Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2004, Blaðsíða 48

Náttúrufræðingurinn - 2004, Blaðsíða 48
N áttúrufræðingurinn -4W Vatnsdalshólar ® N m upptypptir hólar (7. mynd). Ástæða þess að jaðarhólamir em minni en þeir sem innar liggja er líklega sú að jaðramir em myndaðir úr tiltölulega þunnum stuðluðum basalthraun- lögum sem eins og áður segir lentu neðst og yst í hlaupinu og hafa því molnað og dreifst meira en ella við hmnið úr fjallinu. Miðhluti Vatnsdalshóla er sem fyrr segir að mestu úr þykku rhýólíti og rhýólítbreyskju sem á uppmna sinn í Vatnsdalsfjalli ofan við basalthraunlögin (6. mynd D). Þessi hluti skriðunnar hefur því lent ofan á basaltinu og molnað minna við hmnið. Irtnri hólamir em almennt hærri en jaðarhólarnir og eru sumir hverjir flatir að ofan og í heildina mynda þeir allstóran og ósamfelld- an flöt, sem er sundurskorinn af alldjúpum V-laga skomm sem til þessa hafa verið taldar beint eða óbeint myndaðar af vatni (6. mynd). Jakob H. Líndal3 taldi skommar hafa myndast þegar jökulstykki úr há- fjallajökli bráðnuðu en Ágúst Guð- mundsson11 taldi þær vera vatns- farvegi og hafa myndast við það að jökull gekk yfir hólana. Ólíklegt er að skorurnar séu fornir vatns- farvegir þar sem þær em grynnstar og þrengstar um miðbik hólanna og víkka þaðan og dýpka til austsuð- austurs í átt að Vatnsdalsfjalli. Af þessu mætti ætla að ef um vatns- farvegi væri að ræða, hefðu vatna- skil legið um hólana og myndun farveganna hafist í þeim miðjum. Slíkt virðist næsta ólíklegt. Eðlilegra er að skýra myndun skoranna á gmndvelli þeirra krafta sem verk- uðu á urðarmassann þegar mjög dró úr hraða hans og hann var við það að stöðvast í lok hlaupsins. I hlaup- inu hefur urðarmassinn mætt vax- andi viðnámi þegar hann hljóp niður dalinn og fór að færast upp úr dýpsta hluta dalsins. Þetta hefur valdið samþjappandi (e. compress- ive) spennuástandi í massanum (6. mynd B) og þegar hægði á á fremsta hluta hans. Samtímis því að þrýsta á framhluta massans hefur aftari hlutirtn, sem jafnframt fór hraðar, leitað til hliðar í átt að hallaminna landi og þar með minni mótstöðu. Þetta leiddi til þess að togspennu- 6. mynd. (A) Flugljósmynd af Vatnsdalshólum þar sem rauð strik marka útlínur skora í hólunum. Inn í myndina eru felldar 3 myndir sem sýna: (B) Spennuástand í massa þar sem samþjappandi kraftar eru ráöandi, en það veldur jafnframt togspennu hornrétt á hreyfingar- stefnu massans. (C) lmyndað langsnið í gegnum hólana sem sýnir dreifingu tveggja meginberggerða hólanna. (D) Þversnið í Vatnsdalsfjall en þar er súra bergið, rhýólítið, í efri hluta fjallsins en basalt í neðri hluta þess. Flugljósmyndin sem var tekin 17.07.1993 er birt með góðfúslegu leyfi Landmælinga Islands. -Aerial photograph of Vatnsdalshólar. Also (B) stresses within a moving compressive mass, which results in extensive forces perpendicular to the moving mass. (C) Possible section along Vatnsdalshólar and (D) section through Mt. Vatnsdalsfjall. ástand (e. extensive) myndaðist í urðarmassanum og skorumar urðu til, víðastar austan til í hólunum en þrengjast og hverfa í vestur- og norðvesturátt (6. mynd). Austasti hluti Vatnsdalshóla, við norðurenda Flóðsins, er aðskilinn frá meginhluta hólanna og hefur annaðhvort myndast alveg í lok berghlaupsins eða við annað og yngra berghlaup úr Vatnsdalsfjalli (4. mynd). Utlit þessara hóla er nokkuð frábrugðið útliti megin- þyrpingarinnar og eru þetta, eins og áður var sagt, aðallega ávalir og að mestu samhangandi hólar úr rhýó- lítbreyskju. Upp að austustu hólun- um liggja svo litlir og lágvaxnir hólar sem mynduðust þegar Bjamastaða- skriðan féll árið 1720. Molnun bergstykkja Þegar hinar mismunandi berggerðir í Vatnsdalshólum voru kortlagðar kom fljótlega í ljós að eiristakir hólar em ýmist gerðir úr eirtni berggerð eða tveimur og þá áberandi lagskipt- ir (8. mynd). I upphafi voru strik og 134
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.