Morgunblaðið - 06.05.2007, Page 92
92 SUNNUDAGUR 6. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Sýningar í maí
16. maí kl. 20 Mr. Skallagrímsson .......laus sæti
17. maí kl. 20 KK og Einar (aukasýn.) ........örfá sæti
11. maí kl. 15 Mýrarmaðurinn (aukasýn.)..laus sæti
11. maí kl. 20 Mr. Skallagrímsson .......örfá sæti
16. maí kl. 16 Mr. Skallagrímss.(aukasýn.)örfá sæti
16. maí kl. 20 Mr. Skallagrímsson ..........uppselt
18. maí kl. 20 Mýramaðurinn
19. maí kl. 20 Mr. Skallagrímsson ..........uppselt
20. maí kl. 20 KK og Einar ....................laus sæti
25. maí kl. 20 Mr. Skallagrímsson ..........uppselt
26. maí kl. 20 KK og Einar ....................laus sæti
28. maí kl. 20 Mýramaðurinn
Upplýsingar um sýningar í júní á
www.landnamssetur.is
Staðfesta þarf pöntun með greiðslu
viku fyrir sýningu.
Óstaðfestar pantanir seldar daglega.
Leikhústilboð í mat:
Súpa, kjötréttur og kaffi kr. 3200
Súpa, fiskréttur og kaffi kr. 2600
Ath. Landnámssýning og Egilssýning
eru opnar alla daga frá kl. 11-17
og lengur þegar leiksýningar eru í húsinu.
Hljóðleiðsögn.
Sumaropnun frá 1. júní kl. 10 - 19
Viðburðir
Landnámsseturs
í apríl og maí
Draumalandið
Strandgata 50, Hafnarf. Pantanasími 555 2222 og á www.midi.is
eftir Andra Snæ Magnason
11. maí fös. 12. sýning kl. 20
6. maí sun. kl. 14
13. maí sun. kl. 14 örfá sæti
20. maí sun. kl. 14
Síðustu sýningar!
DAGUR VONAR
Fim 17/5 kl. 20
Fös 18/5 kl. 20
Fim 24/5 kl. 20
Lau 2/6 kl. 20
Fös 8/6 kl. 20
Ekki er hleypt inní salinn eftir að sýning er hafin
SÖNGLEIKURINN GRETTIR
Í kvöld kl. 20 5.sýning Blá kort
Fös 11/5 kl. 20
Sun 13/5 kl. 20
Fös 25/5 kl. 20
Lau 26/5 kl. 20
KARÍUS OG BAKTUS
Í dag kl. 13 AUKASÝNING UPPS.
Í dag kl. 14 AUKASÝNING UPPS.
Í dag kl. 15 AUKASÝNING
Sun 13/5 kl. 13, 14, 15 AUKASÝNINGAR
Sun 20/5 kl. 13, 14, 15 AUKASÝNINGAR
Gestaleikur frá Leikfélagi Akureyrar
SAN FRANCISCO BALLETTINN
Samstarfsverkefni Listahátíðar í Reykjavík
og Borgarleikhússins.
Mið 16/5 kl. 20 UPPS. Fim 17/5 kl. 20 UPPS.
Fös 18/5 kl. 20 UPPS. Lau 19/5 kl. 14 UPPS.
Lau 19/5 kl. 20 UPPS. Sun 20/5 kl. 14 UPPS.
Sun 20/5 kl. 20 UPPS.
EILÍF HAMINGJA
Mið 9/5 kl. 20 AUKASÝNING
Síðasta sýning
„ÞAÐ ELSKA ALLAR KONUR HEIMSFRÆGA MENN“
GRETTIR
VILTU FINNA MILLJÓN?
Lau 26/5 AUKASÝNING
Síðasta sýning
HIPP HOPP GESTASÝNING
Pokemon Crew: Gestasýning frá Frakklandi.
Þri 8/5 kl. 20 Mið 9/5 kl. 20
Miðaverð 2.000
LADDI 6-TUGUR
Fim 10/5 kl. 22:30 UPPS.
Þri 29/5 kl. 20 UPPS.
Mið 30/5 kl. 20 UPPS.
Lau 2/6 kl. 20 UPPS.
Lau 2/6 kl. 22:30 UPPS.
Sun 3/6 kl. 14
Mán 4/6 kl. 20 UPPS.
Mið 20/6 kl. 20
Fim 21/6 kl. 20
SÖNGLEIKURINN ÁST
Í samstarfi við Vesturport
Í kvöld kl. 20 UPPS. Fim 10/5 kl.20 UPPS.
Fös 11/5 kl. 20 UPPS. Lau 12/5 kl.14
Sun 13/5 kl. 20 Lau 19/5 kl.20 UPPS.
Sun 20/5 kl. 20 UPPS. Fös 25/5 kl. 20
Lau 26/5 kl. 20 UPPS. Fim 31/5 kl. 20 UPPS.
Fös 1/6 kl. 20 Sun 3/6 kl. 20
ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR
Einleikur Eddu Björgvins
Mið 16/5 kl. 20 Síðasta sýning
Styrktarsýning fyrir Eddu Heiðrúnu Backman
Miðasala 568 8000
www.borgarleikhús.is
grettir.blog. is
pabbinn.is
Miðasalan í Iðnó er opin 11 - 16 virka daga
og 2 tíma fyrir sýningu.
Sími miðasölu er 562 9700.
„SJÚKLEGA FYNDIГ
4/5 Örfá sæti laus, 5/5 Laus sæti, 10/5 Laus sæti,
11/5 UPPSELT, 18/5 UPPSELT,
1/6 Laus sæti, 2/6 Laus sæti, 7/6 Laus sæti.
Síðustu sýningar!
Allar sýningar hefjast kl. 20 nema annað sé tekið fram.
ÓSÓTTAR PANTANIR SELDAR DAGLEGA!!
Les Kunz - Ævintýralegur sirkus
Gestasýning frá Frakklandi í samstarfi við Listahátið
Sun. 13/05 kl. 20 örfá sæti laus
Mán. 14/05 kl. 20 nokkur sæti laus
Aðeins þessar tvær sýningar
Pabbinn – drepfyndinn einleikur Bjarna Hauks
Fim. 24/05 kl. 19 örfá sæti laus
Fös. 25/05 kl. 19 nokkur sæti laus
Lau. 26/05 kl. 19 nokkur sæti laus
www.leikfelag.is
4 600 200
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson
jbk@mbl.is
„ÞETTA er tvískipt, annars vegar
erlend illmenni og hins vegar inn-
lend,“ segir Eiríkur Örn Norðdahl
um ljóðabókina Handsprengja í
morgunsárið sem hann sendi ný-
verið frá sér ásamt Ingólfi Gísla-
syni. Í bókinni gefur að líta það
sem þeir félagar kalla ljóðgerðir,
eða róttækar þýðingar, en tekin
eru fyrir ummæli eða ræður
þekktra einstaklinga, allt frá
Saddam Hussein, Osama bin Lad-
en og Ronald Reagan yfir til
Björns Bjarnasonar, Davíðs Odds-
sonar og Valgerðar Sverrisdóttur.
„Öll orðin og setningarnar eru al-
gjörlega þeirra. Á einhverjum
stöðum er setningum eitthvað snú-
ið en að megninu til eru þetta
setningar sem birst hafa á prenti,
eða sem fólk hefur látið hafa eftir
sér,“ segir Eiríkur. „Við lítum
þannig á verkefnið að við séum að
finna hinn ljóðræna sannleik í orð-
um þessa fólks, en ég þykist þó
heldur viss um að þetta fólk vilji
ekki að þessi sannleikur sé op-
inberaður. Ég geri ekki ráð fyrir
að þessir aðilar muni í stórum
hópum skrifa undir að þessi túlk-
un hafi verið meining þeirra.“
Aðspurður segist Eiríkur ekki
hræddur um að nokkur muni
höfða mál á hendur þeim félögum
vegna bókarinnar. „Til að byrja
með held ég að það sé algjörlega
óvinnandi leikur – og verði þeim
bara að góðu! Við yrðum ábyggi-
lega ríkir menn af því,“ segir hann
hlæjandi.
Hörð ádeila á yfirvaldið
Þótt greina megi harða and-
stöðu við stjórnmálaskoðanir við-
komandi einstaklinga segir Eirík-
ur fátt svo með öllu illt að ekki
boði nokkuð gott. „Það er ekkert
allt slæmt þarna, hún Valgerður
talar til dæmis um að hún vilji
ekki senda íslensk börn í stríð.
Við erum fyllilega sammála því, og
reyndar fleiru,“ segir hann.
Sérstaka athygli vekur að inn á
milli ljóða „eftir“ þekkta stjórn-
málamenn má einnig finna ljóð
„eftir“ þá Egil Helgason og Hann-
es Hólmstein Gissurarson. „Þeir
eru náttúrlega fulltrúar þessa ut-
an-stjórnmálaheims, en samt
stjórnmálaumræðunnar. Íslensk
stjórnmálaumræða síðustu tíu til
fimmtán ára væri ekki söm hefði
þeirra ekki notið við,“ segir hann.
En hverju á þessi bók að skila?
„Byltingunni, það dugar ekkert
minna,“ svarar Eiríkur, en bætir
við að óljóst sé í hverju hún felist.
„Það veit það enginn fyrr en hún
á sér stað. En til þess þarf hún að
fara af stað. Ég er að tala um ein-
hvers konar grundvallar-
breytingu, einhvers konar breyt-
ingu á þjóðfélagsskipan,“ segir Ei-
ríkur, og neitar ekki að hann eigi
við málaflokka á borð við um-
hverfismál og stríðsrekstur. „Með
hruni kapítalismans hljóta þessi
mál að skoðast í öðru ljósi.“
Ljóð eftir innlend og
erlend illmenni
Eiríkur Örn Norðdahl og Ingólfur Gíslason senda frá sér
ljóðabókina Handsprengja í morgunsárið
Morgunblaðið/Svavar
Ljóðskáldið Eiríkur segist leita hins ljóðræna sannleiks.
Ádeila Ljóðabókin Handsprengja í
morgunsárið er fyndin en óvægin.
Fréttir
í tölvupósti
FYRIRSÆTAN Kate Moss er
sögð vilja eignast barn með
unnusta sínum, ólátabelgnum
Pete Doherty. „Allir eru voða-
lega uppteknir af því hvort við
ætlum að gifta okkur eða ekki.
Það skiptir engu máli af því að
við erum saman. Það sem
skiptir hins vegar máli er að
stofna til fjölskyldu og til þess
þurfum við barn. Pete yrði líka
mjög skemmtilegur faðir,“
sagði Moss við vinkonu sína,
að því er fram kemur í breska
dagblaðinu Daily Express.
Moss, sem er 33 ára gömul,
á fjögurra ára gamla dóttur
frá fyrra sambandi. Doherty,
sem hefur átt við eitur-
lyfjaneyslu að stríða, á þriggja
ára gamlan son. Hann er þó
sagður hafa takmarkaðan að-
gang að drengnum vegna
neyslu sinnar.
Kate Moss
vill eignast barn
Reuters
Seiðandi Kate Moss á forsíðu apríl-
heftis breska tímaritsins Vogue.