Náttúrufræðingurinn - 1993, Side 8
•, >
, 'ir
, i; ■ j y'M
?”■ ,'r"'
% ,/ -4V -
P > 1>, /, • •
• • •
• • • • • • ■ •
5. mynd. Olíumengun í botnseli. Styrkur
olíunnar er sýndur sem ppm (hlutar af
milljón). Á skyggðu svæðunum er botninn
þakinn fínni leðju (úr skýrslu Marine
Laboratory, Aberdeen, 1993).
Með fyrirvörum um allmikil
skekkjumörk er talið að unt
30% af því magni sem var
um borð í Braer liggi nú á
sjávarbotni. Umtalsvert
magn, sent ótvírætt er talið
komið frá Braer, hefur fund-
ist blandað í seti í allt að 50
km fjarlægð frá strandstaðn-
um (5. mynd).
ÁHRIF Á LÍFRÍKI
Það var í raun lán í óláni
að óhappið varð snemma á
árinu, þegar líf er frekar í
lágmarki. Á hinn bóginn hafa
áhrifin væntanlega orðið
víðtækari og varanlcgri en
ella vegna þess hvað olían
blandaðist mikið við sjóinn
og botnsetið.
Mengunin í setinu er þó
langmest næst strandstaðn-
um. Hið sama kemur einnig
fram í skeldýrasýnum frá
þessum slóðum. Fyrstu sýni
úr holdi krabba gáfu til kynna
verulega meiri olíu en vant
er. Það sama á raunar við
um flatfiska sem veiddir voru
fyrstu dagana eftir óhappið.
Eins fannst ótvírætt olíu-
bragð af þeim fiskum sent
voru hvað mengaðastir,
bæði villtum og þeim sem
voru í kvíum. Hins vegar
virðist hafa dregið úr olíu-
mengun í þeim eftir því sent
frá leið.
Tæpum mánuði eftir slysið
höfðu fundist um 1500 olíu-
mengaðir fuglar og 30 spen-
dýr. Langflestir fuglanna voru topp-
skarfar en einnig drápust margar teistur,
hávellur, æðarfuglar og ritur. Alls
lundust um 30 fuglategundir sem lent
höfðu í olíu. Spendýrin voru flest út-