Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2002, Page 10

Náttúrufræðingurinn - 2002, Page 10
Náttúrufræðingurinn ---Tún -----Úthagi 3. tnynd. Fjöldi sortidóa sem safnaðist í fallgiidrur á dag í túni og líthaga á Möðruvöll- um 1996-1997. Meðaltal priggja túna og priggja úthagaspildna sem lwer um sig var með sex fallgildrum. Örvar sýna sláttutíma túnanna (úthagi var ekki sleginn). Tvær túnspildur voru slegnar um 20. júm' og aftur um 7. ágúst en sú priðja var einslegin 9. júlí. - Daily catches o/Erigone atra in pitfall traps at Möðruvellir 1996-1997. Mean of 3 hayfields and 3 pastures, each zuith 6 replicates. Arrows indicate hay cutting (past- ures were not cut). Two hayfields were cut around June 20th and again August 7th and the third one was cut once on July 9th. gróðurlendi og á mismunandi árs- tímum (Gist og Crossley 1973, Luff 1975). Köngulóm hefur ekki verið safn- að kerfisbundið í túnum á Islandi. Sortuló hefur fundist í margskonar gróðurlendi (Ingi Agnarsson 1996); hún var langalgengust í túni en fá- gætari í úthaga og birkiskógi (Bengt- son o.fl. 1976). I misdeigu mýrlendi við Mývatn var sortulóin aðeins 0,01% allra köngulóa (Hoffmann 1996). Smádýr voru veidd í fallgildrur í heilt ár í túnum og úthaga á Möðru- völlum í Hörgárdal 1996-1997 (Bjarni E. Guðleifsson 1998a). Þar veiddist yfir sumartímann (20. maí - 7. október) langmest af mordýrum (Collembola, 16,9/dag) og mítlum (Acarina, 15,9/dag), en minna af tví- vængjum (Diptera, 1,1 /dag), köngu- lóm (Araneae, 0,8/dag) og bjöllum (Coleoptera, 0,8/dag). Alls fundust 22 tegundir köngulóa, langflestar voð- köngulær (Linyphiidae), og algeng- asta tegundin var sortuló sem var í heild 46% af öllum köngulóm (Bryn- hildur Bjarnadóttir 1997). Það vakti athygli að í túnunum var sortulóin um 80% af köngulóastofninum en í úthaganum einungis 10%. I túnun- um veiddust 3,8 sortulær í fallgildr- ur á dag þegar mest var, en í úthag- anum einungis um 0,8 einstaklingar (3. mynd). Bæði í túnum og úthaga koma fram tvö hámörk snemmsum- ars, annað í lok maí, hitt í lok júní, og í túnunum má auk þess sjá lítil há- mörk í stofnstærðinni í lok júlí og síðast í september (3. mynd). SORTULÓ Á ÍSLANDI Hér á landi hafa fundist sex teg- undir af ættkvíslinni Erigone og eru tvær þeirra mjög algengar; sotuló, E. atra, og blökkuló, E. arctica (Ingi Agnarsson 1996). Þetta voru líka einu Erigone-tegundirnar sem fund- ust í rannsókninni á Möðruvöllum og voru þær báðar algengari í tún- um en úthaga. Var sortulóin um 46% allra köngulóa en blökkulóin einungis um 0,5% (Brynhildur Bjarnadóttir 1997). Þá vekur það athygli að nær 89% af þeim sortu- lóm sem söfnuðust voru karlar; einungis í júlí, þegar mjög fá dýr féllu í gildrur, kom fyrir að fleiri kerlur veiddust. Þetta bendir til þess að karlarnir séu virkari, vænt- anlega í leit að maka. Ingi Agnarsson (1996, bls. 109) lýsir kjörlendi sortulóar svo: „Finnst í ýmiskonar búsvæðum en er langalgengust f frekar deigu graslendi. Sérstaklega í ræktuðum túnum og bit- haga, oft undir steinum. Er einnig al- geng í görðum og finnst gjarnan á húsveggjum. Þolir seltu allvel og er í einhverjum mæli að finna á sjávarfitj- um. Finnst oft í háloftasvifi og er án efa ein þeirra tegunda sem mynda vetrarkvíða. Tún, grasmói, bithagi, melur, kjarr og víðar." Sortulóin vaknar til lífsins snemma á vorin, í apríl og maí, og hverfur þessi vorkynslóð í júní, en í september og október kemur svo fram haustkynslóð (Ingi Agnars- son 1996). Fellur þetta vel að nið- urstöðum frá Möðruvöllum á 3. mynd. Fyrst gæti mönnum dottið í hug að þessi áberandi hámörk, sem fram koma í maí, júní og júlí, tengdust lágmörkum af völdum sláttar, en við skoðun á 3. mynd sést að hámörkin koma einnig fram í úthaganum, sem er ekki sleginn. Þá gæti mönnum dottið í hug að fyrsta hámarkið (í lok maí) sé hámark vegna dýra sem lifðu yfir veturinn og að seinna hámark- ið sé vegna einstaklinga sem lifna að vori frá eggjum sem mynduð voru síðasta sumar. Þetta er afar ólíklegt, vegna þess að talið er að fá dýr lifi veturinn af og síst karlar. Líklegast er því að þessi hámörk séu vegna dýra sem lifna frá eggj- um síðasta sumars og topparnir tengist hitafarinu, og má sjá á 4. mynd að hámörkin í lok júní og júlí fylgja nokkuð hitatoppum. Þar vekur það athygli hve haustkyn- slóðin er lítil á Möðruvöllum. SORTULÓ OG TÚNAMÍTILL Athyglisvert er hve margfalt fleiri einstaklingar af sortuló hafa safn- ast í túnum en úthaga á Möðru- völlum (3. mynd) og virðast skil- yrðin í túnunum henta sortulónni einkar vel. Erfitt er að segja hvaða þættir valda því að sortulóin dafn- ar svona vel í túnum. Það geta ver- ið eðliseiginleikar umhverfisins, 10

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.