Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2002, Qupperneq 43

Náttúrufræðingurinn - 2002, Qupperneq 43
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 2. mynd. Styrkur jarðsegulsviðsins (nT) í 900 m hæð yfir Islandi í mars 1999. Vegna þess hve orsakir þess liggja fjarri, í kjarna jarðar, eru hvergi skarpar breytingar á svið- inu við yfirborð jarðar. Myndin sýnir ekki stefnu sviðsvektorsins, en hann stefnir eins og áttavitanál, 16°-22° vestan við norður og mjög bratt niður (um 75°). Segulmælistöð- in í Leirvogi er sýnd með tákni. - Geomagnetic field strength at altitude 900 m in March 1999. Duc to the distance to the source (in the Earth's core), no abrupt changes occur in the field. The image gives no indication of the direction of the field vector, but its decl- ination in Iceland is around 16°-22°Wand inclination around 75°. Leirvogur Magnet- ic Observatory is shoum. var. Kæmi þetta fyrir nú myndu áttavitar snúa „norðurenda" segul- nálar til suðurs. Slík fyrirbæri eru kölluð umsnúningar jarðsviðsins og jarðsögunni er skipt niður í skeið eða tímabil með rétta (N, e. normal) eða öfuga (R, reverse) segulstefnu. Síðasti raunverulegur umsnúningur jarð- sviðsins mun hafa verið fyrir um það bil 780 þúsund árum (Cande og Kent 1995) en styttri óróleikatímabil (e. excursion) hafa orðið síðar þótt þau hafi ekki leitt til varanlegs um- snúnings. Segulskeiðum síðustu ár- milljóna hafa verið gefin nöfn: Brun- hes (rétt segulmagnað, síðustu 780 þúsund ár), Matuyama (öfugt, 0,78- 2,6 millj. ár), Gauss (rétt, 2,6-3,6 millj. ár) og Gilbert (öfugt, 3,6-5,2 millj. ár). BERGSEGULSVIÐ Bergsegulsviðið mælist mun óreglu- legra en jarðsviðið. A Islandi, þar sem berg er að jafnaði nokkuð sterkt segulmagnað, getur bergsegulsviðið í einstaka tilfellum orðið svipað að styrk og jarðsviðið ef mælt er á jörðu niðri, en það dofnar afar hratt með vaxandi fjarlægð. f venjulegum flug- segulmælingum er sjaldgæft að styrkur þess fari yfir 2000 nT, sem er um V25 af heildarsviðinu. Orsakir bergsegulsviðsins eru járnríkar steindir í bergi sem segul- magnast varanlega í stefnu ríkjandi jarðsegulsviðs þegar kvika kólnar. Við þykkt hraun sem storknaði í dag yrði bergsegulsviðið að mestu samsíða jarðsviðinu. Það er skil- greint sem jákvætt segulfrávik yfir „rétt" segulmögnuðu bergi. Hafi hraun hins vegar storknað meðan jarðsviðið var í gagnstæða átt dregst bergsegulsviðið frá núver- andi jarðsviði, bergsviðsvektorinn snýr upp eða „öfugt" og veldur neikvæðu segulfráviki. Góð lýsing er á bergsegulsviði í grein Jóhanns Helgasonar í Náttúrufræðingnum 1993. Bergsegulsviðið endurspeglar á einfaldan hátt óreglu í jarðskorp- unni, svo sem stefnu ríkjandi jarð- lagahalla, eða skil jarðlaga. Hér á landi endurspeglar það oft sprungu- stefnur og menjar um eldstöðvar. Sé nánar rýnt í bergseg- ulsviðið getur það gefið vísbend- ingu um t.d.: (i) jarðsegulsvið við kólnun, (ii) efnasamsetningu bergs, (iii) storknunareiginleika, (iv) hitaummyndun eða (v) óvenju há- an hita í grennd við mælistað. Yfir- leitt er samspil þessara þátta þó flókið og ómögulegt að greina sundur hvað veldur ákveðnu mynstri í sviðinu. Er þá leitað til annarra jarð- eða jarðeðlisfræði- legra mælinga. SEGULFRÁVIK Tilgangur segulsviðsmælinga er að gefa mynd af bergsegulsviði yfir ákveðnu svæði. Þær eiga það sam- eiginlegt með öðrum jarðeðlisfræði- legum mælingum, eins og þyngdar- sviðsmælingum, skjálftamælingum o.fl., að lýsa því sem liggur undir yf- irborði jarðar. Segulsviðsmæling- arnar eru mun einfaldari í fram- Segulstyrkur bergs, sem er eiginleiki bergsins til að valda segulsviði, er mældur t amperum á metra (A/m) og er afar breytilegur eftir berggerð, kornastærð, ummyndun og fleiru. Berg getur verið allt frá þvíað vera óseg- ulmagnað (t.d. set, tnóberg og flestar súrar bergtegundir) upp í að hafa seg- ulstyrk 30 A/m; styrkurinn er að meðaltali 3-4 A/m fyrir tertíera hrautt- lagastaflann á íslandi en nokkru hærri (6-7 A/m) fyrir berg myndað á og eftir fsöld (Leó Kristjánsson 1970). Erlendar, Ijósar bergtegundir eru yfirleitt segulsnauðar. Berg sem hefur ummyndast íjarðhita tapar mestu afseguleig- inleikum sínum. Segulmögnun allra efna minnkar með hita og hverfur við svokallað Curie-hitastig, sem er um 560°C fyrir seguljárnstein (magnetít). Þess vegna er það aðeins efsta lag skorpunnar, 3 km eða svo hér á landi, sem veldur bergsegulsviði. Heitur hlutur efst í skorpu, t.d. yfir kvikuhólfi, getur sést sem frávik í segulsviðinu, því bergsegulsvið vantar þar. Talið er líklegt að segullægð sem mælst hefur yfir Mýrdalsjökli sé afþessum orsökum (Geir- finnur Jónsson og Leó Kristjánsson 2000). 43
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.