Náttúrufræðingurinn - 1993, Page 3
Davíð Egilson og Ævar Petersen
Olíuslysið við Hjaltland
í janúar 1993
Olíunutningaskipið Braer strandaði
nærri syðsta odda Hjaltlands þriðju-
daginn 5. janúar 1993. Skipið var á
leið frá Noregi til Kanada með olíu-
farm úr Norðursjónum og um 85.000
tonn af jarðolíu fóru í sjóinn (1. mynd).
Atburðarásin er rakin í eftirfarandi
grein og leitast er við að svara nokkr-
um spurningum sem óhjákvæmilega
vakna við óhöpp sem þetta.
HJALTLAND
Um 200 km norður af Skotlandi
liggur eyjaklasinn Hjaltland. Eyjarnar
eru um 100 lalsins og eru tæplega 20
þeirra byggðar. Þær eru láglendar,
stiöndin vogskorin og klettótt. Flatar-
mál eyjanna er rúmlega 1400 km1 2 og
íbúarnir um 22.500. Stærstu eyjarnar
eiu Mainland, sem er þeirra langstærst,
Yell og Unst. Stjórnsetur er í Leirvík á
Mainland.
Atvinnuvegir
Um þriðjungur íbúanna hefur lífs-
viðurværi af sjávarfangi, þ.e. fiskeldi,
liskveiðum og skelfiskveiðum. Aðrir
1. iriynd. Þann 5. janúar 1993 stöðvuðusl
báðar aðalvélar olíuflutningaskipsins
Biaer er það var statt um 10 sjómílur
suður af Hjaltlandi í sunnan hvassviðri.
yda bjargaði áhöfninni en fintm klukku-
stundum síðar rak skipið upp í klettana
við Quendaleflóa syðst á Hjaltlandi.
helstu atvinnuvegir Hjaltlendinga eru
sauðfjárrækt og hrossarækt (hjaltlands-
hestur). Þá gegna eyjarnar mikilvægu
hlutverki í þjónustu við bresku olíu-
vinnslusvæðin í Norðursjó og olíu-
leiðslur liggja þar á land.
Lífríki
Umhverfis eyjarnar eru gjöful fiski-
mið og veiðist þar einkum þorskur,
síld og makríll auk ýmissa tegunda af
skelfiski. Á 2. mynd a eru sýnd helstu
Natturufræðingurinn 62 (3-4), bls. 113-123, 1993. 1 13