Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2002, Síða 36

Náttúrufræðingurinn - 2002, Síða 36
Náttúrufræðingurinn myndar þá gjarnan teppi yfir botn- lagið. Helgi Hallgrímsson (2002) hef- ur stungið upp á nafninu vatnaskúf- ur á tegundinni en vatnabolti um kúluformið. Kúluskítsnafnið hefur þó náð slíkri útbreiðslu, ef ekki bein- línis hylli, að því mun haldið í þeirri ritsmíð er hér lítur dagsins ljós. Til að forðast misskilning skal þess getið að kúluskítsnafnið hefur oft verið notað á tegundina í heild, og þar með öll vaxtarform hennar, en sá háttur hentar illa og er ráðlegt að hverfa frá honum. Þá er þess að geta að tegundin hefur lengst af nefnst Cladophora aegagropila á fræðimáli, en nú hafa erfðarann- sóknir staðfest að um sérstaka ætt- kvísl er að ræða og er nafngift þör- ungafræðingsins Kutzing, sem uppi var á 19. öld, Aegagropila linnaei, því gengin í gildi á ný (Hanyuda og Ueda 2002). Kúluskíturinn er þriðja og sjald- gæfasta vaxtarform vatnaskúfs og virðist aðeins myndast við mjög sér- stök skilyrði, sem varla eru að fullu kunn ennþá. Auk Akanvatns og Mývatns hefur stórvaxinn kúluskít- ur aðeins fundist í Öisuvatni í Eist- landi, og einungis í litlum mæli (Tri- in Reitalu, munnl. uppl.). Minni kúlur þekkjast í Snjóholtsvötnum á Héraði (Helgi Hallgrímsson 2002) og í Kringluvatni í Suður-Þingeyjar- sýslu. Kúluskítur virðist vera horf- inn úr öðrum þeim vötnum sem hann fannst í fyrr á síðustu öld og er mengun kennt um það (Isamu Wak- ana, munnl. uppl.). Auk þeirra þriggja vaxtarforma vatnaskúfs sem nú hafa verið nefnd má sums staðar finna litla, lausa en þéttvaxna hnoðra sem myndast þegar kúlu- skíturinn brotnar upp eða þörunga- skán losnar af steinum. Þess skal getið að vatnaskúfur finnst í nokkr- um fleiri vötnum á íslandi en að ofan getur. Öll þrjú vaxtarform tegundarinn- ar finnast í Mývatni. Vaxtarform það sem myndar laust teppi yfir leðju- botninn þekur víðáttumikil svæði í vatninu (Arnþór Garðarsson og Arni Einarsson 1991). Fylgst hefur verið með útbreiðslu teppisins með loftmyndatöku um árabil og má sjá miklar breytingar, tengdar birtuskil- yrðum í vatninu (Árni Einarsson o.fl. 1994). Nýlega kom þó í ljós að um tvær tegundir er að ræða. All- stór hluti teppisins er myndaður af nauðalíkri tegund, Cladophora glomerata, og eru ekki öll kurl komin til grafar í þeim efnum. Teppi þetta virðist gegna mikilvægu hlutverki í vistkerfi Mývatns. Vissar átuteg- undir í hópi mýflugulirfa og krabbadýra nota það sem skjól, og súrefnisframleiðsla þörungsins er þýðingarmikil fyrir botndýrin þegar gerjun í efsta botnlaginu dregur til sín súrefni úr umhverfinu svo að smádýrum liggur við andnauð. Botnfasta vaxtarafbrigðið hefur verið þekkt í Þingvallavatni frá því laust fyrir 1980 þar sem það vex einkum á skuggahlið steina á 2-10 m dýpi (Gunnar Steinn Jónsson 1992). I Mývatni fannst það ekki fyrr en Isamu Wakana kafaði þar árið 1999, en þá kom þörungurinn víða í ljós á grjótbotni með löndum og á klettum, svonefndum hnyklum, lengra úti í vatninu. Jafnframt komu fram vísbendingar um að kúluskít- urinn ætti uppruna sinn í vatnskúfs- breiðum á grjótbotni, eins og síðar verður vikið að. Lifnaðarhættir Það er kúluformið, eða kúluskítur- inn, sem einkum dregur til sín at- hygli og skal því dvalið nokkuð við hann hér. Eins og kunnugt er skiptist Mývatn í tvo flóa, Ytriflóa um 8,5 km2 að flatarmáli og Syðriflóa sem er um 28,3 km2.1 Syðriflóa eru kúlurn- ar iðulega um 10-12 cm í þvermál en smærri kúlur, um 6 cm, finnast þó innan um. I Ytriflóa eru litlar breiður smágerðra kúlna sem einungis eru um 3 cm í þvermál og flestar jafn stórar. Slíkar kúlur finnast sjaldan í Syðriflóa og er þar engu líkara en kúlurnar komi fullskapaðar fram á sjónarsviðið. Ekki er vitað hve lengi kúlurnar eru að vaxa upp í fulla stærð, en víst er að það tekur meira en ár. Þörung- urinn er sem sagt fjölær. Kúlurnar eru svampkenndar og nokkurn veg- inn jafn þéttar allt í gegn. Enginn fastur kjarni er innan í þeim. Fyrir kemur að vatnsfyllt holrúm myndast innst í þeim. Ekki er ástæða til að ætla annað en að hver kúla sé ein planta. Þó hafa ekki verið færðar sönnur á að allir þörungaþræðirnir séu samtengdir í einn vef. Þræðimir, sem em ein fmma á þykkt, mynda greinótt, þéttriðið net sem stefnir út frá miðju kúlunnar. Það vekur furðu að kúlan er jafn græn að innan sem utan. Þömngaþræðirnir inni í kúl- unni em þéttskipaðir grænukornum þótt engrar birtu gæti þar. Grænu- korn þessi taka til starfa við ljóstillíf- un á um það bil tveimur sólarhring- um ef ljós nær að skína á þau, t.d. ef kúlan rifnar vegna ölduhreyfinga, og hafa þau náð fullum afköstum eftir sex daga (Yokohama o.fl. 1994, Yos- hida o.fl. 1998). Kúlulaga vaxtarform er fremur sjaldgæft í náttúmnnar ríki, einkum meðal stærri plantna, og þekkist helst hjá kaktusum. Flestar plöntur hafa þróast á þann veg að yfirborðs- flatarmál verði sem mest miðað við massa og em jurtablöð því yfirleitt þunnvaxin. Vexti kúlulaga plöntu er þannig varið að hlutfall yfirborðs og rúmmáls minnkar hratt eftir því sem kúlan stækkar. Kúlulögun er óhag- stæðasta vaxtarform plöntu sem hugsast getur, því að kúla hefur minnst yfirborð allra rúmmynda miðað við massa. Fyrir bragðið em vexti kúluskítsins takmörk sett og hann þarf góð birtuskilyrði til að geta þrifist (Yoshida o.fl. 1994). Ef hann næði 30 cm þvermáli næði ljóstillífun á yfirborði kúlunnar ekki að halda lífinu í massa plöntunnar (Nagasawa o.fl. 1994). Með öðmm orðum næði ljóstillífun kúluskítsins ekki að vega upp á móti öndun hans. Kúluskíturinn nær enda sjaldan þeirri stærð í náttúmnni. Stærstu kúlur í Akanvatni em um 25 cm í þvermál. Flestar em á bilinu 10-15 cm í þvermál, og í Mývatni verða kúlurnar ekki stærri en 15 cm eins og fyrr er getið. I Akanvatni vex kúlu- skítur best við 25-28°C (Nagao o.fl. 1993), en samsvarandi mælingar hafa ekki enn verið gerðar í Mý- vatni. Vatnshiti í Mývatni fer sjaldan yfir 17 gráður. 36

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.