Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2004, Page 13

Náttúrufræðingurinn - 2004, Page 13
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 64° 25’ 64° 20’ 64° 15’ 22° 00’ 21° 40’ 21° 20’ 2. mynd. Sýnatökustöðvar í Hvalfirði, par sem sýmim afkræklingi og svifpörungum var safnað 27 sinnum á tímabilinu fébrúar til nóvember árið 1997. - Sampling stations in Hvalfjörður southwest Iceland. At each station samples were taken at 27 dates dispersed throughout the year 1997. Enn aðrir telja einfaldlega að aukin þekking á þessu sviði og stóraukið eftirlit valdi því að við verðum oftar en áður vör við blóma skaðlegra þörunga. Hver sem ástæðan er, þá valda eiturþörungar miklum skaða í heiminum um þessar mundir og virðist vandinn fara vaxandi. Samfara vaxandi umsvifum í fisk- og skeldýraeldi hafa á undan- förnum árum verið gerðar síauknar kröfur um eftirlit með vexti eitraðra þörunga og eitrun af þeirra völdum. Á það einnig við hér á landi.12 Þekking á eitruðum teg- undum hefur aukist gífurlega og nýjar aðferðir hafa komið fram til að greina eiturefnin. Undanfarna áratugi hefur einnig uppgötvast eitur í fleiri og fleiri tegundum svifþörunga. Nýjar gerðir þörunga- eiturs eru einnig að finnast og æ oftar er tilkynnt um eiturþörunga- blóma.8 EFNIVIÐUR OG AÐFERÐl R Rannsóknarsvæði og sýnataka Til þess að rannsaka framvindu svif- þörungagróðurs í Hvalfirði var safnað sýnum á tveimur stöðvum innarlega í firðinum (2. mynd). Stað- setning stöðvanna var m.a. valin með tilliti til útbreiðslu og þéttleika kræklings og var þá stuðst við niður- stöður úr athugunum Guðrúnar G. Þórarinsdóttur á útbreiðslu krækl- ings í Hvalfirði sem gerðar voru árið 1994.13 Einnig var haft í huga hvar í Hvalfirði fólk tínir sér helst krækling til matar. Stöð 1 er á móts við Fossá þar sem botndýpi er 10 m. Stöð 2 er út af Bjarteyjarsandi en þar er botn- dýpi 15 m. Á stöð 1 voru sýni tekin á 2 m og 7 m dýpi en á stöð 2 á 2 m og 12 m dýpi. Á tímabilinu 6. febrúar til 11. nóv- ember 1997 voru famir 27 leiðangrar í Hvalfjörð til sýnatöku. Safnað var vikulega frá apríl til loka september en í upphafi og lok sýnatökutímans leið lengra á milli sýnatöku. Sjósýnum var safnað með 1,7 lítra sjótaka á um 2 m dýpi. Ur sjótökun- um vom tekin sýni til mælinga á næringarefnum, blaðgrænu, seltu og til greininga og talningar á svif- þömngum. Hiti, selta og blaðgrænu- styrkur vom mæld samfellt frá yfir- borði niður að botni með síritandi mælitæki, sondu. Á báðum stöðvum voru tekin háfsýni til tegunda- greininga með svifþörungaháf, með 20 pm möskvastærð. Við veiðar á kræklingi var notuð lítil þríhyrnuskrapa. Skrapan var dregin á lítilli ferð eftir botni þar sem líklegt þótti að búsvæði kræklings væru. Hún var dregin á 5-6 m dýpi nálægt stöðvunum tveimur þar sem þömngum var safnað. Kræklings- sýnin vom fryst um leið og komið var í land. Meðhöndlun gagna og mæliaðferðir I sjósýnum voru auk blaðgrænu mæld næringarefnin nítrat (NO3), fosfat (P043 ), silíkat (Si02), ammón- íum (NH4+), heildarköfnunarefni og heildarfosfór. Nánari lýsingu á með- höndlun þeirra sýna og greiningu er að firtna í ritgerð Agnesar Eydal um framvindu svifþömnga í Hvalfirði.1 Háfsýni vom skoðuð í smásjá og þörungarnir í sýninu greindir til tegunda. Við mat á þéttleika svif- þömnganna vom þörungar úr 50 ml sjósýni látnir setjast á smásjárgler og þeir taldir í smásjá.14 Með hliðsjón af niðurstöðum svif- þömngatalninga var ákveðið í hvaða kræklingasýnum þörungaeitrun skyldi mæld með svokölluðu músa- prófi.15 Prófið fólst í því að þykkni sem unnið var úr kræklingnum var sprautað í mýs og fylgst með hvemig þeim reiddi af. N IÐURSTÖÐUR Gróðurframvindan í Hvalfirði Árið 1997 var gróðurframvinda í Hvalfirði á þá leið að í kjölfar seltu- lagskiptingar í byrjun apríl jókst gróðurmagnið verulega og náði hámarki síðar í apríl og í byrjun maí (3. mynd). Síðan skiptust á gróður- toppar og -lægðir fram á haustið. 1 grófum dráttum má segja að um fjóra gróðurtoppa hafi verið að ræða, í apríl-maí, júní, júlí og i ágúst- september. Sveiflur í gróðurmagn- inu voru áþekkar á athugunar- stöðvunum tveimur. Gróðurmagnið féll síðan hratt í september og var í lágmarki fram á vetur. 1 lok mars varð fyrst vart við kísil- þörunga og seinni hluta apríl var talsvert af þeim í Hvalfirði (4. mynd). I júlí varð fjöldi kísilþörunga mestur (600-1500 þúsund fmmur í lítra). í byrjun ágúst hurfu þeir nánast alveg úr svifinu en birtust á 99

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.