Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2002, Síða 46

Náttúrufræðingurinn - 2002, Síða 46
Náttúrufræðingurinn tvinna saman í eina tölvuskrá segul- gögn og staðsetningar. Eftir að mælingar höfðu verið skoðaðar og þær virtust lausar við truflanir var búið til stafrænt kort til einfaldrar birtingar (5. mynd). ÖRFÁ ORÐ UM JARÐFRÆÐI SVÆÐISINS Svæðið sem um er fjallað liggur norðanvert við gosbeltið á Reykja- nesskaga, að mestu í segullægð þeirri sem kennd er við Matuyama- segulskeiðið og eru jarðlög Esju (en hún takmarkar svæðið í norðaustri) mestöll frá því tímabili. Syðsti hluti svæðisins teygir sig inn í segulhæð- ina sem er kennd við Brunhes-segul- skeiðið og fylgir rekbeltinu allt utan frá Reykjanesi og upp í Langjökul (Geirfinnur Jónsson og Leó Krist- jánsson 1991). Ingvar Birgir Friðleifs- son hefur lýst jarðsögu Esju og ná- grennis í Árbók Ferðafélags Islands (1985). Auk Stardalseldstöðvarinnar, sem er vel þekkt m.a. fyrir afar sterkt segulsvið (Ingvar B. Friðleifsson og Leó Kristjánsson 1972), sér hann merki um eldstöð á Kjalarnesi en tel- ur miðju hennar liggja úti í sjó þar vestur af. Einnig hefur verið bent á tilvist sjálfstæðrar megineldstöðvar úti á Sundunum norðan Reykjavík- ur sem nær upp á land í Gufunesi, Laugamesi og allt upp undir Ár- túnshöfða (Haukur Jóhannesson 1985). HELSTU drættir SEGULSVIÐSINS Megineinkenni segulfráviks á þessu svæði er mjög kröpp segullægð, 17 km löng og allt að 8 km breið, sem liggur frá stað skammt úti af Kjalar- nesi til suðsuðausturs undir Árbæj- arhverfi. Norðurhluti lægðarinnar er sem vel formuð, hringlaga skál sem opnast til suðausturs. Mið- og suð- urhlutann mætti túlka sem eina eða tvær skálar, þótt óreglulegri sé en norðurhlutinn. Athyglisvert er hve skörp suðausturmörk lægðarinnar em og hve þvert þau em á megin- drætti hennar. Norðvestan við nyrstu lægðina rís regluleg, hálf- 10 mGal 8 mGal 6 mGal 4 mGal 2 mGal 0 mGal -2 mGal -4 mGal -6 mGal 6. mynd. Þyngdarsviðskort af Reykjavík og nágrenni (Bouguer- að frádregnu reiknuðu bakgrunnssviði, sjá skýrslu Karls Gunnarssonar 1997). Ovenju þungt, eða þétt, berg veldur hæð í þyngdarsviðinu og þá er oftast um að ræða berg sem hefur storknað all- djúpt í jörðu þannig að lofttegundir íkvikunni hafa ekki náð að mynda loftbólur eins og í hraunum sem storkna við yfirborð. Þyngdarsvið dofnar hægar með fjarlægð en segul- svið og hiti bergsins hefur ekki beint áhrif á þyngdarsvið. Því „sjá" þyngdarsviðsmæl- ingar dýpra niður i skorpuna en segulsviðið. Eining þyngdarsviðs er kennd við Galileo Galilei, Gal eða gal, og er yfirleitt notuð smækkunin milli-Gal (mGal). Bil milli jafn- sviðslina er 1 mGal. - Gravity field (Bouguer-corrected) of Reykjavík area. Contour interval 1 mGal. hringlaga hæð og gerir norðurbrún- ina enn skarpari en ella. Innan þessarar lægðar, þar sem segulsviðið er 1000nT-1500nT nei- kvæðara en umhverfisins, eru nokkur dýpri frávik, hið dýpsta við norðurbrún hennar, -3800nT, en það er sterkasta neikvætt svið sem mælst hefur úr þessari hæð yfir Is- landi. Annað sem greina má á svæðinu eru rætur fráviksins sem tengist Stardalseldstöðinni í norðaustri, já- kvætt um lOOOnT frávik yfir Mosfelli og neikvætt 750nT frávik við austan- vert Úlfarsfell. Einnig má nefna krappa hæð, nálægt lOOOnT, í suð- vesturhluta svæðisins sem virðist tengjast álverinu í Straumsvík. Þá virðist mega rekja hala með jákvæðu segulsviði suðvestur frá Stardalsfrá- vikinu, sem nær allt að Hafravatni, og svipaður hali teygir sig úr suð- vesturhorni mælisvæðisins yfir Kapelluhraun og upp undir Ásfjall. Ymis smærri frávik sem koma fram í mælingum Kanadamanna 1959 sjást ekki hér vegna aukinnar flughæðar. ÞYNGDARMÆLINGAR Nokkrir aðilar hafa mælt þyngdar- sviðið dreift á svæðinu sem um ræðir, lengi vel eingöngu á landi en fyrir milligöngu Raunvísindastofn- unar var sviðið mælt frá breska rannsóknaskipinu Charles Darwin sumarið 1994. Lá þá fyrir frumúr- vinnsla segulmælinganna og var niðurstaða hennar notuð til að stað- setja þrjár mælilínur úti á Sundun- um. Unnið var úr gögnunum á Orkustofnun, þeim steypt saman við önnur þyngdargögn og birt (Karl Gunnarsson 1997). Þar má sjá afar svipað mynstur og í segulsvið- inu, 10 mGal hæð úti af Kjalarnesi og aðra bjúglaga frá Viðey suður fyrir Klepp. Falla þessar hæðir saman við segullægðirnar. Þá má sjá lágan „ás" frá meginhæðunum suðvestur í stefnu landreks að rek- beltinu (6. mynd).

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.