Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2002, Qupperneq 77

Náttúrufræðingurinn - 2002, Qupperneq 77
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags kvíslinni Arctinula, búldur (Thyasira) og nurtur (Montacuta) (Knudsen 1970). Ennfremur hefur verið bent á að margar kaldsjávartegundir eins og jökulbirða (Bathyarca glacialis), búldutegundin Thyasira dunbari og bugðukesja (Cuspidaria subtorta), sem allar lifa á litlu dýpi við Norður- Grænland, séu ekki sérlega vel að- lagaðar lífi á grunnsævi þar sem þær hafa ekki sviflirfustig (Schiotte 1989). Því má leiða að því líkum að grunnsævisfánan á háarktísku svæðunum hafi að mestu leyti þró- ast frá tegundahópum sem lifðu á talsverðu dýpi en færðu sig nær landi og inn á grunnsævi fyrir um það bil 2,45 milljón árum (Leifur A. Símonarson o.fl. 1998). Hins vegar virðist sem þessari þróun sé ekki að fullu lokið. Frekari rök fyrir þessari þróun er sú staðreynd að flestar samlokur á grunnsævi á háarktísku svæðunum eru með þunnar og slétt- ar skeljar með ógreinilegar bárur og gárur, en þessi einkenni finnast helst hjá tegundum sem lifa á talsverðu dýpi þegar sunnar dregur. Ef þetta gerðist fyrir um það bil 2,45 milljón árum, eins og flest bendir til, þá virð- ist ljóst að þessi sókn botndýra inn á grunnsævi og upp að strönd hafi átt sér stað á fýrsta meiriháttar jökul- skeiðinu á nýlífsöld. Þá er talið að ís- þekja hafi lagst yfir núverandi Norð- ur-Ishaf (Carter o.fl. 1986, Kaufman og Brigham-Grette 1993), sem varð þess valdandi að botndýr færðu sig nær ísröndinni, þar sem fæðumögu- leikar voru betri en undir sjálfri ís- hellunni, og áfram inn á grunnsævi nær ströndinni þar sem frekar var að finna íslaus svæði, a.m.k. hluta úr ár- inu. Það hefur komið í ljós að fyrsta meiriháttar jökulskeiðið á nýlífsöld, fyrir 2,55-2,45 milljón árum, varð þess valdandi að nýjar tegundir mynduðust allvíða. Tíu nýjar teg- undir sælindýra koma fram í jarð- lögunum við Kaupmannahafnar- höfða á Norður-Grænlandi á þess- um tíma og jökultoddan er ein þeirra (Leifur A. Símonarson o.fl. 1998). Færð hafa verið rök fyrir því að fjörudoppa (Littorma littorea) hafi myndast suðaustur af Islandi um svipað leyti (Olöf E. Leifsdóttir og Leifur A. Símonarson 2001) og Monegatti og Raffi (2001) hafa bent á allverulegar breytingar á tegundum og allmikinn útdauða í Miðjarðar- hafi á þessum tíma. Það virðist því ljóst að þetta jökulskeið hafði veru- leg áhrif á lífríki sjávar og stuðlaði bæði að myndun nýrra tegunda og útdauða, þegar þær tegundir sem fyrir voru reyndu að aðlagast nýjum og að flestu leyti erfiðari aðstæðum, ekki síst lækkandi sjávarhita. Þessa þróun má rekja frá Norður-Græn- landi um ísland og a.m.k. suður í Miðjarðarhaf. SUMMARY The bivalve Portlandia arctica (Gray, 1824) in Iceland The taxodont bivalve Portlandia arctica (Gray, 1824) is mainly high-arctic in its distribution and is not living around Iceland. It has been found in marine Cainozoic sediments in North and West Iceland in seven different places. The oldest occurrence of P. arctica in Iceland, in sediments of the Hörgi Formation in Breiðavík, Tjörnes, North Iceland, is probably 2.15 Ma. In Breiðavík it has also been found in the Threngingar Formation, both in the Fossgil Member, 2.05 Ma, and the Svarthamar Member sediments, 1.5 Ma. From Middle Pleistocene there is a confirmed occur- rence in Búlandshöfði, Snæfellsnes, West Iceland, in deposits slightly older than 1.1 Ma. From Late Glacial time it has been collected in sediments in Saurbær, Geiradalur, Súluá, and Heynes, West Iceland, and the Húsavík Formation in Tungukambur on Tjörnes, North Iceland. The specimens from Breiðavík belong mostly to the var. portiandica, but typical P. arctica arctica occurs too. The specimens from Bú-landshöfði and most of the specimens from Saurbær belong to the subspecies P. arctica siliqua, where- as a few specimens from Saurbær and the valves from Geiradalur and Tungukambur are identified as the typi- cal species. In Iceland, P. arctica is exclusively found in sediments deposited during the last phases of glacial epochs in high- arctic temperature regime and oligoha- line waters in low energy environments. It is a deposit-feeder belonging to the shallow burrowing infauna on muddy and silty bottom. The optimal habitat of the species was localities situated at glacier fronts and mouth of rivers with melt water in fjord areas, as is the case today. P. arctica is one of the most charac- teristic species within the marine high- arctic shallow-water mollusc fauna. The taxonomic diversity and palaeo- biogeography of North Atlantic mol- luscs were obviously greatly affected by the drastic climatic changes that resulted in an extensive glaciation at 2.55-2.45 Ma (Praetiglian). It is sug- gested that the high-arctic shallow- water marine mollusc fauna evolved in response to the new and harsher envi- ronment following the Praetiglian Glaciation, most probably during migration into shallow-water environ- ments. When the Polar Basin became ice-covered the molluscs were attracted to the ice margin where food condi- tions were more favourable, and then to the shallow-water shelves with sea- sonally ice-free areas close to the coasts. ÞAKKARORÐ Við stöndum í mikilli þakkarskuld við Odd Sigurðsson, sem myndaði skeljarnar a-c og e-f á 1. mynd, svo og Ævar Jóhannesson fyrir að mynda skel d á sömu mynd. Þá viljum við einnig þakka Náttúrufræðistofnun íslands fyrir lán á skeljum úr safni stofnunarinnar. HEIMILDIR Allison, R.C. 1978. Late Oligocene through Pleistocene molluscan faunas in the Gulf of Alaska Region. Tlie Veliger 21.171-188. Andrews, J.T., Miller, G.H., Nelson, A.R., Mode, W.N. & Locke, W.W. III. 1981. Quatemary near-shore environments on Eastem Baffin Island N.W.T. í: Quatemary paleoclimates (ritstj. W.C. Mahaney). University of East Anglia, Norwich. Bls. 13-44. Bemard, F.R. 1979. Bivalve mollusks of the Westem Beaufort Sea. Contributions in Science, Natural History Museum of Los Angeles County 313.1-80. Bemard, F.R. 1983. Catalogue of the living Bivalvia of the Eastem Pacific Ocean: Bering Strait to Cape Hom. Canadian Special Publication of Fisheries and Aquatic Sciences 61.1-102. Brogger, W.C. 1900-1901. Om de sengladale og postglaciale niváforandringer i 77
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.