Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2004, Page 3

Náttúrufræðingurinn - 2004, Page 3
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Loftslagsbreytingar og LANGTÍMARANNSÓKNIR Loftslagsbreytingar og afleiðingar þeirra hafa mikið verið ræddar undanfarnar vikur og mánuði í tengslum við útgáfu alþjóðlegrar skýrslu um þetta efni, Arctic Climate Impact Asessment eða ACIA, sem unnin var að tilhlutan Norðurskauts- ráðsins. Skýrslan dregur saman núverandi þekkingu á loftslagi norðurheimskauts- svæðisins, breytileika þess fyrr og nú, og spáir með aðstoð loftslagslíkana fyrir um loftslagsbreytingar út þessa öld. Jafnframt er lagt mat á það hvaða áhrif þessar breytingar hafa á umhverfi og náttúru svæðisins, atvinnu og menningu íbúanna. Um 300 vísindamenn komu að gerð skýrslunnar sem var fjögur ár í smíðum. ACIA-skýrslan staðfestir að loftslags- breytingar eru þegar hafnar á norður- slóðum og spáir því að meðalárshiti muni hækka þar tvöfalt meira en annars staðar á jörðinni á þessari öld. Hitabreytingamar verða mismiklar eftir svæðum; mestar yfir Norður-íshafinu, allt að 8-10°C, en heldur minni í okkar heimshluta eða 3-5 °C. Jafnframt eykst úrkoma víðast hvar um 15-20% og aðrar breytingar geta orðið á veðurfari svo sem aukin tíðni illviðra. Af- leiðingamar verða m.a. þær að útbreiðsla hafíss á Norður-íshafi minnkar um a.m.k. helming, yfirborð sjávar hækkar um 40-80 cm, barrskógabeltið færist til norðurs, flatarmál freðmýra dregst saman um allt að 50%, framleiðsla gróðurs á landi og í sjó eykst, búsvæði lífvera taka stakkaskiptum, suðlægar tegundir auka útbreiðslu sína til norðurs á kostnað norrænna tegunda. I stuttu máli spáir skýrslan hlýrra loftslagi á norðurslóðum í lok þessarar aldar en dæmi eru til um frá lokum síðasta kulda- skeiðs ísaldar og að afleiðingamar verði gríðarlegar fyrir vistkerfi og mannlíf á svæðinu. ACIA-skýrslan var kynnt á ráðstefnu í Reykjavík í nóvember sl. Allmargir íslenskir vísindamenn tóku virkan þátt í ráðstefnunni með erindum og veggspjöld- um. Hjálmar Vilhjálmsson fiskifræðingur, aðalhöfundur fiskveiðikafla skýrslunnar, kynnti niðurstöður varðandi fiskistofna í norðurhöfum. Líklegt er talið að stofnar þorsks o.fl. bolfiska og síldar eflist við 2-3ja gráðu hlýnun sjávar, en að stofnar nor- rænna tegunda svo sem loðnu, rækju og grálúðu veikist. Þessar niðurstöður byggja einkum á samanburði við það sem gerðist á fyrri hluta 20. aldar (1925-1965) þegar loft- og sjávarhiti á Norður-Atlantshafi hækkaði verulega. A ráðstefnunni vakti athygli framlag íslenskra veðurfræðinga og jarðvísindamanna frá Veðurstofu ís- lands og Orkustofnun sem kynntu viða- miklar rannsóknir og vöktun á afkomu jökla og spár um jöklabreytingar og breytingar á rennsli jökulvatna út öldina. Líffræðingar frá Náttúmfræðistofnun ís- lands, Náttúmfræðistofu Kópavogs og Há- skóla Islands kynntu einnig áhugaverðar rannsóknir á áhrifum loftslagsbreytinga á gróður og ferskvatnsfiska. Við samantekt ACIA-skýrslunnar hefur kristallast ómetanlegt mikilvægi langtíma- rannsókna og vöktunar. Loftslag er síbreytilegt frá degi til dags og frá ári til árs; langtímabreytingar í loftslagi verða því einungis greindar með samfelldum mæli- röðum sem spanna langt árabil. Slíkar mæliraðir em einnig nauðsynlegar til að skilja raunvemlegar langtímabreytingar á gróðurfari og dýrastofnum frá tilviljana- kenndum árferðisbundnum sveiflum. Hér á landi hefur í áratugi verið stunduð umfangsmikil umhverfisvöktun af ýmsu tagi. Nefna má veðurmælingar, mælingar á afkomu jökla, vatnamælingar, jarðskjálftamælingar, efnamælingar í lofti og legi. Jarðvísindamenn og veður- fræðingar hafa í auknum mæli verið að nýta niðurstöður þessara langtíma- mælinga til stöðumats og til að spá fram í tímann um umhverfisbreytingar. Skipuleg vöktun á lífríki Islands, að nytjastofnum sjávar undanskildum, er mun skemur á veg komin. Þó má nefna vöktun afmarkaðra vistkerfa og svæði (t.d. Mývatn, Þingvallavatn, Surtsey, Litla- Skarð), vöktun beitilanda, langtíma upp- skerumælingar og gróðurtilraunir tengdar veðurfari, vöktun tiltekinna tegunda og stofna dýra (t.d. öm, rjúpa, refur, vetrar- fuglar) og plantna (t.d. válistaplöntur) á lands- og svæðisvísu. Þá er verið að skipu- leggja langtímavöktun á skógum landsins, bæði náttúmlegum og gróðursettum. Enn sem komið er hafa litlar tilraunir verið gerðar til að samþætta niðurstöður þessara verkefna í því skyni að fá mynd af yfirvofandi breytingum á lífríki landsins hvort sem er af völdum loftslags eða vegna breyttra atvinnuhátta. Að þessu leyti eru líffræðingar eftirbátar veðurfræðinga og jarðvísindamanna. Mikilvægt er að draga saman niður- stöður íslenskra langtímarannsókna og vöktunar, meta þessi verkefni, samræma þau og útvíkka þannig að þau geti orðið gmnnur að heildstæðri úttekt á áhrifum loftslagsbreytinga og annarra linattrænna breytinga á íslenska náttúm. Líklega þurfa náttúrufræðingar og náttúrurannsókna- stofnanir að hafa frumkvæði að slíkri samvinnu, þvert á ráðuneytismúra. Snorri Baldursson aðstoðarforstjóri Náttúrufræðistofnunar íslands átti sæti í ritnefnd AClA-skýrslunnar. Leiðrétting Þau mistök urðu því miöur í síðasta hefti Náttúrufræðingsins, 72. árg. 1.-2. hefti, á bls. 64 að engjarós Potentilla palustris var sögð eyrarrós. Teikningin var auk þess ranglega eignuð Ingibjörgu Hjörleifsdóttur en hana gerði Guðrún Einarsdóttir á Sellátrum í Tálknafirði (nú látin). Þá var 26. tilvitnun á bls. 34 röng. Rétt er tilvitnunin: Guiarro Garcia E. og Guðrún Þórarinsdóttir 2003. Áseta ungra skelja á söfnurum í Eyjafirði. Náttiirufræðingurinn 71.129-133. Er beðist velvirðingar á þessum mistökum. Ritstj. 89

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.