Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2002, Page 48

Náttúrufræðingurinn - 2002, Page 48
Náttúrufræðingurinn þó ekki alveg samsíða. Freistandi er að álíta að syðsta frávikið hafi upp- haflega verið hringlaga, en bergið þar, og í þeim innskotum sem þyngdarsviðið bendir til, hafi endur- segulmagnast af völdum þessa nýja eldstöðvakerfis. Það er að minnsta kosti líklegt að segulhæð suðvestur úr Stardalsfrávikinu sé af völdum gangavirkni frá þeirri eldstöð, þótt eldstöðvakerfi hennar liggi annars aðallega til norðausturs. PYTTUR Hvað veldur „segulpytti" úti af Kjal- amesi, þar sem mælist sterkast nei- kvætt segulsvið úr þessari hæð yfir íslandi? Óbeinar mælingar eins og segulsviðsmælingarnar geta ekki gefið einhlítt svar við því og þess vegna verður að stinga upp á skyn- samlegri tillögu að stærð og segul- mögnun bergmyndana, reikna seg- ulsviðið sem það veldur og bera saman við mælingarnar. Reikna verður fyrir nokkur mismunandi líkön til að sjá hvað gengur og hvað ekki og draga síðan ályktanir út frá þeim. Einfaldast er að líta svo á að seg- ulmagnaði hluturinn sé kúlulaga innskot sem nær upp að yfirborði. Niðurstöður útreikninga fyrir þrjár kúlur af mismunandi stærð og með mismunandi styrk segulmögnunar em sýndar á 8. mynd. Kúlulíkanið fellur vel að mældu gögnunum, einkum kúla með 1200 m þvermáli, og er ekki þörf á flóknari líkönum. Styrkur segulmögnunarinnar þarf í því tilfelli að vera um 30 A/m. Slíkur styrkur er meiri en þekkist í íslensk- um hraunlagastöflum, en eins og fyrr er frá greint fundust einstök sýni með þessum styrk yst á Kjalar- nesi. Höfundar hafa gert ráð fyrir að segulmögnun umhverfis innskotið sé hverfandi, því ella hlyti segul- mögnun kúlunnar að vera meiri sem því næmi. Er þá vart um annað að ræða en að innskotið liggi í mó- bergstúffi eða jarðhitaummynduðu bergi, en búast má við að slíkt berg sé nokkru eðlisléttara en sjálft inn- skotið. Reiknað hefur verið út að 48 1 km hæð Flughæð Sjávarmál 1 km dýpi 1 Mælt segulsvið að frádregnu meðalsviði Reikrnð sviðfrá kúlum: ----- Þvermál 1000 m, Jrem = 40 A/m ... Þvermál 1200 m, Jrem = 30 A/m —— Þvermál 1400 m, Jrem = 25 A/m 8. mynd. Líkanreikningar. Svart: Segulsviðið eftir ímyndaðri mælilínu pvert yfir segul- pyttinn frá NNA til SSA, eftir að búið er að draga frá pað svið sem gert er ráð fyrir að sé af öðrum orsökum. Litferlar: Kúhdaga segulmögnuð innskot og svið sem pau valda. Örin sýnir halla segulsviðs í kúlunni. Myndin er rétt teiknuð, p.e. hæð og lengd eru í sama kvarða. - Cross section of the local magnetic anomaly (see Fig 7 for location). Black: Residual magnetic field. Colours: Calculated field from spheres 1.0-1.4 km in di- ameter. The calculations require very high remanent intensity, the best fit is at 30 Afm. Arrow indicates magnetic inclination used þyngdaráhrif frá fyrrgreindri kúlu, sem er 3% eðlisþyngri en umhverfið, gefi þyngdarfrávik nærri 2 mGal. I þyngdarsviðinu vottar fyrir stað- bundnu fráviki, hlykk á jafnsviðs- línu, sem gæti verið af þessum or- sökum en samsvarar aðeins V2-I mGal. LOKAORÐ Eftirtöldum aðilum eru færðar sér- stakar þakkir: Úlfari Henningssyni flugmanni, sem með óþrjótandi áhuga og þolinmæði leysti verk sitt vel af hendi og var okkur góður fé- lagi; Sæmundi Þorsteinssyni og Guðbjarna Guðmundssyni á Kerfis- verkfræðistofu Verkfræðistofnunar Háskólans, sem lánuðu okkur stað- setningarbúnað og aðstoðuðu okkur við við notkun hans; Þorsteini Sæ- mundssyni og Þorgerði Sigurgeirs- dóttur á háloftadeild Raunvísinda- stofnunar Háskólans, sem lögðu til segulgögn frá Leirvogsstöðinni á tölvutæku formi þá daga sem flogið var; Finni Pálssyni, fyrir aðstoð við gagnavinnslu og fleira. Roger Searle og Barry Parson og skipshöfnin á RRS Charles Darwin lögðu fram for modelling. þyngdarmælingar úti á sjó og Karl Gunnarsson vann úr þeim gögnum og dró saman önnur þyngdargögn á Reykjavíkursvæðinu. Einar Gunn- laugsson, jarðfræðingur hjá Hita- veitu Reykjavíkur, veitti okkur mik- ilsverðan stuðning. SUMMARY Aeromagnetic survey over the Reykjavík area The aim of an aeromagnetic survey is to map magnetic characteristics of the und- erlying bedrock, which can reflect the structure and composition of the upp- ermost 3 km (or so) of tlie cmst. The measured magnetic field is the vector sum of the geomagnetic field vector (contributing around 95% at our flight altitude) and the rock magnetism vector - plus some extraterrestrial fluctuation. The geomagnetic field is a fairly well known quantity and can therefore be subtracted to give a residual field which closely resembles the vertical component of the rock magnetism. The Science Institute of the University of Iceland surveyed a 700 km2 area over and around Reykjavík in late 1993. The Á

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.