Morgunblaðið - 08.02.2008, Page 28

Morgunblaðið - 08.02.2008, Page 28
Eftir Sigurbjörgu Arnarsdóttur sibba@mbl.is Einbeitingin skein úr augum keppenda sem tókuþátt í förðunarkeppni sem haldin var í Kringlunnií fyrrakvöld. Þar kepptu förðunarfræðingar fráMAC í Kringlunni og Smáralindinni sín á milli og var einn sigurvegari úr hvoru liði. Í verðlaun var ferð til Kaupmannahafnar og þátttaka í dönsku tískuvikunni með þeim förðunarfræðingum MAC sem sjá um förðun fyrir þekktustu tískuhúsin í París, Mílanó, London og New York. Þema keppninnar var í anda frönsku listakonunnar Fafi og japönsku Harajuku-stelpnanna. Harajuku-tískan er jap- önsk götutíska sem einkennist af barnslegu og skrautlegu útliti. Margir kannast við þetta sérkennilega tískufyrirbæri úr myndböndum poppsöngkonunnar Gwen Stefani sem hef- ur greinilega verið aðdáandi þessarar tísku frá Japan og má sjá áhrif hennar í þekktustu myndböndum hennar eins og Hollaback Girl, Rich Girl, What You Waiting For. Franska listakonan Fafi er þekktust fyrir teikningar sínar af stelpulegum kvenfígúrum sem svipar mjög til hinna jap- önsku Harajuku-stelpna. Hún hefur notið mikilla vinsælda um allan heim og hafa stórfyrirtæki eins og Sony og Adidas notað verk hennar í hönnun sína. Keppendur höfðu nákvæmlega eina klukkstund til að farða fyrirsætur sínar í anda Fafi og Harajuku. Það vantaði ekki frumleikann og fagmennskuna hjá kepp- endum sem voru fram á síðustu mínútu að ljúka við verk sín. Útkoman var skemmti- lega litrík og frumleg og verk keppenda voru eins ólík og þau voru mörg. Dómarar í keppninni voru þau Svavar Örn hárgreiðslumeistari, Ragna Fossberg, sminka hjá RUV, og Anna Clausen stílisti. Sig- urvegarar voru þau Haffi Haff úr Smáralind- inni og Marta Dröfn Björnsdóttir frá Kringl- unni. Frumleg og framandi förðun ásamt litríkri stílíseringu á fatnaði gerði að verkum að þau náðu fram heildarútliti sem var mjög í anda Fafi og Harajuku. Árvakur/Árni Sæberg Glaðbeitt Sigurvegararnir Haffi Haff og Marta Dröfn Björnsdóttir með fyrirsætur sínar þegar úrslitn voru ljós. Framandi og frumleg Frumlegt Fyrirsætur voru allar stíliseraðar frá toppi til táar í anda listakonunnar Fafi og Harajuku. Keppendur voru einbeittir, nákvæm- ir og frumlegir í förðun sinni Litríkar Fígúrur frönsku listakon- unnar Fafi.                                  !"  "  !   !  !   #       $ %  %    &   &&     "    &  #   '      (     "    &&     ( " !   )        !    *    !           !          !  "         !  !         +,%-  ./ " !                                             !  "                     0  "  12     -3456784-,97: ;<= >?@@ 11 1@ 1A - kemur þér við Sérblað um tísku fylgir blaðinu í dag Hvað ætlar þú að lesa í dag? Feðgin eru einka- þjálfarar stjórnenda Missti trygginguna eftir fimm innbrot Hildigunnur breytir úreltu plasti í list Þóra Þórarinsdóttir vill láta fjármagnið hjálpa fátækum Rukkaðir fyrir aðgang að klósettinu tíska 28 FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.