Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2004, Side 72

Náttúrufræðingurinn - 2004, Side 72
Náttúrufræðingurinn 4. mynd. Aldeyjarfoss fellur fram af Bárðardalshrauni þar sem það leggst upp að Hrafnabjargamyndun. - The famous waterfall Aldeyjarfoss has cut a canyon into the Bárðardalur lava. The basalt columns are in the lower part of the lava. Ljósm./Photo: ÁH. eyjar, einkum í stöðuvatnaseti og er þar gjarnan 5-10 mm á þykkt. Seinna hefur þetta gjóskulag fund- ist víða á Islandi og er mikilvægt leiðarlag í gjóskulagasniðum. Það féll samhliða stórgosi í Gríms- vötnum fyrir um 10.300 árum sam- kvæmt vitnisburði ískjarna úr Grænlandsjökli.6 Hraunið er því meira en 10.300 ára (raunaldur). Flatarmál og rúmmál hraunsins í heild eru óþekkt. Hér verður aðeins lagt mat á stærð þess hluta Ut- brunahrauns sem er á rannsóknar- svæðinu sem farið var um sumarið 2003. Þá er suðurjaðarinn dreginn sunnan Suðurárbotna en austur- jaðarinn lagður í norður frá Sel- landafjalli. Reiknað er með hraun- tungu sem teygir sig að Hrafna- björgum og annarri sem nær að Suðurárósum. Flatarmálið innan þessara marka er 80-90 km2. Þykktin er lítt þekkt utan bor- holanna en jaðrar hraunsins eru hvarvetna lágir, eða aðeins 1-3 m á hæð. Miðað við hversu mikil og samfelld hraunþekjan er á Ut- brunasvæðinu getur það þó ekki verið mjög þunnt. Hér verður miðað við 12 m meðalþykkt sem hlýtur að teljast lágmark. Rúmtakið innan svæðisins verður því 1 km3. Bárðardalshraun Bárðardalshraun má rekja á yfir- borði allt frá því að það kemur út undan svokölluðu Fellsendahrauni sunnan við Suðurárbotna. Fells- endahraun er jarðfræðilegt heiti á hrauni sem þekur stórt svæði vestan Dyngjufjalla og talið er að hafi komið upp í gosi á 12. eða 13. öld sem engum sögum fer þó af.7 A kortum sést að ömefnið Frambmni er einnig notað um þetta unga hraunaflæmi. Frá nyrstu tungum Fellsendahrauns má rekja háan jaðar Bárðardalshrauns til norðurs niður með Suðurá þar semþað liggur ofan á Utbrunahrauni. A þessu svæði nefnist hraunið Suðurárhraun. Víða er það úfið á yfirborði en hellu- hraunsflákar em hér og hvar. Það hefur flætt niður í Bárðardal á tveimur stöðum, sitthvoru megin Skafhóla. Syðri straumurinn hefur skriðið niður með Sandá og að Skjálfandafljóti á Skafeyrum og stöðvast og myndar þar mikla hellu- hraunstungu. Aðalstraumurinn, sem er úr mun úfnara hrauni, kom niður í Bárðar- dal norðan Skafhóla og rann upp að Hrafnabjörgum vestan Skjálfanda- fljóts. Við björgin klofnaði hraunið um hrauntungu í Utbrunahrauni en í hana sér eins og sléttlendan fláka í 158

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.