Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 01.10.2004, Blaðsíða 14

Náttúrufræðingurinn - 01.10.2004, Blaðsíða 14
Náttúrufræðingurinn 14 12 10 8 6 4 2 0 ¦ stöð 1 ¦ stöð2 - ---------------------FTFTfl 1 r . Ii , íh n n IL ji , ru M O N 8. mynd. Þéttleiki Dinophysis norvegica í yfirborði sjávar á athugunarstöðvum í Hvalfirði árið 1997. Rauða strikalínan sýnir viðmiðunarmörkfyrir hættu á DSP-eitrun sem notuð eru víða í Norður-Atlantshafi. - Density o/Dinophysis norvegica in the surface layer at the sampling stations in Hvalfjörður in 1997. The broken red line shows concentration limit above which there is considered to be a potential risk ofDSP. <1 500 400 300 200 100 \ 0 stöð 1 stöð 2 lm llLL. M J J O N 9. mynd. Þéttleiki Pseudo-nitzschia pseudodelicatissima í yfirborði sjávar á athugunarstöðvum í Hvalfirði árið 1997. Rauða strikalínan sýnir viðmiðunarmörkfyrir hættu á ASP-eitrun sem notuð eru víða í Norður-Atlantshafi. - Densíty of Pseudo- nitzschia pseudodelicatissima in the surface layer at the sampling stations in Hvalfjörður in 1997. The broken red line shows concentration limit above which there is considered to be a potential risk ofASP. daga sem þéttleiki eiturþörunga var það mikill að hætta var talin á að kræklingur væri eitraður. Valin voru 13 kræklingssýni frá stöð 1 við Fossá og sjö sýni frá stöð 2 við Bjarteyjarsand til mælinga á DSP-eitrun (2. tafla). Ekki þótti ástæða til að mæla PSP- né ASP- eitrun. Þær tegundir sem geta valdið PSP- eða ASP-eitrun náðu ekki þeim fjölda eða stóðu það stutt við að ekki var talin hætta á eitrun. Fyrst varð vart við DSP-eitrun í litlum mæli í byrjun júlí á stöð 1.1 lok júlí hafði hún aukist talsvert og var kræklingur, sem safnað var á stöð 1, óhæfur til neyslu frá lokum júlí þar til í nóvember þegar nokkuð hafði dregið úr styrk eitursins. Á stöð 2 var eitrun mæld á tímabilinu frá lokum júlí til loka september. Kræklingurinn var óneysluhæfur vegna eitrunar í fimm skipti sem dreifðust yfir allt tímabilið sem mælingarnar náðu yfir. I tvö skipti, 8. ágúst og 13. september, mældist lítil eða engin eitrun, en þó mældist eitrun í báðum tilfellum aftur strax viku seinna. Umfjöllun Eins og áður sagði varð fyrst vart við svifþörunga í Hvalfirði um miðjan mars en aðalgróðurtímabilið stóð frá miðjum apríl og fram í miðjan sept- ember, þegar fór að draga verulega úr vexti þörunganna (3. mynd). Það voru kísilþörungar sem fyrst birtust um vorið (4. mynd). Þeir náðu miklum fjölda og mynduðu svo- kallaðan vorblóma í apríl og maí. Þegar styrkur næringarefna minnk- aði, í byrjun sumars, urðu smáir svipuþörungar ríkjandi ásamt smá- vöxnum kísilþörungum, svo sem Skeletonema costatum og Pseudo- nitzschia pseudodelicatissima, auk ýmissa skoruþörunga1 (5. mynd). Hliðstæð gróðurframvinda hefur fundist í fjörðum vestanlands.10 Fyrir austan land virðist gróður hins vegar fara talsvert seinna af stað á vorin, en árstíðabreytingar eru að öðru leyti svipaðar.11 Eins og fram hefur komið þá fundust í Hvalfirði nokkrar tegundir sem vitað er að geta valdið skelfisk- eitrun. Allt eru það tegundir sem algengar eru í sjó við Island. Hér á eftir verður rætt nánar um þær tvær eiturmyndandi tegundir sem fund- ust í mestum þéttleika í Hvalfirði; skoruþörunginn Dinophysis norveg- ica og kísilþörunginn Pseudo-nitz- schia pseudodelicatissima. Dinophysis norvegica Blómi Dinophysis norvegica í Hval- firði varð í júlí og ágúst þegar hitastig var hæst í sjónum, eða um 11°C, og lagskipting stöðug.1 Dansk- ar rannsóknir á blóma Dinophysis norvegica sýna að hans er að vænta þegar hitastig sjávar er komið í 10-11°C17 Aðrar athuganir á vexti Dinophysis spp. benda til þess að lagskipting sjávar skipti einnig máli og að Dinophysis spp. nái ekki að fjölga sér verulega fyrr en hún er orðin stöðug.18 I Hvalfirði greindist Dinophysis norvegica í sýnum frá því í júní og þar til rannsóknum lauk í nóvember. I fyrri athugunum í Hvalfirði varð tegundarinnar vart seinna og vöxtur hennar stóð skemur, eða frá því í júlí og þar til í byrjun september.19 Athuganir hafa verið gerðar á árs- tíðabreytingum á svifþörungagróðri í ísafjarðardjúpi og Eyjafirði,20 við Vestfirði10 og í Mjóafirði.11 Þær sýndu allar að Dinophysis norvegica 102
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.