Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2004, Blaðsíða 43

Náttúrufræðingurinn - 2004, Blaðsíða 43
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Höskuldur Búi Jónsson, Hreggviður Norðdahl og Halldór G. Pétursson Myn dað i BERGHLAUP Vatnsdalshóla? Vatnsdalshólar hafa löngum verið taldir ein af furðum íslenskrar náttúru. Þeir hafa verið sagðir óteljandi og frá örófi alda hafa ferðamenn sem og Húnvetningar eflaust velt fyrir sér myndun þeirra, enda lá þjóðleiðin löngum í gegnum sjálfa hólaþyrpinguna. í gömlum ferðabókum og þjóð- sögum má víða finna lýsingar á hólunum og hugleiðingar um þá og tilurð þeirra. Kveikjan að greininni, sem hér birtist, eru tvö náms- verkefni sem Höskuldur Búi Jónsson vann við Háskóla Islands á árunum 1997-1998 að frumkvæði og undir leiðsögn hinna höfund- anna. Annað verkefnið, sem styrkt var af Nýsköpunarsjóði náms- manna, fjallaði um skriðufallavá á nokkrum stöðum á landinu, m.a. í hlíðum Vatnsdalsfjalls.1 Hitt var BS-verkefni í jarðfræði og fjallaði um kortlagningu og rannsóknir á Vatnsdalshólum.2 Meginniðurstaða ofangreindra rannsókna er að Vatnsdalshólar (1. mynd) hafi myndast við einhvers konar berg- hlaup úr hlíðum Vatnsdalsfjalls eins og Jakob H. Líndal3,4 og Ólafur Jóns- son5 höfðu áður haldið fram. Hér eru dregnar saman helstu niður- stöður þessara tveggja verkefna og um þær fjallað í ljósi eldri og yngri rannsókna á tilurð Vatnsdalshóla. Hvað er berghlaup? Á íslensku nefnist það berghlaup þegar heilar fjallshlíðar hafa hlaupið eða skriðið fram í einu vetfangi og myndað hauga úr bergmulningi á láglendinu neðan við.5,6 Samkvæmt erlendum skilgreiningum á berg- hlaupi (e. rock slide) þá er það hreyfing bergmassa sem rennur á undirlagi eða skerfleti, sem er sem næst samsíða halla fjallshlíðar. Mis- gengi, sprungur og lagskipting, auk veikbyggðra millilaga, auka því líkur á berghlaupum. I hlíðinni myndast brotsár þar sem berg- massinn var áður og er það oft áberandi en fer þó eftir stærð berg- hlaupsins og því hvort síðari Náttúrufræðingurinn 72 (3-4), bls. 129-138, 2004 129
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.