Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2004, Page 43

Náttúrufræðingurinn - 2004, Page 43
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Höskuldur Búi Jónsson, Hreggviður Norðdahl og Halldór G. Pétursson Myn dað i BERGHLAUP Vatnsdalshóla? Vatnsdalshólar hafa löngum verið taldir ein af furðum íslenskrar náttúru. Þeir hafa verið sagðir óteljandi og frá örófi alda hafa ferðamenn sem og Húnvetningar eflaust velt fyrir sér myndun þeirra, enda lá þjóðleiðin löngum í gegnum sjálfa hólaþyrpinguna. í gömlum ferðabókum og þjóð- sögum má víða finna lýsingar á hólunum og hugleiðingar um þá og tilurð þeirra. Kveikjan að greininni, sem hér birtist, eru tvö náms- verkefni sem Höskuldur Búi Jónsson vann við Háskóla Islands á árunum 1997-1998 að frumkvæði og undir leiðsögn hinna höfund- anna. Annað verkefnið, sem styrkt var af Nýsköpunarsjóði náms- manna, fjallaði um skriðufallavá á nokkrum stöðum á landinu, m.a. í hlíðum Vatnsdalsfjalls.1 Hitt var BS-verkefni í jarðfræði og fjallaði um kortlagningu og rannsóknir á Vatnsdalshólum.2 Meginniðurstaða ofangreindra rannsókna er að Vatnsdalshólar (1. mynd) hafi myndast við einhvers konar berg- hlaup úr hlíðum Vatnsdalsfjalls eins og Jakob H. Líndal3,4 og Ólafur Jóns- son5 höfðu áður haldið fram. Hér eru dregnar saman helstu niður- stöður þessara tveggja verkefna og um þær fjallað í ljósi eldri og yngri rannsókna á tilurð Vatnsdalshóla. Hvað er berghlaup? Á íslensku nefnist það berghlaup þegar heilar fjallshlíðar hafa hlaupið eða skriðið fram í einu vetfangi og myndað hauga úr bergmulningi á láglendinu neðan við.5,6 Samkvæmt erlendum skilgreiningum á berg- hlaupi (e. rock slide) þá er það hreyfing bergmassa sem rennur á undirlagi eða skerfleti, sem er sem næst samsíða halla fjallshlíðar. Mis- gengi, sprungur og lagskipting, auk veikbyggðra millilaga, auka því líkur á berghlaupum. I hlíðinni myndast brotsár þar sem berg- massinn var áður og er það oft áberandi en fer þó eftir stærð berg- hlaupsins og því hvort síðari Náttúrufræðingurinn 72 (3-4), bls. 129-138, 2004 129

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.