Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2002, Qupperneq 21

Náttúrufræðingurinn - 2002, Qupperneq 21
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Sigurður Steinþórsson Steinafræði JÓNS ÓLAFSSONAR FRÁ GRUNNAVÍK Hinn 24. nóvember 2001 efndi Félag urn átjándu aldar fræði til málþings undir heitinu „Vísindi á 18. öld" þar sem undirritaður flutti erindi um Steinafrædi Jóns Ólafssonar frá Grunnavík (1705-1779). Að ráði varð að birta erindið í Náttúrufræðingnum og láta jafnframt fylgja stutt ágrip af ævisögu Jóns sem byggt er á skrifi Guðrúnar Ásu Grímsdóttur (1994). Jón var urn margt hinn merkasti maður, og á síðustu árum hefur fjölgað mjög vinum hans. I Reykjavík er starfandi félagsskapur sem nefnist Góðvinir Grunna- víkur-Jóns og hefur að markmiði að kynna og gefa út rit hans og sennilega jafnframt að endurreisa rykti hans sem fræðimanns, en eins eins og kunn- ugt er beið það, jafnt sem persóna Jóns, talsverðan hnekki í meðförum Nóbelsskáldsins í Islandsklukkunni, og raunar líka í doktorsritgerð Jóns Helgasonar, prófessors í Kaupmannahöfn (1926), um nafna sinn og kollega. Nú er unnið að útgáfu Steinafræðinnar og fleiri rita Jóns á vegum Góðvina- félagsins. Jón Ólafsson var prestssonur, fæddur í Grunnavík á Jökulfjörð- um 1705. í móðurætt átti hann til nafnkunnra manna að telja, svo sem Ara sýslumanns í Ögri, Guð- brands biskups og Magnúsar prúða. Sjö ára var hann sendur í fóstur til Páls Vídalín, lögmanns í Víðidals- tungu, og frá tólf ára aldri var hann skrifari Páls uns hann var sendur til tveggja vetra náms í Hólaskóla árið 1720. Árna Magnússyni prófessor, sem verið hafði í vinfengi við bæði föður Jóns og fóstra, var kunnugt um þann starfa hans að uppskrifa eftir gömlum skinnblöðum fyrir Pál, húsbónda sinn, og árið 1725 falaðist Arni eftir Jóni til að vera skrifari sinn í Kaupmannahöfn. Jón kom til Hafn- ar í desember 1726 og lauk guðfræði- prófi við háskólann vorið 1731. Þau tæp fjögur ár sem Árni Magnússon átti ólifuð bjó Jón í húsi hans og skrif- aði fyrir hann hvaðeina sem hann óskaði. Kaupmannahöfn brann 1728 en Árni Magnússon andaðist 1730. Að Árna látnum og loknu emb- ættisprófi hugðist Jón fara aftur til Islands, en þá réðu því hugumstórir menn að hann var ráðinn 1732 sem styrkþegi nýstofnaðs sjóðs erfðafjár Mettu (d. 1730) og Árna Magnús- sonar til að rannsaka og gefa út ís- lensk fornrit. Jón gegndi styrkþega- stöðunni með prýði næsta áratug „og skrifaði þá af mestu viti" að því er Jón Helgason telur. Sumarið 1733 og aftur árin 1743-1751 var Jón á ís- landi, en að þeim tíma frátöldum gegndi hann styrkþegastöðunni við Árnasafn ævilangt á lofti Runde- kirkju (Trinitatiskirkju) í Kaupmanna- höfn, en þangað hafði bókasafn Árna verið flutt 1732. Jón bjó jafnan við kröpp kjör, en sárast mun honum hafa þótt að geta ekki gefið út verk sín - nánast hið eina sem hann lét eftir sig á prenti var ævisöguþáttur um Ögmund Pálsson Skálholtsbiskup. Jón kvænt- ist aldrei, en í íslandsferðinni síðari gat hann dótturina Ragnhildi með fátækri stúlku, Guðrúnu Bjarnadótt- ur (d. 1767), en þeim var meinað að eigast. Jón reyndist barnsmóður sinni og dóttur eins vel og rýr efni hans leyfðu, en Ragnhildur Jóns- dóttir dó barnlaus árið 1805. Flest rit Jóns Ólafssonar urðu ekki annað en tilhlaup, enda leit hann á flest af því sem efnivið í stórvirki sem semja þyrfti í framtíðinni. Þegar hann kom aftur til Kaupmannahafn- ar haustið 1751 skrifaði hann ritgerð á latínu undir heitinu Tractatus di- agraphicus de studio antiqvitatum (yfir- lit aðferða til fomfræðirannsókna) og virðist hún samin í því augnamiði að vísa til vegar í rannsóknum á nor- rænum fornfræðum. Þar telur Jón upp menjar fortíðarinnar í skrifuð- um og prentuðum bókum á nor- rænu, ræðir hvaða rit þurfi að skrifa og gerir grein fyrir því sem hann hef- ur sjálfur skrifað. Hann telur upp fjórar bækur sem þurfi að taka sam- an eftir nákvæma og gagnrýna rann- sókn á sögulegum heimildum: 1. Al- fræðirit í fornfræði. 2. Um hjálpar- vísindi sagnfræðinnar. 3. Um nyt- semi sagnfræðinnar. 4. Um guð- fræðilegt markmið sögunnar. Þetta verk, sem Jón hafði í huga, er stór- virki á borð við t.d. Kulturhistorisk leksikon for nordisk middelalder sem út kom öldum seinna með starfi fjöl- margra manna. Jón gerði sér auðvit- að fulla grein fyrir því að einyrki sem hann sjálfur gæti aldrei komið þessu í verk, enda má líta svo á að skriftir hans hafi miðað að því að safna sönnum fróðleik og búa hann í hend- ur eftirkomandi lærdómsmönnum. 21
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.