Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2002, Page 37

Náttúrufræðingurinn - 2002, Page 37
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 4. mynd. Frá Akanvatni. Eldfjallið O-Akan í baksýn. - Lake Akan, Hokkaido. Ljósm./photo Arni Einarsson. Fyrst kúlulögunin er plöntunni óhagstæð hvað tillífun snertir hlýtur hún að hafa einhverja kosti sem vega upp á móti því. Sá helsti er að hún gerir plöntunni kleift að lifa á leðju- botni þar sem setsöfnun er mikil. Hestar vatnaplöntur sem lifa á leðju- botni, t.d. mara- og nykrutegundir, hafa rætur til að festa sig með og geta síðan vaxið upp á móti birtunni. Vatnaskúfurinn hefur engar rætur og getur ekki myndað stöngul til að teygja sig upp í birtuna. Ef hann lægi kyrr á botninum biðu hans þau ör- lög að kaffærast í gruggi sem sest þar til. Lögun kúluskítsins gerir það að verkum að gruggið hrynur af honum. En meira máli skiptir að kúl- urnar rugga þegar ölduhreyfinga gætir á vatnsbotninum og ná þannig að hreinsa sig. Ölduhreyfingar ná stundum að snúa kúluskítnum og því er mikilvægt fyrir hann að vera grænn allan hringinn og reiðubúinn að nýta birtuna, hvernig sem plant- an snýr. Athuganir Isamu Wakana í Mývatni leiddu í Ijós að kúluskítur- inn liggur sums staðar í tveimur eða jafnvel þremur lögum og eru allar kúlurnar jafn grænar. Þetta líkist að- stæðum í Akanvatni, en þar hafa myndbandsupptökur sýnt að kúl- urnar velta hver fyrir sig og skipta einnig um sæti innbyrðis. Plöntur í neðri lögum geta þannig flust upp í efsta lagið og öfugt. Kúluskíturinn þarf að hafa hæfileika til að liggja í dvala meðan hann bíður þess að komast í birtuna. Athuganir í Mý- vatni benda til þess að breiður af kúluskít geti grafist í leðju nokkra hríð, þá væntanlega í kjölfar storma, en ölduhreyfingar losa plönturnar síðan úr prísundinni. Enn er ráðgáta hvernig kúlurnar myndast í Mývatni. Ekki er einu sinni víst að þær endurnýi sig. Sá möguleiki er fyrir hendi að kúluskít- urinn hafi vaxið við önnur skilyrði en nú ríkja og haldist við fyrir lang- lífis sakir, ellegar að nýjar kúlur vaxi af eldri kúlum sem rifna sundur í öldugangi. í Akanvatni mun það vera helsta fjölgunarleiðin (Isamu Wakana, munnl. uppl.). Ekkert bendir til þess að kúluskíturinn vaxi upp af þeim vatnaskúfsplöntum sem liggja eins og ló á leðjubotnin- um. Helst virðist líklegt að kúlurnar geti vaxið upp af vatnaskúfsplönt- um sem losna af steinum. Sé svo verður að gera ráð fyrir að sérstök straumaskilyrði safni plöntunum saman í flekki á botninum eftir að þær losna af undirlaginu. Það er óneitanlega furðulegt að tvö svona sjaldgæf en nauðalík sam- félög skuli finnast svo langt hvort frá öðru sem raun ber vitni. Vötnin sem hýsa þau eiga þó sitthvað sameigin- legt. Bæði eru vötnin á mjög eldvirk- um svæðum og jarðhiti er á bökkum þeirra beggja. Akanvatn er aðeins urn þriðjungur af stærð Mývatns en allmiklu dýpra. Sérstakar straum- fræðilegar aðstæður koma í veg fyr- ir að kúluskíturinn í Akanvatni ber- ist út á djúpið þar sem birta er of lítil. I Mývatni finnast kúluskítsflekkir á þriggja rnetra dýpi, en vatnið er ekki öllu dýpra. Rannsóknir á bor- kjörnum úr seti Mývatns gefa til kynna að vatnaskúfur hafi alltaf fundist í Mývatni, en vatnið er um 2300 ára gamalt (Arni Einarsson o.fl. 1993). Þó skal ósagt látið hvert vaxt- arform hans hefur verið fyrr á öld- um. Eins og fyrr er sagt fundu fræði- menn kúluskítinn fyrst í Mývatni árið 1977 en hann hefur áreiðanlega verið farinn að vaxa þar löngu fyrr. Það vaxtarform sem myndar teppi á leðjubotni hefur lengi verið þekkt og talsvert rannsakað (Hunding 1979, Árni Einarsson o.fl. 1994) og mun Finnur Guðmundsson fyrstur fræði- manna hafa gert sér grein fyrir tilvist þörungsins á botni Mývatns (óbirt gögn frá 1939, sjá einnig Helga Hall- grímsson 2002). Enginn vafi leikur á því að kúlu- skítsbreiðurnar í Akanvatni og Mý- vatni eru í hópi sérkennilegustu plöntusamfélaga á jörðinni. Tilvist þeirra byggist á fágætri aðlögun plöntunnar ásamt óvenjulegu og sí- kviku samspili strauma, birtu og set- myndunar. Fræðsla og verndun Eins og fyrr er getið fannst kúlu- skítur í fleiri vötnum hér áður fyrr, en hann virðist horfinn úr þeim flestum (Isamu Wakana, munnl. uppl.). Auðvitað kann að vera að kúluskítur eigi eftir að finnast víð- ar, en sem stendur er einungis vitað um þrjú vötn sem hýsa stórar kúl- ur. Athuganir í Mývatni benda til stórfelldrar fækkunar. Margir af stærstu flekkjunum sem sáust um 1982 eru nú horfnir og engir aðrir komnir í þeirra stað. Orsök fækk- unarinnar er ókunn en rannsóknir eru í undirbúningi. Saga kúluskítsins í Akanvatni er lærdómsrík. Um ein öld er liðin síð- an fræðimenn fundu hann þar fyrst. 37

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.