Náttúrufræðingurinn - 2004, Blaðsíða 71
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
inga á stærð Bárðardalshrauns, sem
sýndir eru í 1. töflu, má ætla að
Kinnarhraun sé vart minna en 300
km2. Ef miðað er við 16 m meðal-
þykkt, en það er þykktin í bor-
holunni SS-02, er rúmtakið 4,8 kml
Kinnarhraun er eldra en Utbruna-
hraun og Bárðardalshraun, en Ut-
brunahraun er talið um 10.300 ára,
eins og vikið verður að hér á eftir.
Kinnarhraun er þar með í hópi elstu
sprunguhrauna sem þekkt eru á
Islandi og gæti verið um 10.500 ára
(raunaldur).
Útbrunahraun
Útbrunahraun er víðáttumikið
helluhraun sem þekur land austan
Suðurár og nær allt að Sellandafjalli
og tekur yfir mikinn hluta þess
flæmis sem á kortum er kallað Út-
bruni. Til austurs hefur það flætt
ofan í Bárðardal sunnan Svartár-
vatns, svipaða leið og Kinnarhraun-
ið áður. Svartárvatn varð til við
þennan atburð, a.m.k. í sinni nú-
verandi mynd, en merki sjást um að
þama hafi einnig um tíma staðið
uppi lón í ísaldarlok. Hraunið náði
að Hrafnabjörgum vestan Skjálf-
andafljóts og hefur þá að líkindum
stíflað fljótið (sjá kaflana um Bárðar-
dalshraun og Hafursstaðavatn) en
önnur álma hraunsins hefur flætt
niður með Svartá austan við
Hátungur og sést nyrst á yfirborði
við ósa Suðurár, á svipuðum slóðum
og Kinnarhraunið. Hraunið er í
báðum borholunum SS-01 og SS-02,
7 m og 10 m þykkt í hvorri holu (3.
mynd). Hraunbreiðan suður af
Svartárvatni er afar flöt og jafnframt
lítið sprungin. Yfirborði hennar
hallar um 1° til norðvesturs. Hraun-
reipi einkenna allt yfirborð þess,
kargi er hvergi sjáanlegur. Víða
hefur það brotnað upp í stórar hellur
sem reisa sig upp yfir flatt hraunið í
kring. Ein álma hraunsins hefur
streymt niður með Sellandafjalli að
vestan og þar kemur Kráká upp
undan því.
Útbrunahraun er með smáum
plagíóklasdílum. Dílaþéttleiki er
mismunandi frá einum stað til
annars og sums staðar er það díla-
2. mynd. Klettur úr Kinnarhrauni við heimreiðina að Vaði skammt inn afneðstu brúnni
á Skjálfandafljóti, í meira en 100 km fjarlægðfrá ætluðum gosstöðvum. -An outcrop of
the Kinnarhraun lava in the outer Bárðardalur region, at over 100 km from its
suggested craters. Ljósm./Photo: Arni Hjartarson.
laust með öllu, t.d. víða í sundinu
austan við Hátungur. Dílótt og
dílalaust berg finnst jafnvel í sömu
hrauntungu. Hugsanlega er þó um
fleira en eitt hraun að ræða innan
þessa flæmis en ekki tókst að finna
neina samfellda jaðra né skil í
hrauninu sem réttlæta skiptingu
þess. Jarðvegs- og gjóskulagaat-
huganir benda til svipaðs aldurs á
allri hraunbreiðunni.
Uppruni Útbrunahrauns er
óþekktur. Næsta Ijóst er þó að það
er komið úr einhverri af dyngjum
Ódáðahrauns en hver þeirra það er,
er enn ekki vitað.
Aldur og stærð
I jarðvegssniðum sem mæld hafa
verið víðsvegar um hraunið sjást
gjóskulög Heklu, H3 og H4, víða.
Þykkt jarðvegs undir H4 bendir til
að hraunið sé yfir 9000 ára. Auk
þess sést eldfjallaaska, sem hugsan-
lega er svokölluð Saksunarvatns-
gjóska, víða ofan á því bæði sem
upprunaleg loftborin gjóska og til-
flutt vindblásin og vatnsborin
gjóska. Þetta gjóskulag er kennt við
stöðuvatn í Færeyjum en þar var
það fyrst skilgreint og aldurs-
greint.5 Það finnst víða um Fær-
SS-01
kargi
Báröardalshraun
Útbrunahraun
Kinnarhraun
gjóska
jökulurö
SS-02
Kinnarhraun
gamalt basalt
3. mynd. Jarðlagasnið úr kjarnaholunum
SS-01 og SS-02 í hraununum við Suðurá.
Holurnar voru boraðar samhliða rann-
sóknum sem gerðar voru 1963. Gert eftir
frummynd Hauks Tómassonar frá 1967f
- Sections from two drillholes penetrating
the lavas.
157