Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 01.10.2004, Blaðsíða 86

Náttúrufræðingurinn - 01.10.2004, Blaðsíða 86
Náttúrufræðingurinn samhengi er þarna á milli, því að minna starf leiðir til minna framboðs af áhugaverðu efni eða atburðum af hálfu félagins, en það leiðir aftur til minni áhuga fólks á félaginu - og fækkunar í félaginu í kjölfarið. Því er aukin ástæða til að þakka því fólki sem leggur sitt starf af mörkum fyrir félagið, stjórnarmönnum og starfs- mönnum, fyrirlesurum, ferðaleið- togum, fagráðs- og ritstjórnar- mönnum Náttúrufræðingsins og greinarhöfundum hans og öðrum þeim sem Iagt hafa sitt lóð á vogarskál félagsins. Stjórn félagsins hefur fjallað um þann vanda sem að félaginu þrengir, en nokkuð Ijóst virðist nú vera að ekki verði með hefðbundnum háttum eindurheimt sú forna frægð og góða gengi sem félagið naut á uppgangstímum sínum á áttunda og fram á níunda áratug liðinnar aldar, í ljósi sam- félagsþróunar síðari ára. Róttækra breytinga gæti verið þörf á gerðum og störfum félagsins til að rétta við hag þess og gengi, en þar er að sönnu ekki á vísan að róa. Reikningar félagsins Gjaldkeri félagsins, Kristinn Alberts- son, gerði grein fyrir reikningum félagsins og voru þeir samþykktir eftir umræður án athugasemda. Velta félagsins var um 4Vá milljón króna og afgangur hátt í eina milljón króna. Fé í sjóði var hátt í 5 milljónir króna og eignir alls metnar rúmlega 9 milljónir króna, með metnum birgðum og útistandandi skuldum. Eru fjárhagstölur félagsins nokkru betri en fyrra ár, en þó er fjár- hagurinn enn nokkuð þröngur. Skýrslur nefndafulltrúa Fluttar voru skýrslur fulltrúa HIN í Dýraverndarráði, Arnórs Þ. Sígfús- sonar, og fulltrúa HÍN í Hollustu- háttaráði, Hákonar Aðalsteinssonar. Stjórnarkjör Kjörtími formanns, Freysteins Sig- urðssonar, var runninn út og gaf hann ekki lengur kost á sér til kjörs. Auk hans gaf Guðrún Larsen ekki kost á sér til endurkjörs, en aðrir fráfarandi stjórnarmenn gáfu þess kost. Formaður var að tillögu stjórnar einróma kjörin Kristín Svavarsdóttír plöntuvistfræðingur og að tillögu stjórnar voru einnig einróma kjörin í stjórn Droplaug Ólafsdóttir líffræðingur og þeir Helgi Guðmundsson og Kristinn Albertsson, sem þar sátu áður. Skoðunarmenn reikninga voru einnig endurkjörnir, þeir Kristinn Einarsson og Tómas Einarsson, svo og sem varaskoðunarmaður Arnór Þ. Sigfússon. Formannsskipti Fráfarandi formaður, Freysteinn Sigurðsson, þakkaði núverandi og fyrrverandi stjórnarmönnum fyrir samstarfið, svo og öllum þeim fjöl- mörgu sem unnið höfðu fyrir félagið, eða skift við það, í formanns- tíð hans, en hún varð alls tólf ár. Er það önnur lengsta formannsseta í sögu félagsins. Starfið fyrir félagið hafi oft verið mikið, en oftast þó ánægjulegt, enda unnið að göfugum markmiðum og góðum málefnum. Sá skuggi hafi þó hvílt á því starfi að nærfellt allan tímann hafi þurft að standa í vissri varnarbaráttu fyrir félagið, til að hamla eftir föngum gegn áhrifum óhagstæðrar þróunar í samfélagslegum viðhorfum og áhugamálum þjóðarinnar, einkum hin síðustu ár, sem hafi jafnt og þétt dregið mátt og megin úr félaginu og starfi þess. Þann róður treystist hann ekki lengur til að þreyta og hafi því ákveðið að ganga frá borði. Nú taki nýr formaður við að stýra fleyi félagsins um brim og boða þjóð- lífsins og óskaði hann hinum nýja formanni og félaginu sjálfu allra heilla, afls og gæfu við siglinguna á þeim ólgusjó. Nýkjörinn formaður, Kristín Svavarsdóttir, þakkaði fundar- mönnum það traust sem henni væri sýnt með kjöri til formanns í þessu fornfræga félagi. En vandi fylgi veg- semd hverri, og svo væri og með þessa, þó að eigi dygði annað en mæta honum með heilum huga og hressum. Fráfarandi formanni þakkaði hún störf hans í þágu félagsins. ÖNNUR MÁL Formaður HÍN kynnti þrjár tillögur til ályktunar frá stjórn HÍN. Voru þær ræddar og síðan samþykktar einróma. Þær eru eftirfarandi: 1) Alyktun um Nátrúruhús "Aðalfundur Hins íslenska nátt- úrufræðifélags (HIN), haldinn 2. mars 2002 í Reykjavík, ítrekar fyrri ályktanir aðalfunda HÍN frá 24. febrúar 2001, 26. febrúar 2000, 27. febrúar 1999, 17. febrúar 1996, 11. febrúar 1995 og 29. febrúar 1992 um málefni Náttúruhúss (náttúru- minjasafns) á landsvísu í höfuð- borg íslands, Reykjavík. HÍN harmar hve tregt hefur gengið að koma þessu brýna máli heilu í höfn og hvetur hlutaðeigandi aðila til að gera gangskör að því að efna hið fyrsta á myndarlegan hátt til sýningar- og kennslusafns í Reykjavík, sem styðjist við vísindasafn Náttúrufræðistofn- unar íslands. Jafnframt verði eflt sýningar- og kennslusafn um náttúrufræði á Akureyri á sama grunni." 2) Ályktun um vöktun á lífríki Þingvallavatns: "Aðalfundur Hins íslenska nátt- úrufræðifélags (HÍN), haldinn 2. mars 2002 í Reykjavík, ítrekar fyrri ályktanir aðalfunda HÍN frá 24. febrúar 2001, 26. febrúar 2000, 27. febrúar 1999, 28. febrúar 1998, 1. mars 1997 og 17. febrúar 1996 um nauðsyn vöktunar á lífríki Þing- vallavatns og vemdunar á vatna- sviði Þingvallavatns með sérstakri áherslu á eftirfarandi atriði: - Komið verði sem fyrst á skipulegri langtíma vöktun á lífríki Þingvallavatns. - Þingvallasvæðið og vatnasvið Þingvallavatns verði vernduð á viðeigandi hátt, þar sem litið sé sérstaklega til einstaks lífríkis Þingvallavatns, söguhelgi Þing- valla og sjónarsviðs þeirra og stór- merkilegs náttúrufars á vatnsviði Þingvallavatns. 174
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.