Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2002, Qupperneq 53

Náttúrufræðingurinn - 2002, Qupperneq 53
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags ' A „«6»- •- - TlM 1 . mynd/Fig. 1. Svartfuglar sem drepist hafa í netum. - Auks drowned in fishing net. Ljósm./photo: DV-myndir. Sveinn Þormóðsson. byggðar á fuglamerkingum segja hins vegar harla lítið urn hve margir fuglar drepast árlega í veiðarfærum. Eina vísindalega fuglasafn lands- ins er að finna á Náttúrufræðistofn- un Islands. Skráð er á hvern hátt fuglar sem þar lenda drepast, eins og gert er með endurheimta merkta fugla. Gerð veiðarfæra er skilgreind eins nákvæmlega og hægt er. Gögn þessi gefa vissar upplýsingar um tegundir fugla sem lenda í veiðar- færum, fjölda einstaklinga og hlut- föll eftir tegundum. Gögnin eru hins vegar talsvert háð því hvaða fugla- tegundir hafa verið rannsakaðar. Einnig er viss samsvörun rnilli fugla- safnsins og fuglaendurheimtnanna þar eð sumir merktir fuglar eru varðveittir í fuglasafninu og eru þess vegna skráðir í báðum gagnasöfn- um. Sala á fuglum sem drepast í veið- arfærum er ólögleg samkvæmt lög- um um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og spendýrum (lög ur. 60/1994). Engu að síður hafa net- dauðir svartfuglar verið seldir á fisk- mörkuðum mörg undanfarin ár, eins og dagleg yfirlit í Morgunblaðinu vitna urn. Söluyfirlitin sýna vel á hvaða árstíma svartfuglar drepast helst í netum. Hitt er svo jafnljóst að aðeins hluti netafugla fer urn fisk- markaðina. í mörg ár þurftu þeir sem fengu leyfi til grásleppuveiða að fylla út aflaskýrslur, þ. á m. urn allan auka- afla. Skýrslurnar hafa aldrei verið notaðar að ráði til að skoða að hvaða marki fuglar drepast í grásleppunet- um. Þær eru einnig mjög gallaðar að því leyti að sjómenn fylltu skýrsl- urnar misvel út, surnir af samvisku- semi en aðrir virtust aldrei fá fugla né annan aukaafla í net sín. Vafa- samt er að hve miklum notum þess- ar skýrslur koma, en ef til vill má nýta þær til þess að sýna breytingar milli ára ef gert er ráð fyrir að skekkjan í þeim sé sú sama ár frá ári. Ekki er lengur gerð krafa um slíka skýrslugerð, enda voru upp- lýsingarnar lítið notaðar og ekkert gert til að fylgja því eftir að rétt væri skráð. Önnur skráð gögn um fugladauða í veiðarfærum eru tilviljanakennd, svo sem ýmis tilvik um stórfelldan fugladauða, einkum svartfugla í þorskanetum (sjá síðar). Sjómenn vita mætavel að fuglar drepast í veiðarfærum og gætu eflaust miðlað af reynslu sinni um það hvaða fugla- tegundum er hættast og hversu yfir- gripsmikið vandamálið er. Þó er staðan í dag sú að margt er enn á huldu um hversu víðtækur vandinn og hver eru áhrif dauðsfalla í veiðar- færum á stofna sjófugla. VANDAMÁLIÐ í HNOTSKURN Sjófuglar drepast í stórum stíl í veið- arfærum á íslandsmiðum eins og ár- legar fregnir vitna um. Dæmin eru mýmörg og skulu aðeins örfá nefnd eftir heimildum á Náttúrufræði- stofnun íslands. í aprílbyrjun 1979 fengu trillubátar 2500-3000 svart- fugla í net á einum sólarhring við Þormóðssker. I apríl 1980 komu 3000-4000 svartfuglar í þorskanet 53
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.