Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2002, Page 50

Náttúrufræðingurinn - 2002, Page 50
Náttúrufræðingurinn Holtsóley t' blóma. Krónublöoin ertt hvít, oftast átta talsins og myttda krans utaii um gula frjálinappana. I miðju blómsins eru margar fjaðurhærðar frævur. Laufblöðitt kallast rjúpttalauf. Þau eru skitmkettitd og veturgræn. Ljósmynd Hörður Kristinsson. Sturla Friðriksson ÞjÓÐARBLÓMIÐ Holtasóley Dryas octopetala Ekki alls fyrir löngu voru landsmenn spurðir hvaða fjall þeim þætti fegurst og virðulegast hér á landi og ætti að hljóta þann heiður að teljast öndvegisfjall þjóðarinnar. Rifjaði það upp fyrir mér skrif mín um þjóðarblóm rétt fyrir þjóð- hátíð okkar 1994, þegar við fögnuðum 50 ára lýðveldi. Stakk ég þá upp á því að við Islendingar gerðum holtasóley að þjóðarblómi og skrifaði grein um það í Lesbók Morgunblaðsins 21. maí sama ár. I framhaldi af þessu var holtasóley gerð að tákni þjóðhátíðarinnar og teiknaði Ágústa Pétursdóttir Snæland ágætt merki fyrir hátíðamefndina. Síðan hef ég nokkmm sinnum imprað á því við ýmsa ráðamenn að einhverjum fastmælum verði bundið að Island eigi sér kjörblóm. Eðlilega verður þjóðin að samsinna þessu vali. Ég læt hér aftur á prent þessar hugleiðingar mínar til að rifja málið upp á nýjan leik og fá um- fjöllun um þessa hugmynd. Er til þjóðarblóm íslendinga? Ég var fyrir allmörgum árum spurður að því hvort hér á landi væri til einkennisplanta, sem væri viðurkennd af almenningi sem tákn fyrir plönturíki landsins og annað lífríki þess. Ég varð að játa að svo væri ekki. Þeir sem spurðu vom að safna upplýsingum um einkenn- isplöntur ýmissa þjóða sem hafa blóm í skjaldarmerki sínu eða nota plöntur og plöntuhluta sem þjóðar- tákn. Á svipaðan hátt em sérstök dýr einnig valin sem þjóðareinkenni og hefur fálkinn skipað þann sess hér á meðal okkar. Nefna má nokkur dæmi um teg- undir plantna sem einstaka þjóðir hafa tileinkað sér í þessu skyni og þær hampa sem merki fyrir sitt land. I sumum tilvikum em þessar plöntur jafnvel lögleiddar sem þjóðartákn. Má þar í flokki einna frægastar telja frönsku liljuna, fleur-de-Iis, og kana- díska hlyninn Acer eða mösurinn, en blað hans, the Maple Leaf, nota Kanadamenn í rauðum lit í þjóðfána sinn. Alpafífillinn „Edelweiss", Le- ontopodium alpinum, þykir mönnum vera tákn Alpanna og hreinleika fjallaloftsins þar. Nota Austurríkis- menn og einnig Svisslendingar alpa- fífilinn sem þjóðarplöntu. Þá hafa Skotar átt sér sinn þistil, Cirsium, frá fornu fari í skjaldarmerki og ein virðulegasta orða Skota er þistilorð- an, sem aðeins er veitt fáum útvöld- um. írar eiga sér „Shamrock" að þjóðartákni, sem er súrsmæra, Oxalis acetosella, en sumir álíta það vera músasmára, Trifolium dubium. Eng- lendingar hafa valið sér að merki rauða Tudor-rós, sem lengi hefur verið konunglegt tákn hjá þeim. Ná- grannar okkar á Norðurlöndum virðast sumir eiga sér þjóðarblóm. Þannig halda Finnar mikið upp á sína dalalilju, Convallaria majalis, og talið er að beitilyng, Calluna vulgaris, sé eftirlæti Norðmanna. Svíar hófu til virðingar lágvaxna skógarbotna- plöntu sem við köllum lotklukku, 50 Náttúrufræðingurinn 71 (1-2), bls. 50-51, 2002

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.