Náttúrufræðingurinn - 2004, Síða 16
Náttúrufræðingurinn
8. mynd. Þéttleiki Dinophysis norvegica i yfirborði sjávar á athugunarstöðvum í
Hvalfirði árið 1997. Rauða strikalínan sýnir viðmiðunarmörk fyrir hættu á DSP-eitrun
sem notuð eru víða í Norður-Atlantshafi. - Density of Dinophysis norvegica in the
surface layer at the sampling stations in Hvalfjörður in 1997. The broken red line shows
concentration limit above which there is considered to be a potential risk ofDSP.
ni
H
3
S
£
T3
G
G
'3
xx
úr vexti þörunganna (3. mynd). Það
voru kísilþörungar sem fyrst birtust
um vorið (4. mynd). Þeir náðu
miklum fjölda og mynduðu svo-
kallaðan vorblóma í apríl og maí.
Þegar styrkur næringarefna minnk-
aði, í byrjun sumars, urðu smáir
svipuþörungar ríkjandi ásamt smá-
vöxnum kísilþörungum, svo sem
Skeletonema costatum og Pseudo-
nitzschia pseudodelicatissima, auk
ýmissa skoruþörunga1 (5. mynd).
Hliðstæð gróðurframvinda hefur
fundist í fjörðum vestanlands.10
Fyrir austan land virðist gróður hins
vegar fara talsvert seinna af stað á
vorin, en árstíðabreytingar eru að
öðru leyti svipaðar.11
Eins og fram hefur komið þá
fundust í Hvalfirði nokkrar tegundir
sem vitað er að geta valdið skelfisk-
eitrun. Allt eru það tegundir sem
algengar eru í sjó við Island. Hér á
eftir verður rætt nánar um þær tvær
eiturmyndandi tegundir sem fund-
ust í mestum þéttleika í Hvalfirði;
skoruþörunginn Dinophysis norveg-
ica og kísilþörunginn Pseudo-nitz-
schia pseudodelicatissitna.
Dinophysis norvegica
9. mynd. Þéttleiki Pseudo-nitzschia pseudodelicatissima í yfirborði sjávar á
athugunarstöðvum í Hvalfirði Arið 1997. Rauða strikalínan sýnir viðmiðunarmörkfyrir
hættu á ASP-eitrun setn notuð eru víða í Norður-Atlantshafi. - Density of Pseudo-
nitzschia pseudodelicatissima in the surface layer at the sampling stations in
Hvalfjörður in 1997. The broken red line shows concentration limit above which there
is considered to be a potential risk ofASP.
daga sem þéttleiki eiturþörunga var
það mikill að hætta var talin á að
kræklingur væri eitraður.
Valin voru 13 kræklingssýni frá
stöð 1 við Fossá og sjö sýni frá stöð 2
við Bjarteyjarsand til mælinga á
DSP-eitrun (2. tafla). Ekki þótti
ástæða til að mæla PSP- né ASP-
eitrun. Þær tegundir sem geta valdið
PSP- eða ASP-eitrun náðu ekki þeim
fjölda eða stóðu það stutt við að ekki
var talin hætta á eitrun.
Fyrst varð vart við DSP-eitrun í
litlum mæli í byrjun júlí á stöð 1.1 lok
júlí hafði hún aukist talsvert og var
kræklingur, sem safnað var á stöð 1,
óhæfur til neyslu frá lokum júlí þar til
í nóvember þegar nokkuð hafði
dregið úr styrk eitursins. Á stöð 2 var
eitrun mæld á tímabilinu frá lokum
júlí til loka september. Kræklingurinn
var óneysluhæfur vegna eitrunar í
fimm skipti sem dreifðust yfir allt
tímabilið sem mælingamar náðu yfir.
I tvö skipti, 8. ágúst og 13. september,
mældist lítil eða engin eitmn, en þó
mældist eitrun í báðum tilfellum
aftur strax viku seinna.
Umfjöllun
Eins og áður sagði varð fyrst vart við
svifþörunga í Hvalfirði um miðjan
mars en aðalgróðurtímabilið stóð frá
miðjum apríl og fram í miðjan sept-
ember, þegar fór að draga verulega
Blómi Dinophysis norvegica í Hval-
firði varð í júlí og ágúst þegar
hitastig var hæst í sjónum, eða um
11°C, og lagskipting stöðug.1 Dansk-
ar rannsóknir á blóma Dinophysis
norvegica sýna að hans er að vænta
þegar hitastig sjávar er komið í
10-11°C.17 Aðrar athuganir á vexti
Dinophysis spp. benda til þess að
lagskipting sjávar skipti einnig máli
og að Dinophysis spp. nái ekki að
fjölga sér verulega fyrr en hún er
orðin stöðug.18
I Hvalfirði greindist Dinophysis
norvegica í sýnum frá því í júní og
þar til rannsóknum lauk í nóvember.
I fyrri athugunum í Hvalfirði varð
tegundarinnar vart seinna og vöxtur
hennar stóð skemur, eða frá því í júlí
og þar til í byrjun september.19
Athuganir hafa verið gerðar á árs-
tíðabreytingum á svifþörungagróðri
í Isafjarðardjúpi og Eyjafirði,20 við
Vestfirði10 og í Mjóafirði.11 Þær
sýndu allar að Dinophysis tiorvegica
102