Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 01.10.2004, Blaðsíða 35

Náttúrufræðingurinn - 01.10.2004, Blaðsíða 35
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags miðin. Á hinn bóginn getum við full- yrt, út frá rannsóknum okkar á Norðausturlandi og með hliðsjón af því yfir hversu víðfeðm svæði þessir atburðir náðu, að um sé að ræða tugi þúsunda, hið minnsta, af bæði langvíu og stuttnefju. I tengslum við þetta f ár er fróðlegt að velta því fyrir sér hversu algengir slíkir atburðir séu; einnig hvað valdi svona felli, hver sé uppruni fuglanna sem drápust á íslandsmiðum veturinn 2001-2002 og hvaða áhrif sé líklegt að fellirinn muni hafa á viðkomandi stofna. Haf a slíkir atburðir gerst áður? Hamförum líkt og hér er fjallað um, þar sem þúsundir svartfugla farast, hefur verið lýst áður bæði við strendur íslands (2. viðauki) og utanlands frá.8- "¦ w> >>> >2 Við íslands- strendur eru til heimildir um slíkt allt aftur til 1327. Öll tilvik, sem til- færð eru í 2. viðauka og þar sem getið eru um stund og stað, eru frá vetri eða vori og frá Strandasýslu og austur um að Austfjörðum. Athyglisverðar eru lýsingar úr Skagafirði 1841, en þar segir að svartfuglarnir hafi verið hordauðir og óætir. I öðru tilviki, frá Húsavík 1979, var einnig talað um hordauðan fugl. Þegar svartfugl rak í stórum stíl við Ólafsfjörð í janúar 1980 fékk Náttúrufræðistofnun senda nokkra fugla sem Ævar Petersen krufði. Ástand þeirra var það sama og þeirra fugla sem safnað var í janúar 2002, þ.e. engin olía eða grútur í fiðri, fuglarnir mjög rýrir og garnir þandar af gall- og blóðblönduðum massa. Langvíurnar, fullorðinn og ungur karlfugl (á fyrsta vetri) og ungur kvenfugl (á fyrsta vetri), vógu að meðaltali 649 g (s = 55, 585-682 g) og stuttnefjurnar, þrír fullorðnir karlfuglar og fimm fullorðnir kven- fuglar, vógu að meðaltali 630 g (s = 33, 588-690 g). Lýsingar frá Norður-Atlantshafi og Norður-Kyrrahafi sýna að hliðstæðir atburðir, þar sem svartfuglar farast í stórum stíl úr kröm, gerast endrum og eins á þeim slóðum. Þetta gerist yfirleitt á haustin og veturna og oft hafa menn reynt að tengja þessa atburði óhagstæðu tíðarfari. Lýsingar á ásigkomulagi svartfugla, sem hafa verið krufðir, eru samhljóða því sem við fundum.2,13 Þannig eru vöðvar á bringu og útlimum mjög rýrir, allur fituforði uppurinn og blæðingar í meltingarvegi. Meðalþyngd hor- dauðra langvía er gjarnan á bilinu 600-700 g. Bretar og reyndar fleiri þjóðir vakta strendur sínar skipulega með tilliti til sjófuglareka. Athyglisverðar niðurstöður hafa komið í ljós á Suðureyjum og Orkneyjum við strendur Skotlands. Þar hefur verið talið í fjörum mánaðarlega frá 1976. Niðurstöður talninganna sýna að hordauðar langvíur rekur í öllum árum en alltaf mest yfir veturinn; mun minna rekur af öðrum svart- fuglategundum, svo sem lunda og álku. Flesta vetur er þetta í litlum mæli en svo koma inn á milli ár þar sem verulega mikið rekur og menn finna á bilinu 7-12 hræ rekin á hvern kílómetra af fjöru.10 Hliðstæðar niðurstöður komu einnig út úr taln- ingum við Moray-fjörð í Skotlandi 1983-1986.11 Báðir þessir hópar vísindamanna túlka gögn sín þannig að svona tilvik séu að verða tíðari en áður í Norðursjó og telja að frum- orsökin sé fæðuskortur vegna ofveiði fiskistofna. Ofangreindar rannsóknir frá Skotlandi og skosku eyjunum, um að hungurdauði langvía sé við- varandi dánarorsök, koma heim og saman við reynslu eins heimildar- manna okkar, Sævars Egilssonar (2. viðauki). Sævar segir að í Mjóafirði fyrir austan verði flest ár þó nokkuð af svartfugli hungurdauða og reki upp, og að veturinn 2001-2002 hafi ekki verið frábrugðinn hvað það varðar. Á hinn bóginn nefna flestir aðrir heimildarmenn okkar að þeir hafi aldrei séð neitt í líkingu við þetta áður. Hvað olli svartfugladauðanum 2001-2002? Niðurstaða krufninga var að nær- ingarskortur hefði drepið fuglana. Athyglisverður munur var á aldurssamsetningu langvíu og stutt- nefju, annars vegar mest ungfuglar og hins vegar mest fullorðnir fuglar. Það bendir til þess að hungurvofan hafi herjað á fuglana veturinn 2001-2002 óháð aldri þeirra og reynslu. Lífshættir langvíu og stuttnefju eru svipaðir yfir veturinn og fuglarnir halda sig á hafi úti, srutt- nefjan mest í Grænlandssundi og fyrir Norðurlandi en langvían dreifðari14 (Kristján Lilliendahl og Ævar Petersen, munnl. uppl.). Á veturna er fátt annað af fugli á þessum hafsvæðum nema helst fýll, haftyrðill og álka15 (Kristján Lillien- dahl munnl. uppl.). Aðalfæða lang- víu og stuttnefju utan varptíma er loðna Mallotus villosus, síld Clupea harengus, ljósáta af tegundinni Meg- anyctiphanes norvegica og sviflægar marflær, Hyperiidea5 (Kristján Lilliendahl munnl. uppl.). Fuglarnir kafa eftir ætinu og geta athafnað sig allt niður á 100 m dýpi.16 Ymsar spurningar vakna um hvað hafi valdið hungurdauðanum. Ljóst er að þetta ástand ríkti á víð- áttumiklum hafsvæðum og stóð yfir í a.m.k. 6-7 vikur. Hvað olli fæðuskortinum? Var lítið um æti eða voru skilyrðin þannig að fuglinn náði ekki í ætið? Samkvæmt því sem sérfræðingar Hafrannsóknastofnun- arinnar tjá okkur var nóg af æti, bæði loðnu og krabbaátu, sumarið 2001 og veturinn 2001-2002 (Kristján Lilliendahl munnl. uppl.). Sam- kvæmt þessu er ólíklegt að beinlínis hafi verið um skort á æti að ræða. Líklegri skýring er að einhver ytri skilyrði hafi verið fuglunum óhagstæð og torveldað svo veiði að hungur og kröm fylgdi í kjölfarið og reið þúsundum þeirra að fullu. Við vitum ekki hvaða þættir þetta voru; hér gætu hafa spilað saman áhrif storma og hafísreks sem hafa þá annaðhvort hamlað fæðunámi fuglanna eða haft áhrif á dreifingu loðnutorfanna eða krabbaátu- flekkjanna. Við vitum ekki heldur hvort þessir atburðir áttu sér einhvern að- draganda. Voru skilyrðin óhagstæð 123
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.