Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 01.10.2004, Blaðsíða 3

Náttúrufræðingurinn - 01.10.2004, Blaðsíða 3
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Olafur Arnalds og Sigmar Metúsalemsson Sandfok Á SUÐURIANDI 5. OKTÓBER 2004 Sandar á Islandi eru náttúrufyrirbæri sem eiga sér varla sinn líka. Sandar gerðir af gosefnum eru fremur fátíðir og basísk efnasamsetning íslenskra sandauðna eykur enn á sérstöðuna. Auðnir í fremur röku og svölu loftslagi á norðurslóðum eru einnig sérstæð fyrirbæri ef miðað er við veðurfar á öðrum eyðimerkursvæðum. Greint var frá uppruna, eðli og sérstöðu íslenskra sandsvæða í grein sem birt var í Journal of Arid Environments.1 Yfirborð sandauðna er óstöð- ugt og vindrof getur orðið mjög mikið, mun meira en flestir gera sér í hugarlund. Mýrdals- sandur og Landeyjasandur eru góð dæmi um sanda þar sem gífurlegt sandfok getur átt sér stað. Þann 5. október 2004 gerði mikið norðan- veður með foki á söndum Suður- lands. Klukkan 13:40 tók einn gervi- hnatta bandarísku geimvísinda- stofnunarinnar (NASA) þessa ein- stæðu mynd af suðurhluta landsins (1. mynd, sjá einnig forsíðu). Á henni sjást sandstrókar berast langt suður í höf, meira en 400 kílómetra leið. Ahrifasvæði sandanna er gríðarlega stórt í þessum stormi. Vindur var um 20 m/sek af hánorðri þegar myndin var tekin og nokkra klukkutíma þar á undan samkvæmt mæli á Mýr- dalssandi. Haraldur Ólafsson fjallar nánar um vinda í þessu veðri í annarri grein í þessu hefti Náttúru- fræðingsins.2 Fokið yfir hafi sést vel en ekki eins glöggt yfir landi. Greina má sandfok allt vestan frá Ölfusárósi austur undir Ingólfshöfða. Mestur er strókurinn af Mýrdalssandi, en miklir strókar standa einnig af Landeyjasandi, Meðallandsfjörum og Skeiðarársandi og sandfok er af nánast öllum fjörum austan Mýr- dalsjökuls svo langt sem myndin nær. Þá virðist efni berast ofan af hálendinu austan Mýrdalsjökuls. At- hygli vekur hve upptök foksins eru víða vel afmörkuð, eins og greini- legast kemur fram á Mýrdalssandi en þar eru upptökin austan Hafurs- eyjar. í stormum sem þessum verður sandurinn ófær bílum. Mælingar hafa sýnt að við þær aðstæður sem ríktu á Mýrdalssandi þennan dag getur magn fokefnis sem er á ferð yfir einum lengdar- metra lands numið nokkrum tonn- um á klukkustund (jafnvel >10 t). Mest af efninu skokkar með yfir- borðinu neðan 30 cm hæðar (saltation). Magn fokefnis sem berst yfir hafflötinn er mun minna, oft er það 10-30% af heildarfokinu. Efnið dreifist yfir stórt svæði og fínasta efnið berst um lengstan veg. Svæði með suðurströnd landsins sem fauk af þann 5. október nam tugum kílómetra að breidd, og því er ljóst að efnismagnið sem þarna barst út yfir hafið á einum degi var gríðar- lega mikið. jARÐVEGSMÓTUN Myndin sýnir vel áfok sem er sá þáttur sem einna helst mótar ís- lenskan jarðveg. Afok frá auðnum, sérstaklega sandauðnum, berst í yfirborð nánast alls jarðvegs á Islandi, mest næst gosbeltinu og auðnum Náttúrufræðingurinn 72 (3-4), bls. 90-92, 2004 91
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.