Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 01.10.2004, Blaðsíða 11

Náttúrufræðingurinn - 01.10.2004, Blaðsíða 11
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags _ Bj arteyj arsandur ^T^^K^^ r^<S -j-^ / Fossá V 66° " Jhs^\ 3 65° c^í* Stækkað y ^~^ ) 64° J^ZT^' svæöi _/ i i i i 24° 20° K>° 12° 5km i 64° 25' 64° 20' 64° 15' 22° 00' 21° 40' 21° 20' 2. mynd. Sýnatökustöðvar í Hvalfirði, þar sem sýnum afkræklingi og svifþörungum var safnað 27 sinmtm á tímabilinu febrúar til nóvember árið 1997. - Sampling stations in Hvalfjörður southwest lceland. At each station samples ivere taken at 27 dates dispersed throughout the year 1997. Enn aðrir telja einfaldlega að aukin þekking á þessu sviði og stóraukið eftirlit valdi því að við verðum oftar en áður vör við blóma skaðlegra þörunga. Hver sem ástæðan er, þá valda eiturþörungar miklum skaða í heiminum um þessar mundir og virðist vandinn fara vaxandi. Samfara vaxandi umsvifum í fisk- og skeldýraeldi hafa á undan- förnum árum verið gerðar síauknar kröfur um eftirlit með vexti eitraðra þörunga og eitrun af þeirra völdum. Á það einnig við hér á landi.12 Þekking á eitruðum teg- undum hefur aukist gífurlega og nýjar aðferðir hafa komið fram til að greina eiturefnin. Undanfarna áratugi hefur einnig uppgötvast eitur í fleiri og fleiri tegundum svifþörunga. Nýjar gerðir þörunga- eiturs eru einnig að finnast og æ oftar er tilkynnt um eiturþörunga- blóma.8 Efniviður og aðferðir Rannsóknarsvæði og sýnataka Til þess að rannsaka framvindu svif- þörungagróðurs í Hvalfirði var safnað sýnum á tveimur stöðvum innarlega í firðinum (2. mynd). Stað- setning stöðvanna var m.a. valin með tilliti til útbreiðslu og þéttleika kræklings og var þá stuðst við niður- stöður úr athugunum Guðrúnar G. Þórarinsdóttur á útbreiðslu krækl- ings í Hvalfirði sem gerðar voru árið 1994.13 Einnig var haft í huga hvar í Hvalfirði fólk tínir sér helst krækling til matar. Stöð 1 er á móts við Fossá þar sem botndýpi er 10 m. Stöð 2 er út af Bjarteyjarsandi en þar er botn- dýpi 15 m. Á stöð 1 voru sýni tekin á 2 m og 7 m dýpi en á stöð 2 á 2 m og 12 m dýpi. Á tímabilinu 6. febrúar til 11. nóv- ember 1997 voru farnir 27 leiðangrar í Hvalfjörð til sýnatöku. Safnað var vikulega frá apríl til loka september en í upphafi og lok sýnatökutímans leið lengra á milli sýnatöku. Sjósýnum var safnað með 1,7 lítra sjótaka á um 2 m dýpi. Úr sjótökun- um voru tekin sýni til mælinga á næringarefnum, blaðgrænu, seltu og til greininga og talningar á svif- þörungum. Hiti, selta og blaðgrænu- styrkur voru mæld samfellt frá yfir- borði niður að botni með síritandi mælitæki, sondu. Á báðum stöðvum voru tekin háfsýni til tegunda- greininga með svifþörungaháf, með 20 um möskvastærð. Við veiðar á kræklingi var notuð lítil þríhyrnuskrapa. Skrapan var dregin á lítilli ferð eftir botni þar sem líklegt þótti að búsvæði kræklings væru. Hún var dregin á 5-6 m dýpi nálægt stöðvunum tveimur þar sem þörungum var safnað. Kræklings- sýnin voru fryst um leið og komið var í land. Meðhöndlun gagna og mæliaðferðir I sjósýnum voru auk blaðgrænu mæld næringarefnin nítrat (NO3), fosfat (P043), silíkat (Si02), ammón- íum (NH4+), heildarköfnunarefni og heildarfosfór. Nánari lýsingu á með- höndlun þeirra sýna og greiningu er að finna í ritgerð Agnesar Eydal um framvindu svifþörunga í Hvalfirði.1 Háfsýni voru skoðuð í smásjá og þörungarnir í sýninu greindir til tegunda. Við mat á þéttleika svif- þörunganna voru þörungar úr 50 ml sjósýni látnir setjast á smásjárgler og þeir taldir í smásjá.14 Með hliðsjón af niðurstöðum svif- þörungatalninga var ákveðið í hvaða kræklingasýnum þörungaeitrun skyldi mæld með svokölluðu músa- prófi.15 Prófið fólst í því að þykkni sem unnið var úr kræklingnum var sprautað í mýs og fylgst með hvernig þeim reiddi af. Niðurstöður Gróðurfrarnvindan í Hvalfirði Arið 1997 var gróðurframvinda í Hvalfirði á þá leið að í kjölfar seltu- lagskiptingar í byrjun apríl jókst gróðurmagnið verulega og náði hámarki síðar í apríl og í byrjun maí (3. mynd). Síðan skiptust á gróður- toppar og -lægðir fram á haustið. I grófum dráttum má segja að um fjóra gróðurtoppa hafi verið að ræða, í apríl-maí, júní, júlí og í ágúst- september. Sveiflur í gróðurmagn- inu voru áþekkar á athugunar- stöðvunum tveimur. Gróðurmagnið féll síðan hratt í september og var í lágmarki fram á vetur. I lok mars varð fyrst vart við kísil- þörunga og seinni hluta apríl var talsvert af þeim í Hvalfirði (4. mynd). I júlí varð fjöldi kísilþörunga mestur (600-1500 þúsund frumur í lítra). í byrjun ágúst hurfu þeir nánast alveg úr svifinu en birtust á 99
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.