamt fræðilegri umfjöll- un, haldið námskeið og staðið að kvikmyndahátíð. Á heimasíðu Kviksögu má finna ritstýrðar greinar, viðtöl, tilkynningar og myndbrot á sviði fræða og kvik- mynda. Skrifstofa Kviksögu í ReykjavíkurAkademíunni er öllum opin til skrafs og ráðagerða, af- nota myndefnis og tengslanets miðstöðvarinnar. Hryllingsverk Kynningarmynd Kviksögu eftir Sigurjón Baldur. Þrjár íslenskar myndir kynntar www.kviksaga.is Fréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.