Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2002, Side 70

Náttúrufræðingurinn - 2002, Side 70
Náttúrufræðingurinn Bryologie) og mosafræðingur bryolog. Hnokkmosar eru fremur smá- vaxnir af mosum að vera og vaxa oftast í þéttum bólstrum eða smá- þúfum. Blöðin eru egglaga eða lensulaga, oftast odddregin, heil- rend eða því sem næst, með aflöng- um, oftast meira eða minna sex- hyrndum, tígullaga frumum í blaðfletinum. Flestir eru fagurgrænir en hafa oft rauða eða brúna stöngla og baukstilka og nokkrir hafa rauð- leit blöð (2. mynd). Baukamir em langegglaga-peru- laga, alltaf útstæðir eða lútandi, með snubbóttu loki. Þeir hafa yfirleitt mjög reglulegan opkrans (peristom), sem alltaf er tvöfaldur og innri og ytri krans vanalega álíka háir. I hvor- um kransi em 16 flipar sem kallast tennur og standa á misvíxl, þær ytri nokkuð stífar, brúnar eða rauðleitar þegar þær em fullþroska, en þær innri gulleitar, tjásulegar, samtengd- ar neðantil af þunnri himnu og stundum með hnúskóttum þráðum á milli (3. mynd). Þetta er hinn dæmigerði opkrans, en hann má finna í einhverju formi hjá flestum blaðmosum (Musci). Eft- ir lögun hans og gerð vom mosarnir flokkaðir í kvíslir og ættir og við 4(x6) Teeth Cilia 6 (x60) 3. mynd. 4. Baukur af Bryum capillare (skrúfhnokka). 5. Opkrans af sömu teg- und. Tennur ytri kransins hafa opnast og vísa út á við, en innri kransinn rnyndar enn lokað hvolf í baukopinu. 6. Hluti af innra kransi við 60-falda stækkun. (Úr Watson 1959) hnokki), B. salinum (fjömhnokki), B. imbricatum (barðahnokki), B. pal- lescens (gljúfrahnokki), B. pseu- dotriquetrum (kelduhnokki) og B. argenteum (silfurhnokki). Fáar hnokkmosategundir eru áberandi í gróðurfari og þær mynda sjaldan samfelldar græður. Helst em það dýjahnokki og kelduhnokki, sem oft em áberandi við lindalæki og dý og vekja athygli vegna hins rauða litar sem þær skarta stundum. EINKENNI SILFURHNOKKA Silfurhnokki vex oftast í þéttum breiðum sem eru áberandi hvít- grænar eða silfurlitar, einkum í þurrki. Þessi sérkennilegi litur, sem oftast má greina tegundina eftir, stafar af því að fremri hluti blað- anna er að mestu laus við grænu- korn og því glær eða litlaus, en auk þess eru blöðin mjög þunn og liggja þétt saman. Þetta virðist vera einhvers konar vörn gegn of sterku i sólarljósi og/eða uppgufun, því að eintök sem vaxa á björtum stöðum eru mun ljósari en þau sem vaxa í greiningu á tegundum hnokkmosa er hann mikilvægur. Opkransinn er mikið djásn sem gaman er að skoða í stækkunargleri eða smásjá. Tennumar í ytri kransin- um em alsettar þverlistum og sömu- leiðis fliparnir í innri kransinum, sem auk þess em með gataröð langs eftir miðju. Kransarnir myndast úr frumulögum innan á bauklokinu, við það að innihald frumnanna hverfur en eftir verður aðeins hluti frumuveggjanna. Kransarnir eru viðkvæmir fyrir raka og svigna tenn- urnar eftir því, lokast yfirleitt í rign- ingu en opnast í þurrki svo gróin geti dreifst. Sumir hnokkmosar mynda ríkulega bauka og má finna þá á öll- um tímum ársins. Þeir geta því verið hentugt skoðunarefni í kennslu. Hnokkmosar em langstærsta ætt- kvísl mosa, með um 1000 tegundir sem em yfirleitt mjög líkar innbyrð- is og þarafleiðandi vandgreindar. Oft er nauðsynlegt að hafa bauka á réttu þroskastigi til að nafngreina tegundir með vissu. Hnokkmosar tilheyra hnokkmosa- ætt (Bryaceae) ásamt nálmosum (Leptobryum), skartmosum (Pohlia), bjartmosum (Anomobryum), dármos- um (Plagiobryum) og hvirfilmosa (Rlwdobryum). Hnokkmosaættin til- heyrir svo aftur hnokkmosabálki (Bryales) ásamt sex öðmm ættum, og bálkurinn baukmosum (Musci). Árið 1995 gaf Náttúmfræðistofn- un Islands út sérstakt hefti (162 bls.) í fjölritaröð sinni sem fjallar um hnokkmosaætt. Höfundur þess er Bergþór Jóhannsson. Þar er 38 teg- undum íslenskra hnokkmosa lýst nákvæmlega með teikningum og út- breiðslukortum. Þar kemur fram að margar þeirra em sárasjaldgæfar, til dæmis hafa 7 tegundir aðeins fund- ist á 1-3 stöðum. Fágætasta tegund- in er Bryum vermigerum (dverg- hnokki) sem fannst á gosösku við hraunjaðar í um 800 m h.y.s. norðan Vatnajökuls og hafði þá aðeins fund- ist á einum stað öðmm á jörðinni. Af algengum tegundum má nefna: Bryum arcticum (heiða- hnokki), B. pallens (sytmhnokki), B. rutilans (klettahnokki), B. weigeli (dýjahnokki), B. algovicum (haga- a (x7-5) caps. (x7-5) 4. mynd. Teikningin sýnir helstu einkenni silfirhnokka við mistnunandi tnikla stækk- un. (Úr Watson 1959). 70 i

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.