Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2002, Side 24

Náttúrufræðingurinn - 2002, Side 24
Náttúrufræðingurinn Tvo aðra „almenna steina" nefnir Jón sem hann skilgreinir út frá nota- gildinu, Litunar-steina eða Color- steina, hvíta, græna og rauða, og Múr-steina, sem einkum finnist í Hólabyrðu, en úr þeim steini er dómkirkjan hlaðin. I 3. kafla eru eld-steinar og hvítir steinar, sem Jón lýsir hverjum um sig, útliti þeirra og notagildi: Eld- tinna, Hrafntinna, Glerhallar, Berg- kristallar, Agat, Ópall, Alabastur og Hrímsteinn, svo og ýmsir sem hann lýsir án þess að hafa á þá nafn. Jón virðist þó telja, með réttu, að margt af þessu séu mismunandi birtingar- form sama steinsins, en af lýsingum að dæma gætu tveir hinna nafnlausu verið zeólítinn kabasít annars vegar og silfurberg hins vegar. En það þyk- ir mér undarlegt að Jón skuli hvergi í riti sínu nefna frægustu steind Is- lands, sem Leó Kristjánsson (2001) hefur nýverið skrifað um tvær grein- ar fyrir utan skýrslu upp á 126 síður auk 40 mynda - nefnilega silfurberg. Því þegar hér var komið sögu höfðu silfurbergskristallar frá Helgustöð- um í Reyðarfirði vakið talsverða at- hygli vísindamanna, verið mikið rannsakaðir vegna ljósfræðilegra eiginleika sinna, lent í steinasöfnum háborinna safnara og hvaðeina (Gar- boe 1959, 1961). Og meðal frægra rannsakenda silfurbergsins - sem þegar á 17. öld nefndist „Iceland spar" á ensku - var Rasmus Barthol- in sem Dansk Biografisk Leksikon segir að vegna rannsókna sinna á íslensku silfurbergi „...med rette [skulle] ved siden af Steno nævnes som krist- allografiens grundlægger". Bók Bartholins kom út í Kaupmanna- höfn 1669 og þá þegar var rykti silf- urbergsins orðið slíkt að árið áður (1668) sendi Danakóngur stein- höggvara til Islands til að vinna silf- urbergsnámuna á Helgustöðum (Leó Kristjánsson 2001b, bls. 15). Silf- urbergið var semsagt orðið heims- þekkt, ekki síst í Danmörku, heilli öld áður en Jón ritaði sína ritgerð um steina, og hann nefnir það ekki! Samt vitnar hann í Bartholin síðar í riti sínu varðandi hugsanlega skýr- ingu á verkun hulinhjálmssteins. Sennilega hefur fráhvarf raunvísind- anna frá Aristótelesi látið iðkendur „húmaníóra" ósnortna á 18. öld ekki síður en hinni tuttugustu. Hirtn steindaflokkurinn sem Island hefur emkum verið frægt fyrir, en Jón nefnir ekki svo greinilegt sé, eru zeólítar eða geislasteinar, sem finnast hvarvetna sem holufyllingar í tertíera basaltstaflanum, þótt frægasti fundar- staðurinn sé Teigarhom í Bemfirði. Kannski er ekki við Jón að sakast, því Eggert og Bjarni telja sig hafa fundið þessa steina, sem þeir nefna Zeolithes albus pums, fyrstir manna. I Ferðabók- inni (568. grein) segir: „Þegar við fyrir nokkmm ámm sendum þessa fyrmm ókunnu, ís- lensku steintegund til Vísindafélags- ins í Kaupmannahöfn, var hún einnig samtímis send héðan til lærðra manna í öðmm ríkjum, eink- um til sænskra vísindamanna. Þegar í stað var tekið að rannsaka hana og rita um hana, t.d. í ritum Akademís- ins sænska árið 1756. Ekki var hún rannsökuð af minna kappi í Dan- mörku, og er þeirri rannsókn haldið enn áfram." Og svo fylgir lýsing á zeólítum frá ýmsum fundarstöðum. Enn nefnir Jón hvítan stein sem hann nefnir Hrímstein, sem er „gagnsær og dökkhvítur sem ís eður svell og sléttur á kantana, hvítur á sárið ef rispaður er, verður tálgaður, en ei í eldi smelltur. Danskir kalla Rim steen og Rim-glas, og þar af smíða ég hið íslenska hrímsteins nafn. Þá er hann líkur hvítu hrími sem er í hrímfrosti, en sumir danskir kalla hann bergkristal. Glerpústarar er sagt að viti að brúka þá. Ei veit ég nema þeir eigi skylt við alumen scissile ... Af því voru forðum gjör klæði þau er ei brunnu í eldi, sem Bochartus segir í sinni Geographia Sacra, pag. 31. Svoddan hvíta steina, sem ei brenna, kalla þeir asbestus og eru þeir stökkvir og verða maldir. Þeir hvítu eru hinir bestu. Þeir hafa fundist austur í Sybirien fyrir nokkrum árum og sama kyns stein- ar voru færðir til Kaupinhafnar 1731 úr Grænlandi en þeir voru dökkleit- ir, mjög þungir, þó mjúkir átaks, brenna aldeilis ekki þó þeir séu þunnt klofnir." Ekki er gott að átta sig á því hvaða íslenska steina Jón er hér að tala um - kannski kalkspat í og með, þótt sum- ar lýsingamar eigi við allt aðra steina. - Geographia sacra eftir Samuel Bochart (1599-1667), sem hann vitnar til, kom út árið 1646 og rekur dreifingu mann- kynsins um heiminn eftir að tungu- málin aðgreindust við Babelstuminn. Þá bók var m.a. að finna í bókasafni Newtons, og sennilega í Konunglegu bókhlöðunni í Kaupmannahöfn fýrst Jón vitnar til hennar. {'hlrrMv-r., 3. mynd. Marmennis smíð. Úr Ferðabók Eggerts og Bjarna. 24

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.