Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2002, Síða 45

Náttúrufræðingurinn - 2002, Síða 45
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags fíber þannig að truflanir vegna seg- ulmagnaðra hluta og raflagna í vél- inni séu sem minnstar. Mæliflug og tilhögun Mælt var dagana 14., 16. og 19. október 1993 auk stutts flugs 13. desember, samtals tæplega 10 klst. Flogið var eftir 58 línum VSV-ANA með 500 m millibili og 7 línum þvert þar á vestan við Esjuna, auk 4-5 þverlína gegnum allt svæðið. Flogið var í 500 m hæð yfir sjávar- máli þar sem landhæð leyfði og segulsviðið mælt á 5 sek. fresti, sem að jafnaði var á 300 m bili eftir flug- línu. Þannig voru flognir um 1800 km og safnað yfir 6000 mælingum af 700 km2 svæði. ÚRVINNSLA Frumgögn mælinga voru tvær tölvuskrár; önnur innihélt staðsetn- ingar með tíma en hin segulsviðs- styrk með tíma. Urvinnsla mæligagna fólst í að: (i) draga jarðsegulsviðið frá mæligild- unum. Notað var reiknilíkan jarð- segulsviðs að viðbættum upplýsing- um um flökt með tíma eins og það mældist samtímis í segulmælistöð- inni í Leirvogi, (ii) draga frá segul- áhrif flugvélarinnar sjálfrar, en þau eru breytileg eftir stefnu vélarinnar og voru mæld á jörðu niðri, (iii) 5. mynd. Segulfráviks- kort af Reykjavík og ná- grenni. Bil milli jafn- sviðsh'na er 200 nT. - Residual magnetic field of the Reykjavík area. Contour interval 200 nT. 2000 nT 1500 nT 1000 nT 500 nT OnT -500 nT -1000 nT -1500 nT -2000 nT -2500 nT -3000 nT 4. mynd. Yfirlitskort flugsegutmælmga Raunvísindastofnunar Háskólans 1993. Mælt var eftir fluglínum með 500 m millibili (svartur ferill) úr 500 m hæð yfir sjávarmáli. Segulmælisvæði Kanadamanna frá 1959 er gulstrikað. Þyngdarhröðun hefur verið inæld ífjölda punkta á landi og á sjó (svartir punktar). - Tracks of the 1993 Science Institute aeromagnetic survey at altitude 500 m. Yellow: Area ofCanadian survey 1959. Gravity points from different surveys are shown. Those offshore are from RRS Charles Darivin cruise 87 1994. 45

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.