Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2002, Qupperneq 56

Náttúrufræðingurinn - 2002, Qupperneq 56
Náttúrufræðingurinn 3. tafla/Tab. 3. DauðsföII sjófugla eftir gerðum veiðarfæra; byggt áendurheimtum merktra fugla á árunum 1932-1994. Fjölai endurheimtna er 603. - Seabird mortality according to type of fishing gear, based on recoveries ofringed birds during the years 1932-1994. N = 603. Laxanet/Salmon net 11 Laxaleiðari/Salmon trap leader 3 Silunganet/Trout net 1 Þorskanet/Cod net 8 Rauðsprettunet/Flounder net 4 Óskilgreint hrognkelsanet/Unspecified Lumpsucker net 2 Rauðmaganet/Male Lumpsucker net 3 Grásleppunet/Female Lumpsucker net 509 Óskilgreint fiskinet/Unspecified fishing net 16 Troll/Troll 1 Skelplógur/Scallop plough 1 Öngull/Fishing hook 1 Lína/Long line 18 Fiskinet á landi/Fishing gear on land 9 Óskilgreint veiðarfæri/Unspecified fishing gear 16 inga. Vegna hlutdrægni gagnanna er óráðlegt að draga af þeim of miklar ályktanir. Ein tegund til viðbótar sem hvorki kemur fram í merkingagögnum né fuglasafninu en vitað er að lent hafi í veiðarfærum er haftyrðill Alle alle. Af fyrirliggjandi gögnum má sjá að alls 20 fuglategundir hafa fundist í veiðarfærum hér við land. ÁHRIF VEIÐARFÆRA Á FUGLASTOFNA Fuglar, eins og aðrar lífverur, drep- ast á margvíslegan hátt. Eftir því sem áhrif manna á stofnana eru meiri og fjölbreyttari eykst hættan á því að þeir verði fyrir skakkaföll- um. Frá og með árinu 1995 var byrjað að skrá upplýsingar úr fuglaveiði í veiðiskýrslum sem veiðistjórnar- svið Umhverfrsstofnunar (áður Veiði- stjóraembættið) safnar ár hvert (sjá vefsíðu www.veidistjori.is). Veiði- skýrslurnar hafa nú þegar gefið mikilsverðar upplýsingar um fjöld- a veiddra fugla og stutt grein hefur verið tekin saman um hugsanleg áhrif veiða á íslenska sjófuglastofna (Ævar Petersen, í prentun). Mikil- vægt er að áhrif sjófugladauða í veiðarfærum á viðkomandi fugla- stofna verði metin. Forsenda þess er að safnað verði mun betri gögn- um um hve mikið drepst af fuglum ár hvert, af hvaða tegundum, á hvaða aldri fuglarnir eru, hvar við landið þeir drepast, hver er upp- runi þeirra o.s.frv. Áhrif dauðsfalla í veiðarfærum á viðkomandi fuglastofna fara ekki endilega eftir fjölda fugla, þótt meiri líkur séu á alvarlegri áhrifum eftir því sem fleiri einstaklingar drepast. Áhrifin fara einnig eftir stærð stofn- anna og hvaða einstaklingar drep- ast. Neikvæð áhrif á stofna eru al- mennt ekki talin eins hættuleg ef ungir, ókynþroska fuglar eiga í hlut miðað við varpfugla, þótt slíkt þurfi ekki að vera einhlítt. Uppruni fugl- anna skiptir einnig máli, því ef fugl- arnir koma víða að er minni hætta á varanlegum áhrifum á einstaka stofna. Ef fuglamir eru allir úr sama varpi getur viðkomandi fuglabyggð orðið fyrir skaða til frambúðar, jafn- vel liðið undir lok ef dauðsföll em umtalsverð. Fuglar sem lenda í veiðarfæmm geta verið uppmnnir annars staðar en á íslandi og því em dauðsföll fugla í veiðarfæmm hér við land ekkert einkamál Islend- inga. Fuglategundir lenda mismikið í hinum ýmsu gerðum veiðarfæra. Máli skiptir hvort veiðarfærin eru notuð til strand- eða úthafsveiða, hvernig þeim er komið fyrir í sjó, hvar fuglarnir halda sig, hverskon- ar aðferðir fuglar nota við fæðuöfl- un o.s.frv. I 3. töflu er yfirlit yfir veiðarfæri sem fuglar drápust í, en þær upplýsingar eru dregnar úr niðurstöðum fuglamerkinga. í 3. töflu koma ekki fram öll veiðarfæri sem fuglar finnast í. Til dæmis hefur súla komið í síldarnót (Vísir 25.4.1961). Grásleppunet eru langhættulegustu veiðarfærin fyrir sjófugla samkvæmt þessum gögn- um. Samt er ekki allt sem sýnist, því máli skiptir hvaða fuglategund- ir hafa einkum verið merktar og hvar, stærð stofnanna, á hve víð- áttumiklu hafsvæði hefur verið veitt, hvaðan tilkynningar hafa borist um merkta fugla o.s.frv. Einnig vantar upplýsingar um veiðiálag eftir gerð veiðarfæra, haf- svæðum og tíma árs. Tölurnar í töflunni gefa einungis ákveðnar vísbendingar. Laxanet virðast valda talsverðum fugla- dauða. Þegar grannt er skoðað voru þau nær eingöngu dauða- gildra fyrir dílaskarfa. Laxveiðar sem stundaðar voru í árósum eru nú aflagðar. Aftur á móti er fiskeldi í kvíum ennþá stundað og talsvert um að fuglar séu beinlínis skotnir við þær, þ. á m. dílaskarfar og máfar. Sjófuglar drepast greinilega mik- ið við línu- og þorskveiðar og senni- lega eru dauðsföll vegna þessa van- áætluð. Línuveiðar verða fuglum talsvert að fjörtjóni, ekki síst fýlum og skúmum Stercorarius skua, auk þess sem slíkar veiðar virka óbeint á suma fuglastofna. Sjómenn hafa gjarnan byssu með sér til að drepa eða hræða fugla sem flykkjast að bátunum til að koma í veg fyrir að þeir hirði beitu af önglum. Nauð- synlegt er að skoða þátt línu- og þorskaneta í dauðsföllum sjófugla mun betur. Einnig er spurning hvort loðnuveiðarnar taki ekki sinn toll af fuglum þótt engin gögn séu þar að lútandi. SALA Á FISKMÖRKUÐUM Frá því fiskmarkaðir voru settir á fót hér á landi hafa þeir selt svart- fugla sem sjómenn fá í net. Skoðun á sölutölum markaðanna leiðir ým- islegt áhugavert í ljós. Auk þess að gefa upplýsingar um lágmarks- fjölda svartfugla sem farast á þenn- an hátt sýna þær ágætlega breyt- ingar eftir árstíðum og hvar við landið svartfuglar drepast aðallega í veiðarfærum. 56
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.