Morgunblaðið - 08.02.2008, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 08.02.2008, Blaðsíða 28
Eftir Sigurbjörgu Arnarsdóttur sibba@mbl.is Einbeitingin skein úr augum keppenda sem tókuþátt í förðunarkeppni sem haldin var í Kringlunnií fyrrakvöld. Þar kepptu förðunarfræðingar fráMAC í Kringlunni og Smáralindinni sín á milli og var einn sigurvegari úr hvoru liði. Í verðlaun var ferð til Kaupmannahafnar og þátttaka í dönsku tískuvikunni með þeim förðunarfræðingum MAC sem sjá um förðun fyrir þekktustu tískuhúsin í París, Mílanó, London og New York. Þema keppninnar var í anda frönsku listakonunnar Fafi og japönsku Harajuku-stelpnanna. Harajuku-tískan er jap- önsk götutíska sem einkennist af barnslegu og skrautlegu útliti. Margir kannast við þetta sérkennilega tískufyrirbæri úr myndböndum poppsöngkonunnar Gwen Stefani sem hef- ur greinilega verið aðdáandi þessarar tísku frá Japan og má sjá áhrif hennar í þekktustu myndböndum hennar eins og Hollaback Girl, Rich Girl, What You Waiting For. Franska listakonan Fafi er þekktust fyrir teikningar sínar af stelpulegum kvenfígúrum sem svipar mjög til hinna jap- önsku Harajuku-stelpna. Hún hefur notið mikilla vinsælda um allan heim og hafa stórfyrirtæki eins og Sony og Adidas notað verk hennar í hönnun sína. Keppendur höfðu nákvæmlega eina klukkstund til að farða fyrirsætur sínar í anda Fafi og Harajuku. Það vantaði ekki frumleikann og fagmennskuna hjá kepp- endum sem voru fram á síðustu mínútu að ljúka við verk sín. Útkoman var skemmti- lega litrík og frumleg og verk keppenda voru eins ólík og þau voru mörg. Dómarar í keppninni voru þau Svavar Örn hárgreiðslumeistari, Ragna Fossberg, sminka hjá RUV, og Anna Clausen stílisti. Sig- urvegarar voru þau Haffi Haff úr Smáralind- inni og Marta Dröfn Björnsdóttir frá Kringl- unni. Frumleg og framandi förðun ásamt litríkri stílíseringu á fatnaði gerði að verkum að þau náðu fram heildarútliti sem var mjög í anda Fafi og Harajuku. Árvakur/Árni Sæberg Glaðbeitt Sigurvegararnir Haffi Haff og Marta Dröfn Björnsdóttir með fyrirsætur sínar þegar úrslitn voru ljós. Framandi og frumleg Frumlegt Fyrirsætur voru allar stíliseraðar frá toppi til táar í anda listakonunnar Fafi og Harajuku. Keppendur voru einbeittir, nákvæm- ir og frumlegir í förðun sinni Litríkar Fígúrur frönsku listakon- unnar Fafi.                                  !"  "  !   !  !   #       $ %  %    &   &&     "    &  #   '      (     "    &&     ( " !   )        !    *    !           !          !  "         !  !         +,%-  ./ " !                                             !  "                     0  "  12     -3456784-,97: ;<= >?@@ 11 1@ 1A - kemur þér við Sérblað um tísku fylgir blaðinu í dag Hvað ætlar þú að lesa í dag? Feðgin eru einka- þjálfarar stjórnenda Missti trygginguna eftir fimm innbrot Hildigunnur breytir úreltu plasti í list Þóra Þórarinsdóttir vill láta fjármagnið hjálpa fátækum Rukkaðir fyrir aðgang að klósettinu tíska 28 FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.