Náttúrufræðingurinn - 1993, Síða 16
1. mynd. Sótsveppur. Anthrcicoidea liroi?
á mýrastör (Carex nigra var.) í Selskógi,
Egilsstöðum, 2. ágúst 1988. Anthracoidea
liroi? on Carex nigra var. Ljósm. photo
Helgi Hallgrímsson.
fischeri en A. karii og sama er að segja
um stærð gróanna.
Anthracoidea fischeri getur einnig
vaxið á C. brunnescens og C. mctc-
kenziei skv. Nannfeldt, en á hvorugri
þeirra hafa fundist sótsveppir hér á
landi.
Þá má geta þess að Anthracoidea
caricis (Pers.) Bref. fannst á slíðrastör
(Carex vaginatá) frá Stálpastöðum í
Skorradal, 13. ágúst 1989, en það er
nýr hýsill fyrir þennan sótsvepp hér-
lendis.
II. Ryðsveppir
Hyalospora aspidotus (Magn.) Magn.
Þessi ryðsvcppategund fannst á þrí-
laufungsblaði (Gymnocarpium clry-
opteris) sem safnað var á Stálpa-
stöðum í Skorradal, Borg., 13. ágúst
1989 (Nr. 12586). Greininguna gerði
finnskur sveppafræðingur, Kaiho
Mákela í Helsinki.
Áður var aðeins kunn ein tegund af
þessari ættkvísl hér á landi, þ.e. H.
polypodii, sem er algeng um allt land á
blöðum tófugrassins (Cystopteris
fragilis) en á þrílaufungi hafa mér
vitanlega ekki fundist neinir ryðsveppir
áður hérlendis.
Phragmidium acuminatum (Fr.) Cooke
Ryðstig (uredo) þessa svepps fannst
á sölnuðum blöðum af hrútaberjalyngi
(Rubus saxatilis) senr tekið var í
Selskógi á Egilsstöðum eystra, 26.
september 1987 (Nr. 1 1641). Greinandi
var Kaiho Mákela í Helsinki. (Líklega
hefur Hörður Kristinsson fundið hana
1988 í Goðalandi í Þórsmörk syðra,
skv. myndasafni hans.)
Á hrútaberjalyngi vex annar ryð-
sveppur hérlendis, Gymnoconia pecki-
ana, sem hefur fundist á Suður-,
Suðvestur- og Norðausturlandi en
virðist vera fremur fátíður. Hins vegar
voru ryðsveppir af ættkvíslinni
Phragmidium áður aðeins þekklir hér
á ræktuðum rósum. Hvorki Hyalospora
aspidotus né Phragmidium acuminatum
komust í þelsveppaskrána 1988 því þeir
fundust báðir síðar.
Puccinia angelicae (Scum.) Fuck.
Ryðstig (uredo) fannst á sýni af
blöðum ætihvannar (Angelica arch-
angelica) sem Hörður Kristinsson
safnaði í hólma í Laxá í Aðaldal, við
bæinn Kasthvamm, 13. júlí 1977.
Ekki er áður getið ryðsveppa á
ætihvönn hérlendis en á geitlu (A.
silvestris) hafa fundist pyttlu- og
skálstig ryðsveppsins Puccinia bist-
ortae, en ryðstig hans vex á kornsúru
(kornsúruryð).
126