Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 01.10.2004, Blaðsíða 1

Náttúrufræðingurinn - 01.10.2004, Blaðsíða 1
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags LOFTSLAGSBREYTINGAR OG LANGTÍMARANNSÓKNIR Loftslagsbreytingar og afleiðingar þeirra hafa mikið verið ræddar undanfarnar vikur og mánuði í tengslum við útgáfu alþjóðlegrar skýrslu um þetta efni, Arctic Climate lmvact Asessment eða ACIA, sem unnin var að tilhlutan Norðurskauts- ráðsins. Skýrslan dregur saman núverandi þekkingu á loftslagi norðurheimskauts- svæðisins, breytileika þess fyrr og nú, og spáir með aðstoð loftslagslíkana fyrir um loftslagsbreytingar út þessa öld. Jafnframt er lagt mat á það hvaða áhrif þessar breytingar hafa á umhverfi og náttúru svæðisins, atvinnu og menningu íbúanna. Um 300 vísindamenn komu að gerð skýrslunnar sem var fjögur ár í smíðum. ACIA-skýrslan staðfestir að loftslags- breytingar eru þegar hafnar á norður- slóðum og spáir því að meðalárshiti muni hækka þar tvöfalt meira en annars staðar á jörðinni á þessari öld. Hitabreytingarnar verða mismiklar eftir svæðum; mestar yfir Norður-íshafinu, allt að 8-10°C, en heldur minni i okkar heimshluta eða 3-5 °C. Jafnframt eykst úrkoma víðast hvar um 15-20% og aðrar breytingar geta orðið á veðurfari svo sem aukin tíðni illviðra. Af- Ieiðingarnar verða m.a. þær að útbreiðsla hafíss á Norður-íshafi minnkar um a.m.k. helming, yfirborð sjávar hækkar um 40-80 cm, barrskógabeltið færist til norðurs, flatarmál freðmýra dregst saman um allt að 50%, framleiðsla gróðurs á landi og í sjó eykst, búsvæði lífvera taka stakkaskiptum, suðlægar tegundir auka útbreiðslu sína til norðurs á kostnað norrænna tegunda. I stuttu máli spáir skýrslan hlýrra loftslagi á norðurslóðum í lok þessarar aldar en dæmi eru til um frá lokum síðasta kulda- skeiðs ísaldar og að afleiðingarnar verði gríðarlegar fyrir vistkerfi og mannlíf á svæðinu. ACIA-skýrslan var kynnt á ráðstefnu í Reykjavík í nóvember sl. Allmargir íslenskir vísindamenn tóku virkan þátt í ráðstefnunni með erindum og veggspjöld- um. Hjálmar Vilhjálmsson fiskifræðingur, aðalhöfundur fiskveiðikafla skýrslunnar, kynnti niðurstöður varðandi fiskistofna í norðurhöfum. Líklegt er talið að stofnar þorsks o.fl. bolfiska og síldar eflist við 2-3ja gráðu hlýnun sjávar, en að stofnar nor- rænna tegunda svo sem loðnu, rækju og grálúðu veikist. Þessar niðurstöður byggja einkum á samanburði við það sem gerðist á fyrri hluta 20. aldar (1925-1965) þegar loft- og sjávarhiti á Norður-Atlantshafi hækkaði verulega. Á ráðstefnunni vakti athygli framlag íslenskra veðurfræðinga og jarðvísindamanna frá Veðurstofu Is- lands og Orkustofnun sem kynntu viða- miklar rannsóknir og vöktun á afkomu jökla og spár um jöklabreytingar og breytingar á rennsli jökulvatna út öldina. Líffræðingar frá Náttúrufræðistofnun ís- lands, Náttúrufræðistofu Kópavogs og Há- skóla íslands kynntu einnig áhugaverðar rannsóknir á áhrifum loftslagsbreytinga á gróður og ferskvatnsfiska. Við samantekt ACIA-skýrslunnar hefur kristallast ómetanlegt mikilvægi langtíma- rannsókna og vöktunar. Loftslag er síbreytilegt frá degi til dags og frá ári til árs; langtímabreytingar í loftslagi verða því einungis greindar með samfelldum mæli- röðum sem spanna langt árabil. Slíkar mæliraðir eru einnig nauðsynlegar til að skilja raunverulegar langtímabreytingar á gróðurfari og dýrastofnum frá tilviljana- kenndum árferðisbundnum sveiflum. Hér á landi hefur í áratugi verið stunduð umfangsmikil umhverfisvöktun af ýmsu tagi. Nefna má veðurmælingar, mælingar á afkomu jökla, vatnamælingar, jarðskjálftamælingar, efnamælingar í lofti og legi. Jarðvísindamenn og veður- fræðingar hafa í auknum mæli verið að nýta niðurstöður þessara langtíma- mælinga til stöðumats og til að spá fram í tímarvn um umhverfisbreytíngar. Skipuleg vöktun á lífríki Islands, að nytjastofnum sjávar undanskildum, er mun skemur á veg komin. Þó má nefna vöktun afmarkaðra vistkerfa og svæði (t.d. Mývatn, Þingvallavatn, Surtsey, Litla- Skarð), vöktun beitilanda, langtíma upp- skerumælingar og gróðurtilraunir tengdar veðurfari, vöktun tiltekinna tegunda og stofna dýra (t.d. örn, rjúpa, refur, vetrar- fuglar) og plantna (t.d. válistaplöntur) á lands- og svæðisvísu. Þá er verið að skipu- leggja langtímavöktun á skógum landsins, bæði náttúrulegum og gróðursettum. Enn sem komið er hafa litlar tilraunir verið gerðar til að samþætta niðurstöður þessara verkefna í því skyni að fá mynd af yfirvofandi breytíngum á lífríki landsíns hvort sem er af völdum lof tslags eða vegna breyttra atvinnuhátta. Að þessu leyti eru líffræðingar eftirbátar veðurfræðinga og jarðvísindamanna. Mikilvægt er að draga saman niður- stöður íslenskra langtímarannsókna og vöktunar, meta þessi verkefni, samræma þau og útvíkka þannig að þau geti orðið grunnur að heildstæðri úttekt á áhrifum loftslagsbreytinga og annarra hnattíænna breytínga á íslenska náttúru. Líklega þurfa náttúrufræðingar og náttúrurannsókna- stofnanir að hafa frumkvæði að slíkri samvinnu, þvert á ráðuneytismúra. Snorri Baldursson aðstoðarforstjóri Náttúrufræðistofnunar íslands átti sæti í ritnefnd ACIA-skýrslunnar. Leiðrétting Þau mistök urðu því miður í síðasta hefti Náttúrufræðingsins, 72. árg. 1.-2. hefti, á bls. 64 að engjarós Potentílla palustris var sögð eyrarrós. Teikningin var auk þess ranglega eignuð Ingibjörgu Hjörieifsdóttur en hana gerði Guðrún Einarsdóttir á Sellátrum í Tálknafirði (nú látin). Þá var 26. Hlvitnun á bls. 34 r'óng. Rétt er tilvitnunin: Guiarro Garcia E. og Guðrún Þórarinsdáttir 2003. Áseta ungra skelja á söfiiurum í Eyjafirði. Náttúrufræðingurinn 71. 129-133. Er beðist velvirðingar á þessum mistökum. Ritstj. 89
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.