Náttúrufræðingurinn - 2004, Qupperneq 48
N áttúrufræðingurinn
-4W
Vatnsdalshólar
®
N
m
upptypptir hólar (7. mynd). Ástæða
þess að jaðarhólamir em minni en
þeir sem innar liggja er líklega sú að
jaðramir em myndaðir úr tiltölulega
þunnum stuðluðum basalthraun-
lögum sem eins og áður segir lentu
neðst og yst í hlaupinu og hafa því
molnað og dreifst meira en ella við
hmnið úr fjallinu.
Miðhluti Vatnsdalshóla er sem
fyrr segir að mestu úr þykku rhýólíti
og rhýólítbreyskju sem á uppmna
sinn í Vatnsdalsfjalli ofan við
basalthraunlögin (6. mynd D). Þessi
hluti skriðunnar hefur því lent ofan
á basaltinu og molnað minna við
hmnið. Irtnri hólamir em almennt
hærri en jaðarhólarnir og eru sumir
hverjir flatir að ofan og í heildina
mynda þeir allstóran og ósamfelld-
an flöt, sem er sundurskorinn af
alldjúpum V-laga skomm sem til
þessa hafa verið taldar beint eða
óbeint myndaðar af vatni (6. mynd).
Jakob H. Líndal3 taldi skommar hafa
myndast þegar jökulstykki úr há-
fjallajökli bráðnuðu en Ágúst Guð-
mundsson11 taldi þær vera vatns-
farvegi og hafa myndast við það að
jökull gekk yfir hólana. Ólíklegt er
að skorurnar séu fornir vatns-
farvegir þar sem þær em grynnstar
og þrengstar um miðbik hólanna og
víkka þaðan og dýpka til austsuð-
austurs í átt að Vatnsdalsfjalli. Af
þessu mætti ætla að ef um vatns-
farvegi væri að ræða, hefðu vatna-
skil legið um hólana og myndun
farveganna hafist í þeim miðjum.
Slíkt virðist næsta ólíklegt. Eðlilegra
er að skýra myndun skoranna á
gmndvelli þeirra krafta sem verk-
uðu á urðarmassann þegar mjög dró
úr hraða hans og hann var við það
að stöðvast í lok hlaupsins. I hlaup-
inu hefur urðarmassinn mætt vax-
andi viðnámi þegar hann hljóp
niður dalinn og fór að færast upp úr
dýpsta hluta dalsins. Þetta hefur
valdið samþjappandi (e. compress-
ive) spennuástandi í massanum (6.
mynd B) og þegar hægði á á fremsta
hluta hans. Samtímis því að þrýsta á
framhluta massans hefur aftari
hlutirtn, sem jafnframt fór hraðar,
leitað til hliðar í átt að hallaminna
landi og þar með minni mótstöðu.
Þetta leiddi til þess að togspennu-
6. mynd. (A) Flugljósmynd af Vatnsdalshólum
þar sem rauð strik marka útlínur skora í
hólunum. Inn í myndina eru felldar 3 myndir
sem sýna: (B) Spennuástand í massa þar sem
samþjappandi kraftar eru ráöandi, en það veldur
jafnframt togspennu hornrétt á hreyfingar-
stefnu massans. (C) lmyndað langsnið í
gegnum hólana sem sýnir dreifingu tveggja
meginberggerða hólanna. (D) Þversnið í
Vatnsdalsfjall en þar er súra bergið, rhýólítið, í
efri hluta fjallsins en basalt í neðri hluta þess.
Flugljósmyndin sem var tekin 17.07.1993 er
birt með góðfúslegu leyfi Landmælinga Islands.
-Aerial photograph of Vatnsdalshólar. Also (B)
stresses within a moving compressive mass,
which results in extensive forces perpendicular
to the moving mass. (C) Possible section along
Vatnsdalshólar and (D) section through Mt.
Vatnsdalsfjall.
ástand (e. extensive) myndaðist í
urðarmassanum og skorumar urðu
til, víðastar austan til í hólunum en
þrengjast og hverfa í vestur- og
norðvesturátt (6. mynd).
Austasti hluti Vatnsdalshóla, við
norðurenda Flóðsins, er aðskilinn
frá meginhluta hólanna og hefur
annaðhvort myndast alveg í lok
berghlaupsins eða við annað og
yngra berghlaup úr Vatnsdalsfjalli
(4. mynd). Utlit þessara hóla er
nokkuð frábrugðið útliti megin-
þyrpingarinnar og eru þetta, eins og
áður var sagt, aðallega ávalir og að
mestu samhangandi hólar úr rhýó-
lítbreyskju. Upp að austustu hólun-
um liggja svo litlir og lágvaxnir hólar
sem mynduðust þegar Bjamastaða-
skriðan féll árið 1720.
Molnun bergstykkja
Þegar hinar mismunandi berggerðir
í Vatnsdalshólum voru kortlagðar
kom fljótlega í ljós að eiristakir hólar
em ýmist gerðir úr eirtni berggerð
eða tveimur og þá áberandi lagskipt-
ir (8. mynd). I upphafi voru strik og
134