Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2002, Side 22

Náttúrufræðingurinn - 2002, Side 22
Náttúrufræðingurinn Öll rit Jóns, „heil og hálf, prentuð og óprentuð", eru tíunduð í bók Jóns Helgasonar (1926), en Guðrún Asa Grímsdóttir (1994) nefnir eftirfar- andi: Skrá um bækur Arna Magnús- sonar, sem hann gerði eftir brunann 1728, svo og skrá yfir íslensk og dönsk fornbréf í safni Árna og inn- tak þeirra, en þessar skrár voru framundir aldamótin 1900 ómiss- andi leiðarvísir fræðimanna um Árnasafn. Þá samdi hann ævisögu Áma Magnússonar og frásögn um eldinn í Kaupmannahöfn 1828, hvort tveggja eftir því sem hann sjálfur reyndi, sá og heyrði, og sama má segja um ritgerð hans um þá lærðu Vídalína. Enn má nefna Rit- höfundatal og drög til orðabókar í níu bindum í stóm broti. Steinafræði Jóns, „Um steina, mineralia og málma", er í Lbs. 181 fol á íslensku. Auk þess var hún til á dönsku, og er þess getið að hún hafi verið samin handa manni einum í Kaupmannahöfn. Jón Helgason (1926) telur ritgerðina, sem er 16 blaðsíður með þéttri skrift, vera frá árinu 1737. Neðst á öftustu blaðsíðu stendur: „Eftirfylgir um grös, ávexti og eikur", en það framhald vantar. Ennfremur er til eftir Jón ritgerð um fiska íslands, en skrif hans um fugla landsins em glötuð, svo og um tré þess og grös, sem fyrr sagði. Af upp- skriftum Jóns hefur mönnum orðið einna mest gagn að inntaki úr sögu- broti af Víga-Styr og uppskriftum hans á vísnasafrii Páls Vídalín og hinum gagnmerku skýringum Páls yfir fornyrði lögbókar. UM STEINA, MINERALIA OG MÁLMA Aldir mannkynssögunnar, allt að plast- og upplýsingaöld, em kennd- ar við steina og afurðir þeirra, stein- öld, bronsöld, jámöld, enda hefur „Homo faber" nýtt sér steinefni frá upphafi vega, bæði í áhöld, til skrauts, til lækninga og jafnvel töfra. Hins vegar á það við um steina, ekki síður en gufuvélina, að nýtingin kom á undan vísindunum, ef svo má segja: „Vísindin hafa lært meira af gufuvélinni en gufuvélin hefur lært af vísindunum" eins og þar stendur. Fornar þjóðir kunnu til leirkeragerð- ar, glergerðar og bronsgerðar, og sagt er að Grikkir hinir fornu hafi uppgötvað hverja einustu kopar- og blýnámu sem nú er þekkt í þeirra heimi, allt frá Hindu Kush til Pýreneafjalla, frá Norður-Afríku til Kákasusfjalla. Gullöld Aþeninga er sögð hafa byggst á auðugum silfur- námum þeirra á Attíkuskaga sem unnar vom af tugþúsundum þræla - og önnur afurð þeirrar gullaldar var Aristóteles (384—322 f.Kr.), sem með verkum sínum og hjálp kirkjunnar kastaði löngum skugga í sögu vís- indanna í næstum 2000 ár. Jón Olafsson skrifar rit sitt um steina 1737, í miðri þeirri vísinda- byltingu endurreisnartímans sem hófst á 16. og 17. öld og fólst ekki síst í því að rífa vísindin undan áhrifa- valdi Aristótelesar. Þar komu við sögu menn eins og Tycho Brahe (1546-1601), Francis Bacon (1561- 1626), Galileo Galilei (1564-1642), Jo- hannes Kepler (1571-1630), Robert Boyle (1627-1691) og Isaac Newton (1642-1727), svo fáeinir séu nefndir. Jón er með annan fótinn í hindur- vitnum og tröllasögum og fornum ritum, en hinn í nýja tímanum. (Raunar má sama segja um marga nútímamenn, sem annars vegar sitja við tölvur en sækja hins vegar mið- ilsfundi eða kortleggja álfabyggðir.) I Ferðabók Eggerts og Bjarna, sem er skrifuð skömmu seinna en steinarit Jóns og af náttúrulærðum mönnum, er hins vegar mestmegnis lýst stað- reyndum og eigin athugunum höf- unda á náttúrunni. (Eggert skilaði handriti Ferðabókarinnar til Vís- indafélagins danska 1766 og bókin kom út í Sórey 1772 (Steindór Stein- dórsson, formáli, 1974)). Um þessa vísindabyltingu skrifar Wendell Wilson í bók sinni The Hi- story of Mineral Collecting 1530-1799: „Það er ekki auðvelt fyrir okkur að skilja hugarheim manna fyrir vís- indabyltingu endurreisnartímans. Aristóteles var frábitinn þeirri hugs- un að skoða hlutina eða gera tilraun- ir, enda þótti honum sú aðferð glæsi- legri að afhjúpa leyndardóma nátt- úrunnar einfaldlega með hreinni hugsun og rökleiðslu. Þessi óheppi- lega afstaða hans hindraði vísinda- framfarir í næstum 2000 ár. Oldum saman eftir dauða Aristótelesar létu þeir, sem stungu niður penna um steina eða önnur jarðefni, sér nægja að vitna í eldri höfunda, rekja orðróm, hleypidóma og tröllasögur, án nokkurrar tilraunar til að sann- reyna þær. Hugmyndin um „sýnis- horn til rannsóknar" braut í bága við grundvallarhugsun þeirra. í riti Albertus Magnus (1193- 1280) um eiginleika „steina", De Mineralibus, vottar þó fyrir ljósglætu í þessu efni, því hann kveðst hafa ferðast langar leiðir til að skoða námur og prófa eðli málma. Hins vegar er árangurinn sorglega lítill, því yfirleitt höfðar hann eingöngu til hins yfirskilvitlega um eðli stein- anna. Þrátt fyrir það má segja að hann sé hinn eini sem skrifar um þetta efni af einhverju viti allt frá Plíníusi eldra 79 e.Kr. til Agricola 1546. I annan stað skorti allt fram á mið- aldir nær fullkomlega allan skilning á eðliseiginleikum steinda, þannig að ógerlegt var að flokka þær með vitrænum hætti. Þótt öllum þyki það augljóst nú, renndu menn ekki grun í að steingervingar væru fornar líf- verur - Leonardo da Vinci (1452- 1519) er sagður hafa áttað sig á því fyrstur manna (Lima-de-Faria 1990, bls. 8). Aðeins örfá þeirra 92 frum- efna sem finnast í náttúrunni voru þekkt. Efnagreining og samhverfu- eiginleikar kristalla voru óþekkt - Kepler (1611) varð fyrstur til að skrifa um samhverfueiginleika snjó- korna og freista þess að skýra þá í ljósi eins konar atómkenningar (Lima-de-Faria 1990, bls. 36). Til- raunir til flokkunar steinda byggð- ust ýmist á stjörnumerkjunum tólf eða á stafrófinu. Og það var ekkert minna en guðlast að halda öðru fram en að þeir eiginleikar sem öllu skipta um greiningu og flokkun steinda, bergs, gimsteina o.s.frv. væru hinir yfirnáttúrlegu." (Wilson 1994, bls. 13-14.) Rit Jóns Olafssonar Uw steina, mineralia og mdlma tekur til þess sem menn nú nefna bergtegundir, steind- 22

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.