Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 01.10.2004, Blaðsíða 70

Náttúrufræðingurinn - 01.10.2004, Blaðsíða 70
Náttúrufræðingurinn 4. mynd. Aldeyjarfoss fellur fram af Bárðardalshrauni þar sem það leggst upp að Hrafnabjargamyndun. - The famous waterfall Aldeyjarfoss has cut a canyon into the Bárðardalur lava. The basalt columns are in the lower part of the lava. Ljósm./Photo: AH. eyjar, einkum í stöðuvatnaseti og er þar gjarnan 5-10 mm á þykkt. Seinna hefur þetta gjóskulag fund- ist víða á íslandi og er mikilvægt leiðarlag í gjóskulagasniðum. Það féll samhliða stórgosi í Gríms- vötnum fyrir um 10.300 árum sam- kvæmt vitnisburði ískjarna úr Grænlandsjökli.6 Hraunið er því meira en 10.300 ára (raunaldur). Flatarmál og rúmmál hraunsins í heild eru óþekkt. Hér verður aðeins lagt mat á stærð þess hluta Út- brunahrauns sem er á rannsóknar- svæðinu sem farið var um sumarið 2003. Þá er suðurjaðarinn dreginn sunnan Suðurárbotna en austur- jaðarinn lagður í norður frá Sel- landafjalli. Reiknað er með hraun- tungu sem teygir sig að Hrafna- björgum og annarri sem nær að Suðurárósum. Flatarmálið innan þessara marka er 80-90 km2. Þykktin er lítt þekkt utan bor- holanna en jaðrar hraunsins eru hvarvetna lágir, eða aðeins 1-3 m á hæð. Miðað við hversu mikil og samfelld hraunþekjan er á Út- brunasvæðinu getur það þó ekki verið mjög þunnt. Hér verður miðað við 12 m meðalþykkt sem hlýtur að teljast lágmark. Rúmtakið innan svæðisins verður því 1 km3. Bárðardalshraun Bárðardalshraun má rekja á yfir- borði allt frá því að það kemur út undan svokölluðu Fellsendahrauni sunnan við Suðurárbotna. Fells- endahraun er jarðfræðilegt heiti á hrauni sem þekur stórt svæði vestan Dyngjufjalla og talið er að hafi komið upp í gosi á 12. eða 13. öld sem engum sögum fer þó af.7 Á kortum sést að örnefnið Frambruni er einnig notað um þetta unga hraunaflæmi. Frá nyrstu tungum Fellsendahrauns má rekja háan jaðar Bárðardalshrauns hl norðurs niður með Suðurá þar sem það liggur ofan á Útbrunahrauni. Á þessu svæði nefnist hraunið Suðurárhraun. Víða er það úfið á yfirborði en hellu- hraunsflákar eru hér og hvar. Það hefur flætt niður í Bárðardal á tveimur stöðum, sitthvoru megin Skafhóla. Syðri straumurinn hefur skriðið niður með Sandá og að Skjálfandafljóti á Skafeyrum og stöðvast og myndar þar mikla hellu- hraunstungu. Aðalstraumurinn, sem er úr mun úfnara hrauni, kom niður í Bárðar- dal norðan Skafhóla og rann upp að Hrafnabjörgum vestan Skjálfanda- fljóts. Við björgin klofnaði hraunið um hrauntungu í Útbrunahrauni en í hana sér eins og sléttlendan fláka í 158
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.