Náttúrufræðingurinn - 2004, Blaðsíða 50
Náttúrufræðingurinn
merki um hærri sjávarstöðu eru
bæði sunnart og norðan við hólana. I
lækjarfarvegi við veiðihúsið, rétt
sunnan við Vatnsdalshóla (4. mynd),
fannst siltríkur jökulruðningur. Þessi
jökulruðningur er ekki í hólunum
sjálfum, sem óneitanlega bendir til
þess að þeir hafi lagst yfir hartn og
séu yngri. Nokkuð líklegt verður
einnig að telja að ef jökull hefði
skriðið yfir Vatnsdalshóla, hefði
hann borið með sér brot úr inn-
skotunum við Hnjúk og Breiðaból-
stað og blandað þeim saman við
annan mulning hólanna, en engir
slíkir molar fundust í hólunum.
Brotsárið í hlíðinni
Berggrunnurinn í skriðusárinu í
hlíðum Vatnsdalsfjalls hefur ekki
enn verið nákvæmlega kannaður, en
með samanburði á berggerðum í
fjallinu og hólunum má væntanlega
fá upplýsingar um það hvaðan úr
fjallinu efnið í Vatnsdalshólum er
komið. Með athugunum í hlíð
Vatnsdalsfjalls og skoðun á útliti
hennar á flugljósmyndum má leiða
líkur að því hvar efnið brotnaði úr
fjallinu þótt ekki sjáist þar greinilegt
brotsár. Líklegast þykir að bergstálið
sem myndaði hólana hafi verið
ofarlega í hlíðinni á milli Hlassins og
Hrafnakletta (3. mynd). Það er í
samræmi við hugmyndir Olafs Jóns-
sonar5 um brotsárið en Jakob H.
Líndal3 taldi það nokkru stærra og
ná frá Skriðuskarði (skarð sunnan
við Hrafnakletta) og suður að skarði
rétt fyrir norðan Jörundarfell.
Aldur Vatnsdalshóla
Allt frá því að aldursákvarðanir með
geislakolsaðferð náðu almennri
útbreiðslu upp úr miðri síðustu öld
hafa niðurstöður slíkra aldurs-
ákvarðana verið nær einráðar í fom-
leifafræði og jarðfræði síðustu 20.000
ára. Geislakolsaldur reiknast frá
árinu 1950 þannig að öskulag sem
skv. geislakolsaldursákvörðun er
6100 ára gamalt myndaðist þetta
mörgum geislakolsámm fyrir árið
1950. Geislakolsárið er lítið eitt
lengra en almanaksár þannig að
raimvemlegur aldur jarðmyndunar
er hærri en geislakolsárin segja til
um auk þess sem við bætast árin
sem liðin eru frá 1950. Aldurs-
tölumar sem notaðar em hér á eftir
em í geislakolsámm fyrir árið 1950.
Ekki hefur enn reynst unnt að
ákvarða aldur Vatnsdalshóla ná-
kvæmar en að þeir hafi myndast
eftir að meginjökull síðasta jökul-
skeiðs var horfinn af láglendi.3,6
Jarðfræðirannsóknir á Vesturlandi
og víðar á Islandi hafa leitt í ljós að
jökull síðasta jökulskeiðs hvarf af
láglendi á tímabilinu fyrir 12.600 til
9400 ámm.14,15
Olafur Jónsson5 leitaði að þekkt-
um öskulögum ofan á berghlaupum
og taldi hann þau flest hafa myndast
snemma á nútíma í kjölfar þess að
jökull hvarf af landinu. Vatnsdals-
hóla taldi hann vera í flokki „mjög
ellilegra" berghlaupa sem líklega
féllu fyrir 10.000 til 7000 ámm. Nær
aldri Vatnsdalshóla komst Olafur
Jónsson ekki.
Ýmsar aðrar vísbendingar em um
myndunartíma Vatnsdalshóla. Má
þar nefna myndun fjömmarka í allt
að 65 m y.s. en nær öll fom fjöm-
mörk á Islandi mynduðust á um
1000 ára tímabili fyrir 10.300 og 9400
ámm. Þannig em efstu fjömmörk á
höfuðborgarsvæðinu um 10.300 ára
en á Suðurlandi um 9700 ára.16,17
Með samanburði við önnur land-
svæði má telja nokkuð víst að efstu
fjömmörk í 60-65 m y.s. í Vatnsdal
séu um 10.300 ára gömul og alls ekki
yngri en 9700 ára. Japanskur jarð-
vísindamaður, Hiroshi Moriwaki,13
hefur með geislakolsaldursákvörð-
unum sýnt fram á að fyrir um 9550
ámm var sjávarborð á þessum slóð-
um í Húnaþingi ömgglega komið
niður fyrir 14 m y.s. Þar sem Vatns-
dalshólar hafa fallið og lagst yfir
fjömmörk í um 20 m y.s. vestan
Vatnsdalsár, er næsta augljóst að
hólamir em yngri en myndun fjöm-
markanna og hámarksaldur hólanna
því um 9550 ár.
Leit að öskulögum í jarðvegi í
Vatnsdalshólum varð árangurslaus.
Leit að öskulögum í jarðvegi og
mýrum allra næst hólunum bar
nokkum árangur. I grunnum skurði
við norðvesturjaðar hólanna sáust
þrjú ljós öskulög í jarðvegi ofan á
mulningi, sem talinn er vera hluti
jaðarhulu hólanna. Eftir því sem
næst verður komist er hér líklega um
að ræða súr öskulög úr Heklu, H3,
H4 og H5,18 en þessi öskulög hafa
verið aldursákvörðuð allnákvæm-
lega og em þau um 2800, 4000 og
6100 ára.19,20 Séu öskulögin í
skurðbakkanum rétt greind má ætla
að Vatnsdalshólar hafi myndast
einhvem tíma á tímabilinu frá 9550
til 6100 ámm fyrir 1950.
Umfjöllun OG NIÐURSTÖÐUR
Rannsóknir höfunda benda til að
Vatnsdalshólar hafi myndast við að
stórt bergstykki úr Vatnsdalsfjalli
hljóp fram, brotnaði og náði miklum
hraða vegna massa og fallhæðar
efnisins. Hugsanlega hefur berg-
stykkið átt uppmna sinn á svæði því
sem nær frá Hlassi og norður í
Hrafnakletta og farið af stað sökum
ójafnvægis í fjallshlíðinni eftir að
jökla leysti. Það sem hleypti því af
stað gæti hafa verið jarðskjálfti eða
breyting á vatnsþrýstingi, sem
minnkaði viðnám bergstykkisins við
undirlagið og jók þannig á fall-
hættuna. Líklega hafa spmngur og
halli berglaga einnig dregið úr
stöðugleika hlíðarinnar.
Sökum þess hve langt hlaupið
hefur náð út frá hmnstað, má reikna
með að um svonefnt bergflóð hafi
verið að ræða. Hér er átt við tilgátu
sem byggist á því að titringur koma
í neðsta hluta hlaupandi urðarmassa
dragi svo úr viðnámi, að hann geti
ferðast svo kílómetmm skipti út frá
hmnstað.7 Þessi tilgáta gerir ráð fyrir
að efri hluti urðarmassans taki ekki
nándar nærri eins miklum breyting-
um og neðri hlutinn, þannig að
upphafleg afstaða berglaga og
byggingarlag bergmassans geti að
einhverju leyti varðveist allt þar til
massinn hefur staðnæmst.
Um miðbik Vatnsdalshóla hefur
þetta mikla berghlaup verið þykkast
og þar hafa stórir rhýólítflekar náð
að vera tiltölulega samhangandi.
Minni bergflykki mynda aftur á
móti jaðarhólana. Þegar framhluti
136