Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2004, Blaðsíða 86

Náttúrufræðingurinn - 2004, Blaðsíða 86
Náttúrufræðingurinn um fyrir aðstoð vegna fundanna. Fundimir vom auglýstir í fréttabréfi HIN og greint frá þeim í fjölmiðlum. Þakkar HÍN fyrir þá liðsemd. Fyrirlesarar og erindi vom sem hér segir: 24. janúar: Asgrímur Guðmundsson jarðfræðingur: Háhitasvæði á Norðausturlandi. Fundinn sóttu 26 manns. Febrúar: Féll niður. 27. mars: Hjörleifur Guttormsson líf- fræðingur: Um náttúrufar á Eyja- bökkum. Fundinn sótti 161 maður. 25. apríl: Gísli Már Gíslason vatnalíf- fræðingur. Líf í jökulám. Fundinn sóttu 15 manns. 30. október: Sigurður R. Gíslason jarðfræðingur: Samspil efnasam- setningar og lífríkis í Elliðaám. Fundinn sóttu 96 manns. 27. nóvember: Þórólfur Antonsson líf- fræðingur: Laxfiskar í Elliðavatni og Elliðaám. Fundinn sóttu 48 manns. Alls sóttu um 350 manns þessa 5 fundi, en hátt í fimmtíu manns að meðaltali hvern fund, ef hinu fjölsótta erindi Hjörleifs er sleppt. Er þetta viðunandi fundarsókn. Fræðsluferðir og námskeið Aðeins ein ferð var farin þessu sinni, Langa ferðin í Þjórsártungur, sem sumir kalla svo, 12.-16. júlí. Ferðaskrifstofa Guðmundar Jónas- sonar sá um skráningu í ferðina og móttöku ferðargjalds, en farið var á bíl frá Guðmundi Jónassyni hf. Er fyrirtækjum þessum og starfsmönn- um þeirra þakkað fyrir lipurð og fyrirgreiðslu. Stjórnarmenn skiftu með sér verkum í undirbúningi ferðarinnar en urðu ekki samstíga og fórst fyrir að auglýsa ferðina nógu tímanlega. Var því þátttaka með alminnsta móti, eða aðeins 16 manns. Langa ferðin í Þjórsártungur Þjórsártungur kalla sumir svæðið milli Tungnaár, Vatnakvíslar, Köldu- kvíslar og Þjórsár og var ferðinni beint á það svæði, en einnig var farið á svæði það sem sumir kalla „Mesópótamíu" eða „Millifljóta- landið", milli Tungnaár og Skaftár. Fararstjóri var Freysteinn Sigurðs- son, formaður HIN, en leiðsögu- menn Elsa G. Vilmundardóttir jarð- fræðingur og Hákon Aðalsteinsson vatnalíffræðingur. Gist var fjórar nætur í Hálendismiðstöðinni í Hrauneyjum og gert út þaðan. Er staðarhöldurum og starfsfólki þakkað fyrir góðan beina og nætur- greiða. Miðvikudag, 12. júlí, var lagt upp frá Umferðarmiðstöðinni í Reykja- vík um kl. 8:30 og ekið austur í Landssveit, yfir Þjórsá undir Sanda- felli, ofan í Gjána í Þjórsárdal, að Stöng og tekið hádegishlé við Þjóð- veldisbæinn. Skoðaðar voru Búr- fellsvirkjun og Sultartangavirkjun undir leiðsögn starfsmanna Lands- virkjunar en komið um kl. 16 í Hrauneyjar, þar sem skipað var út farangri og drukkið kaffi. Eftir það var farin hringför um Hrauneyja- virkjun og Sigölduvirkjun en komið um kl. 19 í næturstað í Hrauneyjum. Veður var skaplegt ferðaveður, 11-12°C. hiti, hægur útsynningur, skýjað og skúrir. Fimmtudag, 13. júlí, var farið um kl. 9 úr Hrauneyjum, ekið fram hjá byggingarstað Vatnsfellsvirkjunar, staðnæmst sunnan Þórisvatns, en síðan farið kl. 10-11 í kaffi og vöfflur í Versölum. Þaðan var farið um Kvíslaveituveg í Þúfuver og yfir Þjórsárstíflu á öldu þá sem síðar var farið að kalla Vaðöldu, en þar sér yfir austasta hluta Þjórsárvera og til Amarfells. Var þar tekið hádegishlé. Farið var þaðan upp í Nýjadal og gerður þar stuttur stans, en þaðan niður og upp að Hágöngulóni, þar sem tekið var kaffihlé um kl. 16. Snúið var þaðan ofan um Þveröldu og Versali og komið um kl. 19 í náttstað. Veður var ágætt, 9-14°C hiti, hæg norðanátt og bjartviðri. Föstudag, 14. júlí, var farið um kl. 9 úr Hrauneyjum, ekið fram hjá Vatnsfelli, þar sem litast var um af sjónarhóli, og svo rakleiðis inn í Jökulheima og þaðan inn yfir Heimabungu með útsýnishléi og næstum því inn undir Grindakvísl. Hádegishlé var tekið kl. 12-13 í Jökulheimum. Þaðan var ekið ofan í Veiðivötn og farinn stóri Vatna- hringurinn, en kaffihlé tekið í skála Ferðafélags Islands. Staldrað var við á heimleiðinni og gengið með Foss- vatnakvísl ofan að Litla-Fossvatni, en að lokum skoðaðar lindir í Þóristungum. Kornið var um kl. 19 í náttstað. Laugardag, 15. júlí, var lagt upp um kl. 9 og ekið inn hjá Sigöldu, staldrað stutt í Landmannalaugum, en ekið þaðan inn að Langasjó. Þoka var á og lítið skyggni, en skaflar enn á leiðinni, enda hafði veturinn verið snjóþyngri en undanfarin ár nokkur. Gert var hádegishlé við Langasjó undir Sveinstindi. Haldið var sömu leið til baka og tekið kaffihlé um kl. 16 í Landmannalaugum. Þaðan var haldið niður eftir, staldrað við Tjörvafellspoll (Hnausapoll) og komið um kl. 17:30 í náttstað. Sam- sæti ferðalanga var þar um kvöldið. Veður var svalt, 10-5°C hiti, suð- austan kæla, skýjað og úrkomusamt. Sunnudag, 16. júlí, var lagt upp frá Hrauneyjum um kl. 10, litið á landgræðslureiti í Arskógum og á Klofaey, komið við í vikumámu á söndunum austan Búrfells og Þjórs- ár, og litið á hraunasyrpur og birki- skóg í Hraunteigi austan Rangár. Hádegishlé var tekið undir móhellu- klettum við Rangá ofan Bolholts, en komið var til Reykjavíkur um kl. 15. Var rigning í byggð en skaplegt veður niður að Rangá. ÚTGÁFA Út komu 2. og 3 - 4. hefti 69. árgangs Náttúrufræðingsins og 1. hefti 70. árgangs. ÖNNUR SÝSLAN Stjórn HÍN fjallaði um frumvarp til laga um mat á umhverfisáhrifum (mars), reglugerðardrög um mat á umhverfisáhrifum (ágúst) og fmm- varp til laga um breytingar á skipu- lags- og byggingarlögum (desem- ber). 172
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.