Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2004, Page 37

Náttúrufræðingurinn - 2004, Page 37
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags miðin. Á hinn bóginn getum við full- yrt, út frá rannsóknum okkar á Norðausturlandi og með hliðsjón af því yfir hversu víðfeðm svæði þessir atburðir náðu, að um sé að ræða tugi þúsunda, hið minnsta, af bæði langvíu og stuttnefju. I tengslum við þetta fár er fróðlegt að velta því fyrir sér hversu algengir slíkir atburðir séu; eirtnig hvað valdi svona felli, hver sé uppruni fuglanna sem drápust á Islandsmiðum veturinn 2001-2002 og hvaða áhrif sé líklegt að fellirinn muni hafa á viðkomandi stofna. Hafa slíkir atburðir gerst áður? Hamförum líkt og hér er fjallað um, þar sem þúsundir svartfugla farast, hefur verið lýst áður bæði við strendur íslands (2. viðauki) og utanlands frá.8,9'10'u'12 Við íslands- strendur eru til heimildir um slíkt allt aftur til 1327. Öll tilvik, sem til- færð eru í 2. viðauka og þar sem getið eru um stund og stað, eru frá vetri eða vori og frá Strandasýslu og austur um að Austfjörðum. Athyglisverðar eru lýsingar úr Skagafirði 1841, en þar segir að svartfuglamir hafi verið hordauðir og óætir. I öðm tilviki, frá Húsavík 1979, var einnig talað um hordauðan fugl. Þegar svartfugl rak í stórum stíl við Ólafsfjörð í janúar 1980 fékk Náttúmfræðistofnun senda nokkra fugla sem Ævar Petersen krufði. Ástand þeirra var það sama og þeirra fugla sem safnað var í janúar 2002, þ.e. engin olía eða grútur í fiðri, fuglamir mjög rýrir og gamir þandar af gall- og blóðblönduðum massa. Langvíumar, fullorðinn og ungur karlfugl (á fyrsta vetri) og ungur kvenfugl (á fyrsta vetri), vógu að meðaltali 649 g (s = 55, 585-682 g) og stuttnefjurnar, þrír fullorðnir karlfuglar og fimm fullorðnir kven- fuglar, vógu að meðaltali 630 g (s = 33, 588-690 g). Lýsingar frá Norður-Atlantshafi og Norður-Kyrrahafi sýna að hliðstæðir atburðir, þar sem svartfuglar farast í stórum stíl úr kröm, gerast endrum og eins á þeim slóðum. Þetta gerist yfirleitt á haustin og vetuma og oft hafa menn reynt að tengja þessa atburði óhagstæðu tíðarfari. Lýsingar á ásigkomulagi svartfugla, sem hafa verið kmfðir, em samhljóða því sem við fundum.2'13 Þannig em vöðvar á bringu og útlimum mjög rýrir, allur fituforði uppurirtn og blæðingar í meltingarvegi. Meðalþyngd hor- dauðra langvía er gjaman á bilinu 600-700 g. Bretar og reyndar fleiri þjóðir vakta strendur sínar skipulega með tilliti til sjófuglareka. Athyglisverðar niðurstöður hafa komið í ljós á Suðureyjum og Orkneyjum við strendur Skotlands. Þar hefur verið talið í fjömm mánaðarlega frá 1976. Niðurstöður talninganna sýna að hordauðar langvíur rekur í öllum ámm en alltaf mest yfir veturinn; rnirn minna rekur af öðmm svart- fuglategundum, svo sem lunda og álku. Flesta vetur er þetta í litlum mæli en svo koma inn á milli ár þar sem vemlega mikið rekur og menn finna á bilinu 7-12 hræ rekin á hvem kílómetra af fjöru.10 Hliðstæðar niðurstöður komu einnig út úr taln- ingum við Moray-fjörð í Skotlandi 1983-1986.11 Báðir þessir hópar vísindamanna túlka gögn sín þannig að svona tilvik séu að verða tíðari en áður í Norðursjó og telja að frum- orsökin sé fæðuskortur vegna ofveiði fiskistofna. Ofangreindar rannsóknir frá Skotlandi og skosku eyjunum, um að hungurdauði langvía sé við- varandi dánarorsök, koma heim og saman við reynslu eins heimildar- manna okkar, Sævars Egilssonar (2. viðauki). Sævar segir að í Mjóafirði fyrir austan verði flest ár þó nokkuð af svartfugli hungurdauða og reki upp, og að veturinn 2001-2002 hafi ekki verið frábrugðinn hvað það varðar. Á hinn bóginn nefna flestir aðrir heimildarmenn okkar að þeir hafi aldrei séð neitt í líkingu við þetta áður. Hvað olli svartfugladauðanum 2001-2002? Niðurstaða kmfninga var að nær- ingarskortur hefði drepið fuglana. Athyglisverður munur var á aldurssamsetningu langvíu og stutt- nefju, annars vegar mest ungfuglar og hins vegar mest fullorðnir fuglar. Það bendir til þess að hungurvofan hafi herjað á fuglana veturinn 2001-2002 óháð aldri þeirra og reynslu. Lífshættir langvíu og stuttnefju eru svipaðir yfir veturinn og fuglamir halda sig á hafi úti, stutt- nefjan mest í Grænlandssundi og fyrir Norðurlandi en langvían dreifðari14 (Kristján Lilliendahl og Ævar Petersen, munnl. uppl.). Á veturna er fátt annað af fugli á þessum hafsvæðum nema helst fýll, haftyrðill og álka15 (Kristján Lillien- dahl munnl. uppl.). Aðalfæða lang- víu og stuttnefju utan varptíma er loðna Mnllotus villosus, síld Clupea harengus, ljósáta af tegundinni Meg- anyctiphanes norvegica og sviflægar marflær, Hyperiidea5 (Kristján Lilliendahl munnl. uppl.). Fuglamir kafa efhr ætinu og geta athafnað sig allt niður á 100 m dýpi.16 Ymsar spurningar vakna um hvað hafi valdið hungurdauðanum. Ljóst er að þetta ástand ríkti á víð- áttumiklum hafsvæðum og stóð yfir í a.m.k. 6-7 vikur. Hvað olli fæðuskortirium? Var lítið um æti eða voru skilyrðin þannig að fuglinn náði ekki í ætið? Samkvæmt því sem sérfræðingar Hafrannsóknastofnun- arinnar tjá okkur var nóg af æti, bæði loðnu og krabbaátu, sumarið 2001 og veturinn 2001-2002 (Kristján Lilliendahl munnl. uppl.). Sam- kvæmt þessu er ólíklegt að beinlínis hafi verið um skort á æti að ræða. Líklegri skýring er að einhver ytri skilyrði hafi verið fuglunum óhagstæð og torveldað svo veiði að hungur og kröm fylgdi í kjölfarið og reið þúsundum þeirra að fullu. Við vitum ekki hvaða þæthr þetta vom; hér gætu hafa spilað saman áhrif storma og hafísreks sem hafa þá annaðhvort hamlað fæðunámi fuglanna eða haft áhrif á dreifingu loðnutorfanrra eða krabbaátu- flekkjanna. Við vitum ekki heldur hvort þessir atburðir áttu sér einhvern að- draganda. Vom skilyrðin óhagstæð 123

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.