Morgunblaðið - 06.05.2007, Page 93
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. MAÍ 2007 93
Hefur þú það sem sem við leitum að?
OFANLEITI 2 • HÖFÐABAKKA 9 • KRINGLAN 1
SÍMI: 599 6200 www.hr.is
Frumkvæði Sköpunargleði Forystuhæfni
Aperio - sérsniðið nám
fyrir einstaklinga sem
skara fram úr
Tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík
býður upp á sérsniðið nám fyrir afburða
einstaklinga.
Markmiðið með Aperio-kerfinu er að gefa
einstaklingum sem skara fram úr jafnöldrum
sínum, hvað varðar framtakssemi, frumkvæði,
sköpunargáfu eða aðra hæfileika, tækifæri til
að rækta vísindalega hugsun og nýsköpun á
sviðum tengdum tækni og vísindum, með það
fyrir augum að verða leiðtogar í þjóðfélaginu.
Námið er sérsniðið að styrk, áhugasviðum og
þörfum hvers og eins og gefur því nemandanum
þann sveigjanleika sem hann þarf til að þroska
frekar einstaka hæfileika sína.
Nánari upplýsingar má finna á slóðinni
www.hr.is/aperio
F
A
B
R
IK
A
N
2
0
0
7
„ÉG VAR að koma úr þriggja vikna
fríi erlendis frá og hef ekki heyrt
neitt af Evróvisjónlögunum ennþá
fyrir utan íslenska lagið,“ segir
Selma Björnsdóttir söngkona og
tvöfaldur Evróvisjónfari okkar Ís-
lendinga um keppnina í ár.
„Mér finnst lagið „Valentine
Lost“ vera flott og kröftugt og svo er
Eiríkur mikill rokkari og reynslu-
bolti svo við eigum alveg möguleika
á að komast áfram.“ Selma segir
samt að keppnin sé svo óútreikn-
anleg að engu sé hægt að spá. „Ís-
land gæti vel unnið núna eins og aðr-
ar þjóðir, maður veit ekki hvað
gerist.
Ég held að það vinni mest með Ís-
landi að það skuli vera Eiríkur sem
syngur lagið, hann er vel þekktur á
hinum Norðurlöndunum bæði sem
tónlistarmaður og síðan úr Norrænu
Evróvisjónþáttunum á RÚV og því
spái ég því að við fáum fullt hús stiga
frá öllum norrænu þjóðunum. Ég
held að það vinni líka með Íslandi
hvað Eiríkur er ekta og niðri á jörð-
inni. Mitt álit er nefnilega það að
keppnin fari í hring og það að vera
sem eðlilegastur sé að komast í
tísku. Það er líka varla hægt að
ganga lengra í búningum og til-
búnum persónum en var í fyrra og
nú held ég að það sé búið. Auðvitað
munum við sjá slíkt aftur í ár því lög-
in bera alltaf keim af sigurlagi ársins
áður en ég held að það muni ekki
vinna með neinum. Að apa eftir fyrri
sigurlögum er ekki endilega upp-
skriftin að sigri eins og sást í fyrra
þegar Lordi vann, ekkert líkt þeim
hafði sigrað áður og það er nokkuð
víst að ljót skrímsli eiga ekki eftir að
vinna keppnina aftur.“
Þar sem Selma hefur ekki heyrt
lögin getur hún ekki spáð um sig-
urvegara en hún spáir því í staðinn
að það eigi a.m.k eitt land eftir að
vera með dýr á sviðinu til að koma
með eitthvað nýtt. „Það verður
örugglega a.m.k ein fljúgandi dúfa
hjá einhverjum,“ segir Selma og
hlær.
Selma segist ekkert vera mjög
„evróvisjónsjúk“ en viðurkennir að
hún smitist af spennunni í þjóðfélag-
inu þegar nær dregur keppni. „Ég
ætla að horfa á Eirík á fimmtudags-
kvöldið en ef Ísland kemst ekki
áfram veit ég ekki hvort ég mun
sitja límd við skjáinn á laugardags-
kvöldinu, ég stend svo fast með mín-
um að mér finnst ekkert spennandi
að horfa ef Ísland er ekki með.“
4 dagar í Söngvakeppni
Spáir dýri á sviðinu
Morgunblaðið/Sverrir
Á sviðinu Selma Björnsdóttir var fulltrúi Íslands í Evróvisjón 2005.
TÓNLIST
Bill Callahan – Woke On A Waleheart
ÞETTA er í fyrsta skipti sem Bill
Callahan kemur fram undir eigin
nafni, en hann hefur rekið eins-
mannsveitina Smog í árafjöld en eft-
ir hana liggja býsnin öll af gæðaplöt-
um, nægir að nefna Dongs of
Sevotion og Knock, Knock því til
stuðnings. Að undanförnu hafa plöt-
ur Smog verið að taka hæglátari
stefnu; lágstemmt kántrí og kassa-
gítarplokk kraumar undir, en bæði
textar og andrúm eymdarlega falleg
að vanda. Besta dæmið um þetta er
síðasta Smogp-
lata, hin „Will
Oldham-lega“ A
River Ain’t Too
Much To Love
(2005) og er þeim
ramma haldið að
mestu hér. Hvert lag líður áreynslu-
laust áfram og eiga lögin til að grúva
nokkuð, í einkennilegum, sorg-
bundnum takti. Hér er á ferðinni
heilsteypt og mjög svo áhlýðilegt
verk; afar vel heppnuð plata frá
einkar merkum listamanni.
Arnar Eggert Thoroddsen
Seiðmagnað
Heilsteyptur Smog eða tónlistarmaðurinn Bill Callahan.