Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2002, Síða 62

Náttúrufræðingurinn - 2002, Síða 62
N áttúrufræðingurinn Ornólfur Thorlacius UPPHAF jarðlífs Þegar Darwin var að vinna að þróunarkenningu sinni, fyrir um hálfri annarri öld, þekktu menn steingerðar leifar margra allþroskaðra og fjöl- breyttra dýra í jarðlögum frá upphafi fornlífsaldar, kambríumtímabili, en í eldri jarðlögum fundust engin merki lífs. Síðan hefur ýmislegt komið fram, einkum seint á síðustu öld og á þeirri sem er nýhafin, er varpar ljósi á þró- un lífs snemma í jarðsögunni. Hér verður getið nokkurra forvitnilegra upp- götvana sem þessu tengjast og hvernig þróunarfræðingar túlka þær. 2. rnynd. William Thomson, Kelvin lávarður (1824-1907), ályktaði út frá mælingum á jarðhita að jörðin væri 20 milljón ára. William Thomson, betur þekktur sem Kelvin lá- varður, var einn kunnasti eðlisfræðingur Breta á 19. öld (1. mynd). Þótt hann væri trúaður mað- ur sætti hann sig ekki við þá túlkun á sköpunarsögu Gamla testament- isins að jörðin væri aðeins nokkurra árþúsunda gömul. Hann taldi að hægt væri að komast nær sanni um aldur jarðar með vísindalegri aðferð, með mælingum á jarðhita. Námamenn vita að hiti í námum vex með auknu dýpi. Kelvin skýrði þennan hita með því að öll hefði jörð- in í upphafi verið glóandi (sem trú- lega er rétt), og eftir að myndunar- skeiði hennar lauk hafi hún smám saman kólnað. Rétt eins og í kulnandi glæðum í ami kólnar yfirborðið fyrst, en hiti leynist lengi hið innra. Langur tími muni líða þar til allur hnötturinn verði orðinn kaldur. Til em vel útfærðar jöfnur um það hve hratt hlutir kólna, og Kelvin beitti þessum jöfnum á allan hnött- inn. Ut frá mælingum á því hve hratt varmi berst út úr bergi og hversu heitt verður í dýpstu námugöngum komst hann að því, árið 1862, að jörðin gæti ekki verið eldri en 100 milljón ára. Síðar lækkaði hann, út frá nýrri gögnum, þessa tölu í 20 milljón ár. En hvor talan sem var rétt, setti þessi lági aldur jarðar strik í reikn- inginn fyrir Charles Darwin, sem birti rit sitt um uppmna tegundanna árið 1859. „Ég hef verulegar áhyggjur af pví hve ungan Sir W. Thomson telur heiminn," skrifar Darwin í bréfi. Kelvin lávarður gekk í útreikn- ingum sínum út frá því að inni í jörð- inni losnaði engin ný orka. Þetta reyndist rangt. Árið 1896, fjórtán ámm eftir lát Darwins en meðan Kelvin var á lífi, uppgötvaði fransk- ur eðlisfræðingur, Henri Becquerel, geislavirknina. Sjö ámm síðar ein- angruðu hjónin Marie og Pierre Curie mjög geislavirkt efni, radíum. Geislavirk fmmefni em úr óstöðug- um atómum sem fyrr eða síðar falla sundur í minni atóm og atómhluta (öreindir) og senda um leið frá sér orkuríka geisla. Þessar uppgötvanir leiddu í ljós að jörðin er mun eldri en Kelvin lá- varður hafði haldið. I iðmm jarðar em ýmis geislavirk efni sem halda jarðhitanum við. ÁTOMKLUKKUR Hvert geislavirkt fmmefni sundrast með ákveðnum hraða. Þessi hraði er gefinn upp sem helmingunartími efnisins, það er sá tími sem það tek- ur helming þess að klofna í önnur efni. Hugsum okkur til dæmis að helmingunartími geislavirks efnis sé eitt ár. Ef við höfum í upphafi eitt gramm af hreinu efni er ári síðar eft- ir hálft gramm af því, eftir tvö ár fjórðungur úr grammi o.s.frv. Algengasta afbrigði (samsæta eða ísótóp) fmmefnisins úrans eða úran- íums, úran-238 eða B8U, klofnar í tímans rás í nokkmm áföngum í samsætu af blýi, 206Pb. ITelmingun- artíminn er afar langur, 4,47 milljarð- ar ára (4,47 x 109 ár). Önnur samsæta úrans, 235U, breytist í annars konar blý, 207Pb, á talsvert styttri tíma. Helmingunartíminn er „ekki nema" 704 milljón ár. Með því að mæla hlutfall úrans og blýs af tilteknum gerðum í fornu bergi er hægt að ákvarða hve langt er um liðið síðan það varð til. Önnur geislavirk fmmefni koma að notum við aldursgreiningu á yngri jarðlög- um. Geislavirkt afbrigði kolefnis, kolefni-14 eða 14C, helmingast (breyt- ist í venjulegt nitur, 14N) á 5700 ámm. Þetta efni nota fornleifafræðingar til dæmis til að ákvarða aldur fornra mannvistarleifa. Þarna á milli em ýmis efni sem nýtast við aldurs- greiningu jarðlaga, svo sem geisla- virkt kalíum, 40K, sem sundrast í argon,40Ar. Helmingunartíminn er 1,28 milljarðar ára. Aldur jarðar í óbyggðum Norðvestursvæðanna í Kanada, við bakka Acastafljóts, hef- ur fundist berg (2. mynd) sem er meira en fjögurra milljarða ára gam- alt (4.000.000.000 eða 4 x 109 ára). Eldri jarðmyndanir hafa ekki fundist 62 Náttúrufræöingurinn 71 (1-2), bls. 62-68, 2002

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.